New York sigraði Detroit í þríframlengdum maraþon leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur urðu 151-145 og dugðu 51 stig frá Richard Hamilton ekki til fyrir Detroit. Hjá New York skoraði Stephan Marbury 41 stig.
“Eins og sagt hefur verið áður þá er New York mekka körfuboltans. Fólk fékk að sjá frábæran körfuboltaleik hér í kvöld en því miður þá kom það í okkar hlut að tapa. Ég er ánægður með minn leik en hann gefur lítið fyrst að sigur náðist ekki,” sagði Hamilton eftir leikinn.
Ben Gordon skoraði 40 stig, það mesta sem hann hefur gert á ferlinum, í 109-103 sigri Chicago á meisturum Miami. Milwaukee sigraði Memphis, 112-96, og hefur nú unnið sex leiki í röð eftir dapra byrjun á tímabilinu.
Úrslit í öðrum leikjum næturinnar urðu eftirfarandi:
Portland - New Orleans 100:85
Charlotte - Washington 107:114
New Jersey - Houston 71:96
LA Clippers - Boston 100:77
Atlanta – Cleveland 76:89
Orlando - LA Lakers 93:106
Sacramento – Philadelphia 101:76
Toronto - Minnesota 100:97