Missti íbúð vegna vanefnda Guðmundar í Byrginu 29. desember 2006 18:43 Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Það var í febrúar 1999 sem sendiboði Guðmundar í Byrginu kom að máli við Aldísi Einarsdóttur, þá matráðskonu á leikskóla, um að taka lán upp á eina milljón króna fyrir Byrgið vegna uppbyggingar starfseminnar. Aldís samþykkti og tók lánið með veði í íbúðinni sinni. "Guðmundur kom mér heiðarlega fyrir sjónir og þetta var það sem ég hafði áhuga á, að taka þátt í að byggja upp fólk sem hefur orðið undir." Til að hafa vaðið fyrir neðan sig óskaði Aldís eftir yfirlýsingu frá Byrginu - sem Guðmundur Jónsson undirritar - þar sem því er lofað að afborganir verði greiddar skilvíslega - og verði vanskil hafi Aldís heimild til að senda það í innheimtu. Mánuði síðar var Aldís beðin um að skrifa upp á lán fyrir Byrgið - sú uppáskrift endaði með því að fjárnám var tekið í 3ja herbergja íbúð Aldísar í Engihjalla - sem skrifstofustjóri Byrgisins viðurkennir með yfirlýsingu að hafi verið tekið vegna skuldar sem stofnað var til vegna Byrgisins. "Guðmundur byrjaði að borga inn á fyrra lánið og gerði það fyrstu mánuðina," segir Aldís en eftir nokkra mánuði hættu greiðslur að berast. Aldís gekk ítrekað á eftir greiðslum og beið með það í heilt ár að hafa samband við lögmann til að fá skuldina innheimta. "Ég hringdi í Guðmund fram og aftur en hann var hættur að svara símanum þegar ég hringdi."Dögg Pálsdóttir lögmaður Aldísar skrifaði Árna Magnússyni þáverandi félagsmálaráðherra bréf í maí 2004 þar sem hún rekur samskipti Aldísar og Byrgisins og hefur það eftir Aldísi að það sé ábyrgðarhluti af hálfu hins opinbera að láta almannafé renna til Byrgisins á sama tíma og einstaklingar líði fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ekki er að sjá að ráðuneytið hafi brugðist við þessari viðvörunarbjöllu, enda hefur Byrgið síðan fengið tugi milljóna í opinbera styrki, auk þess sem ríkið keypti húsnæði undir meðferðarheimilið.Alls voru það rúmar tvær milljónir sem Aldís þurfti að greiða vegna vanskila forráðamanna Byrgisins og urðu til þess að hún varð að selja ofan af sér og flytja út á land þar sem hún fékk ódýrara húsnæði. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Það var í febrúar 1999 sem sendiboði Guðmundar í Byrginu kom að máli við Aldísi Einarsdóttur, þá matráðskonu á leikskóla, um að taka lán upp á eina milljón króna fyrir Byrgið vegna uppbyggingar starfseminnar. Aldís samþykkti og tók lánið með veði í íbúðinni sinni. "Guðmundur kom mér heiðarlega fyrir sjónir og þetta var það sem ég hafði áhuga á, að taka þátt í að byggja upp fólk sem hefur orðið undir." Til að hafa vaðið fyrir neðan sig óskaði Aldís eftir yfirlýsingu frá Byrginu - sem Guðmundur Jónsson undirritar - þar sem því er lofað að afborganir verði greiddar skilvíslega - og verði vanskil hafi Aldís heimild til að senda það í innheimtu. Mánuði síðar var Aldís beðin um að skrifa upp á lán fyrir Byrgið - sú uppáskrift endaði með því að fjárnám var tekið í 3ja herbergja íbúð Aldísar í Engihjalla - sem skrifstofustjóri Byrgisins viðurkennir með yfirlýsingu að hafi verið tekið vegna skuldar sem stofnað var til vegna Byrgisins. "Guðmundur byrjaði að borga inn á fyrra lánið og gerði það fyrstu mánuðina," segir Aldís en eftir nokkra mánuði hættu greiðslur að berast. Aldís gekk ítrekað á eftir greiðslum og beið með það í heilt ár að hafa samband við lögmann til að fá skuldina innheimta. "Ég hringdi í Guðmund fram og aftur en hann var hættur að svara símanum þegar ég hringdi."Dögg Pálsdóttir lögmaður Aldísar skrifaði Árna Magnússyni þáverandi félagsmálaráðherra bréf í maí 2004 þar sem hún rekur samskipti Aldísar og Byrgisins og hefur það eftir Aldísi að það sé ábyrgðarhluti af hálfu hins opinbera að láta almannafé renna til Byrgisins á sama tíma og einstaklingar líði fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ekki er að sjá að ráðuneytið hafi brugðist við þessari viðvörunarbjöllu, enda hefur Byrgið síðan fengið tugi milljóna í opinbera styrki, auk þess sem ríkið keypti húsnæði undir meðferðarheimilið.Alls voru það rúmar tvær milljónir sem Aldís þurfti að greiða vegna vanskila forráðamanna Byrgisins og urðu til þess að hún varð að selja ofan af sér og flytja út á land þar sem hún fékk ódýrara húsnæði.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira