Ofsaveður og sumstaðar fárviðri 22. desember 2006 17:48 Almannavarnir biðja fólk að huga að heimferð sinni áður en það fer út á lífið í kvöld. MYND/GVA Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 segir veðrið vera að fara í gang þessa stundina. "Mér sýnist því miður að þetta vera stefna í ofsaveður og raunar svo að sumstaðar á þessum svæðum verði fárviðri. Um þrjú leytið í nótt verður veðrið verst vestast á Reykjanesi og Vesturlandi og síðan mjakast þessi ofsastrengur yfir á Vestfirði og Norðurland vestra og um níu leytið í fyrramálið verður strengur farinn að nálgast Eyjafjarðarsvæðið" segir Sigurður. Hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó mun alversti strengurinn ekki ganga yfir borgina. "Engu að síður getur hviðuvindhraði í borginni náð yfir 30 m/s. Og það þarf vart að taka fram að vindhviður sem komnar eru yfir 40 m/s svo ég tali nú ekki um hærra, eru beinlínis stórhættulegar og raunar lífshættulegar öllum vegfarendum" segir Sigurður. Veðrið gengur niður sunnanlands strax í fyrramálið en hvasst verður á Norðurlandi fram eftir öðru kvöldi. Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins verður mönnuð frá 04:30 í nótt til að samhæfa aðgerðir og veita stuðning við þau embætti sem þess óska. Í samhæfingarstöðinni í nótt verða fulltrúar almannavarna, björgunarsveita, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar í Reykjavík og Neyðarlínu. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 segir veðrið vera að fara í gang þessa stundina. "Mér sýnist því miður að þetta vera stefna í ofsaveður og raunar svo að sumstaðar á þessum svæðum verði fárviðri. Um þrjú leytið í nótt verður veðrið verst vestast á Reykjanesi og Vesturlandi og síðan mjakast þessi ofsastrengur yfir á Vestfirði og Norðurland vestra og um níu leytið í fyrramálið verður strengur farinn að nálgast Eyjafjarðarsvæðið" segir Sigurður. Hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó mun alversti strengurinn ekki ganga yfir borgina. "Engu að síður getur hviðuvindhraði í borginni náð yfir 30 m/s. Og það þarf vart að taka fram að vindhviður sem komnar eru yfir 40 m/s svo ég tali nú ekki um hærra, eru beinlínis stórhættulegar og raunar lífshættulegar öllum vegfarendum" segir Sigurður. Veðrið gengur niður sunnanlands strax í fyrramálið en hvasst verður á Norðurlandi fram eftir öðru kvöldi. Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins verður mönnuð frá 04:30 í nótt til að samhæfa aðgerðir og veita stuðning við þau embætti sem þess óska. Í samhæfingarstöðinni í nótt verða fulltrúar almannavarna, björgunarsveita, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar í Reykjavík og Neyðarlínu.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira