Phoenix Suns vann í nótt 14. leikinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið skellti Sacramento 105-98 á útivelli. Á sama tíma tapaði Philadelphia 11. leiknum í röð í tapi gegn San Antonio 103-98, en eins og áður kom fram hér á vísi logaði leikur New York og Denver í slagsmálum áður en gestirnir sigruðu 123-100.
Úrslit næturinnar:
Phoenix - Sacramento 98:105
San Antonio - Philadelphia 103:98
Atlanta - Chicago 104:106 (framlengt)
Orlando - Cleveland 81:74
Charlotte - Boston 100:106
Miami - Memphis 98:90
New York - Denver 100:123
New Orleans - Dallas 79:90
New Jersey - Detroit 82:90
Milwaukee - Minnesota 108:104