Leikskólagjöld lækkuðu í haust en hækka um áramót 28. desember 2006 18:30 Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Ríkið lækkar tekjuskatt um áramótin en á sama tíma hækka fjölmargir liðir í gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Meðal annars hækkar sundferð fullorðinna um 25%. Á móti kemur að sundferð barna lækkar um tæp 17%. Sorphirðugjöld hækka um tæp 23%. Frístundastarf eldri borgara hækkar um tæp tíu prósent. Hádegis- og kvöldmatur eldri borgara hækkar um rösk 9% tveimur mánuðum áður en ríkisstjórnin hyggst lækka matarverð um allt að 16%. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor að lækka leikskólagjöld um 25% í haust, sem meirihlutinn og gerði - en nú fjórum mánuðum síðar eru þau hækkuð um tæp 9 prósent. Framsóknarflokkurinn gerði reyndar gott betur og lofaði í kosningastefnuskrá sinni ókeypis leikskóla frá 18 mánaða aldri. Aðspurður hvernig á þessu standi segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, að lækkun leikskólagjalda og sérstakur systkinaafsláttur hafi verið sérstök aðgerð. "Hitt fylgir almennum verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Ég veit ekki annað en að það hafi verið mikill þrýstingur í samfélaginu um að laun starfsfólks á leikskólum hækki svo unnt sé að manna þá."Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, segir hækkanir í samræmi við verðbólguspá séu eðlilegar, allt umfram það sé óeðlilegt. "Þarna er því miður um að ræða grundvallarstefnubreytingu frá þeirri fjölskylduvænu stefnu sem fylgt hefur verið hvað gjaldskrá varðar."Björn Ingi segir hækkunina ekki duga til að brúa launahækkanir hjá starfsfólki leikskóla. Aðspurður hvort þær hækkanir hafi ekki verið fyrirséðar þegar meirihlutinn lækkaði leikskólagjöldin, segir Björn Ingi að þess vegna hefðu þeir einfaldlega getað haft lækkunina minni ef ætlunin hefði verið að halda verðlagsbreytingum þar fyrir utan.Björn Ingi bendir á að verðlagsbreytingarnar gildi á báða vegu, þannig hækki framlög til dagforeldra og sömuleiðis fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar."Líklega eru mjög margir undrandi eftir kosningabaráttu síðasta vors að fyrsta verk nýs meirihluta sé að hækka gjöld á eldri borgara og barnafólk," segir Dagur."Þetta er ótrúlegur útúrsnúningur," segir Björn Ingi. "Nú þegar á fyrstu sex mánuðum nýs kjörtímabils höfum við stórlækkað leikskólagjöld, tekið upp frístundakort sem munu kosta marga milljarða á kjörtímabilinu, við erum að lækka gjöld á öllum sviðum, bæta þjónustuna, en það kostar peninga." Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Ríkið lækkar tekjuskatt um áramótin en á sama tíma hækka fjölmargir liðir í gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Meðal annars hækkar sundferð fullorðinna um 25%. Á móti kemur að sundferð barna lækkar um tæp 17%. Sorphirðugjöld hækka um tæp 23%. Frístundastarf eldri borgara hækkar um tæp tíu prósent. Hádegis- og kvöldmatur eldri borgara hækkar um rösk 9% tveimur mánuðum áður en ríkisstjórnin hyggst lækka matarverð um allt að 16%. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor að lækka leikskólagjöld um 25% í haust, sem meirihlutinn og gerði - en nú fjórum mánuðum síðar eru þau hækkuð um tæp 9 prósent. Framsóknarflokkurinn gerði reyndar gott betur og lofaði í kosningastefnuskrá sinni ókeypis leikskóla frá 18 mánaða aldri. Aðspurður hvernig á þessu standi segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, að lækkun leikskólagjalda og sérstakur systkinaafsláttur hafi verið sérstök aðgerð. "Hitt fylgir almennum verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Ég veit ekki annað en að það hafi verið mikill þrýstingur í samfélaginu um að laun starfsfólks á leikskólum hækki svo unnt sé að manna þá."Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, segir hækkanir í samræmi við verðbólguspá séu eðlilegar, allt umfram það sé óeðlilegt. "Þarna er því miður um að ræða grundvallarstefnubreytingu frá þeirri fjölskylduvænu stefnu sem fylgt hefur verið hvað gjaldskrá varðar."Björn Ingi segir hækkunina ekki duga til að brúa launahækkanir hjá starfsfólki leikskóla. Aðspurður hvort þær hækkanir hafi ekki verið fyrirséðar þegar meirihlutinn lækkaði leikskólagjöldin, segir Björn Ingi að þess vegna hefðu þeir einfaldlega getað haft lækkunina minni ef ætlunin hefði verið að halda verðlagsbreytingum þar fyrir utan.Björn Ingi bendir á að verðlagsbreytingarnar gildi á báða vegu, þannig hækki framlög til dagforeldra og sömuleiðis fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar."Líklega eru mjög margir undrandi eftir kosningabaráttu síðasta vors að fyrsta verk nýs meirihluta sé að hækka gjöld á eldri borgara og barnafólk," segir Dagur."Þetta er ótrúlegur útúrsnúningur," segir Björn Ingi. "Nú þegar á fyrstu sex mánuðum nýs kjörtímabils höfum við stórlækkað leikskólagjöld, tekið upp frístundakort sem munu kosta marga milljarða á kjörtímabilinu, við erum að lækka gjöld á öllum sviðum, bæta þjónustuna, en það kostar peninga."
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira