Tiger: Af hverju vann ekki Federer? 27. desember 2006 14:15 Tiger Woods og Roger Federer eru ágætis vinir og hafa meðal annars boðið hvor öðrum á mót hvors annars. MYND/Getty Kylfingurinn Tiger Woods er steinhissa á að hann skuli hafa verið tekinn framyfir tenniskappann Roger Federer sem íþróttamaður ársins að mati AP fréttastofunnar. Kjör AP, sem þykir með þeim virtari í íþróttaheiminum, var gert opinbert í gær. Þetta var í fjórða skiptið sem Woods hreppir verðlaunin hjá AP en síðustu fjögur ár hefur hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong orðið fyrir valinu. Í öðru sæti í ár var LaDainian Tomlinson, leikmaður San Diego í NFL-deildinni, en Roger Federer varð í þriðja sæti. Þeirri niðurröðun botnar Woods ekkert í. "Það sem hann hefur gert í tennis á þessu ári tel ég vera miklu merkilegra og betra en það sem ég afrekaði á árinu," sagði Tiger, en hann og Federer er vel til vina eftir að hafa unnið saman í auglýsingum á vegum Nike. "Hann hefur tapað hvað... fimm viðureignum á þremur árum, ekki satt? Það er ansi gott," sagði Woods og glotti. Federer hefur reyndar tapað aðeins fleiri leikjum en það, en þó ekki mikið fleirum. Á þessu ári tapaði hann fimm viðureignum, en vann hins vegar 92. Þar af bar hann sigur úr býtum á 12 af þeim mótum sem hann tók þátt í. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods er steinhissa á að hann skuli hafa verið tekinn framyfir tenniskappann Roger Federer sem íþróttamaður ársins að mati AP fréttastofunnar. Kjör AP, sem þykir með þeim virtari í íþróttaheiminum, var gert opinbert í gær. Þetta var í fjórða skiptið sem Woods hreppir verðlaunin hjá AP en síðustu fjögur ár hefur hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong orðið fyrir valinu. Í öðru sæti í ár var LaDainian Tomlinson, leikmaður San Diego í NFL-deildinni, en Roger Federer varð í þriðja sæti. Þeirri niðurröðun botnar Woods ekkert í. "Það sem hann hefur gert í tennis á þessu ári tel ég vera miklu merkilegra og betra en það sem ég afrekaði á árinu," sagði Tiger, en hann og Federer er vel til vina eftir að hafa unnið saman í auglýsingum á vegum Nike. "Hann hefur tapað hvað... fimm viðureignum á þremur árum, ekki satt? Það er ansi gott," sagði Woods og glotti. Federer hefur reyndar tapað aðeins fleiri leikjum en það, en þó ekki mikið fleirum. Á þessu ári tapaði hann fimm viðureignum, en vann hins vegar 92. Þar af bar hann sigur úr býtum á 12 af þeim mótum sem hann tók þátt í.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira