Barcelona tapaði stigum

Sevilla hefur enn þriggja stiga forskot á meistara Barcelona á toppnum í spænsku deildinni eftir að Börsungar náðu aðeins 1-1 jafntefli við baráttuglatt lið Atletico Madrid á Nou Camp. Ronaldinho kom Barca yfir með marki úr aukaspyrnu en Sergio Aguero jafnaði metin fyrir Atletico. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli eftir 67 mínútur.