Gengi krónunnar og hlutabréf lækkuðu vegna lækkaðs lánshæfismats ríkissjóðs 22. desember 2006 18:48 Gengi íslensku krónunnar lækkaði um tæp þrjú prósent í dag og hlutabréf í Kauphöll Íslands lækkuðu um tæp tvö prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um leið og það gagnrýndi þensluhvetjandi kosningafjárlög. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta rangan dóm yfir fjárlögunum.Það virtist ekki breyta neinu þótt annað matsfyrirtæki, Moodys, hefðu nokkrum dögum áður tilkynnt um óbreytt lánshæfissmat.Geir H. Haarde segir þetta óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að Moodys sé fyrir nokkrum dögum búið að staðfesta sitt mat og gefi ríkissjóði hæstu einkunn. Hann segir það ekki réttan dóm að kalla fjárlögin þensluhvetjandi og minnir á að Moodys gefi hæstu einkunn vegna þess hve staða ríkisfjármála sé sterk. Afgangur sé á ríkissjóði samkvæmt fjárlögum upp á 9 milljarða króna, sem einhverntímann hefði þótt gott.Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segist ekki hress yfir matinu og að menn hefðu gjarnan viljað vera lausir við það. Nýja lánshæfismatið muni þó ekki valda ríkissjóði vandræðum vegna lítillar lánsfjárþarfar hans. Hann segir að áhrifin verði hinsvegar meiri á markaðinn og á stöðu krónunnar og þarmeð á verðbólgu. Hann óttast þó ekki að krónan haldi áfram að lækka því hún sé nú nærri sögulegu jafnvægi, ólíkt því þegar hún féll í vor. Davíð sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að matsfyrirtækið Standard & Poor's sé iðið við að breyta lánshæfismatinu til hækkunar og lækkunar og ekki nærri því eins stabílt og Moody´s sem hélt sínu lánshæfismati óbreyttu. Davíð sagði að samkvæmt nýju einkunn Standard & Poor's væri Ísland með sömu einkunn og Ítalía. Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar lækkaði um tæp þrjú prósent í dag og hlutabréf í Kauphöll Íslands lækkuðu um tæp tvö prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um leið og það gagnrýndi þensluhvetjandi kosningafjárlög. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta rangan dóm yfir fjárlögunum.Það virtist ekki breyta neinu þótt annað matsfyrirtæki, Moodys, hefðu nokkrum dögum áður tilkynnt um óbreytt lánshæfissmat.Geir H. Haarde segir þetta óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að Moodys sé fyrir nokkrum dögum búið að staðfesta sitt mat og gefi ríkissjóði hæstu einkunn. Hann segir það ekki réttan dóm að kalla fjárlögin þensluhvetjandi og minnir á að Moodys gefi hæstu einkunn vegna þess hve staða ríkisfjármála sé sterk. Afgangur sé á ríkissjóði samkvæmt fjárlögum upp á 9 milljarða króna, sem einhverntímann hefði þótt gott.Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segist ekki hress yfir matinu og að menn hefðu gjarnan viljað vera lausir við það. Nýja lánshæfismatið muni þó ekki valda ríkissjóði vandræðum vegna lítillar lánsfjárþarfar hans. Hann segir að áhrifin verði hinsvegar meiri á markaðinn og á stöðu krónunnar og þarmeð á verðbólgu. Hann óttast þó ekki að krónan haldi áfram að lækka því hún sé nú nærri sögulegu jafnvægi, ólíkt því þegar hún féll í vor. Davíð sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að matsfyrirtækið Standard & Poor's sé iðið við að breyta lánshæfismatinu til hækkunar og lækkunar og ekki nærri því eins stabílt og Moody´s sem hélt sínu lánshæfismati óbreyttu. Davíð sagði að samkvæmt nýju einkunn Standard & Poor's væri Ísland með sömu einkunn og Ítalía.
Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira