Eftirvænting við Hagatorg 10. janúar 2007 10:00 Eygló Dóra Davíðsdóttir, Egill Árni Pálsson og grímur helgason. Þreyta frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit íslands á morgun. Mynd/Arnaldur halldórsson Samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskóla Íslands er meðal annars fólgið í árlegum tónleikum þar sem ungir og upprennandi tónlistarmenn fá að spreyta sig með hljómsveitinni. Á morgun koma þrír ungir listamenn fram í Háskólabíói á tónleikum þar sem stemningin verður án efa lituð af eftirvæntingu og æskumóð. Fiðluleikarinn Eygló Dóra Davíðsdóttir, Grímur Helgason klarinettuleikari og Egill Árni Pálsson tenór voru valin í sérstakri forkeppni fyrr í vetur. Þar tóku ellefu nemendur úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Tónlistarskólans í Reykjavík, Söngskólans í Reykjavík og Nýja tónlistarskólans þátt og var dómnefnin samhljóma en hana skipuðu Karólína Eiríksdóttir tónskáld, formaður, Hafliði Hallgrímsson tónskáld og selló-leikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Ármann Helgason klarínettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Grímur Helgason segist eftirvæntingarfullur vegna tónleikanna en þetta er stærsta verkefni hans til þessa. Hann hefur á undanförnum árum leikið með margs konar tónlistarhópum, þar á meðal Kammersveitinni Ísafold, Hamrahlíðarkórnum, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og djasshljómsveitunum Glymskröttunum og Hrafnasparki, auk margvíslegra samleikshópa innan Listaháskólans. „Ég hef mest fengist við klassíska tónlist en hef aðeins komið við í djassinum líka,“ útskýrir Grímur. Grímur stundar nám við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Einars Jóhannessonar en mun ljúka prófi í vor og hyggur á frekara nám erlendis þegar fram líða stundir. Á tónleikunum mun Grímur leika klarinettukonsert eftir Gerald Finzi ásamt strengjasveit en hann segir verkið mjög fallegt. „Þetta verk er í miklu uppáhaldi hjá mér núna en Einar, kennarinn minn, vakti áhuga minn á því. Sjálfur kynnist hann þessu verki þegar hann var við nám í London. Þetta er ekki mjög þekkt verk, nema máski þar í landi og þetta er sennilega frumflutningur þess hér.“ Grímur kveðst lítið hafa leitt hugann að því hvaða þýðingu tónleikar sem þessir hafa fyrir hann í framtíðinni. „Það er bara rosalega gaman að fá tækifæri til þess að taka þátt í þessum tónleikunum hér og nú. Í framtíðinni verður þetta ábyggilega bara góð minning og reynsla.“ Egill Árni mun syngja aríur úr I Lombardi, Rigoletto og La Traviata eftir Verdi á tónleikunum og Eygló Dóra leikur fiðlukonsert eftir Max Bruch. Auk þess mun Sinfóníuhljómsveitin leika forleikinn vinsæla úr Vilhjálmi Tell. Hljómsveitarstjóri er Finninn Esa Häkkilä en hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum árið 2005. Sem fyrr hefjast tónleikarnir í Háskólabíói kl. 19.30 en þess skal getið að allir sem framvísa námsmannaskírteinum fá miða á hálfvirði. - khh Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskóla Íslands er meðal annars fólgið í árlegum tónleikum þar sem ungir og upprennandi tónlistarmenn fá að spreyta sig með hljómsveitinni. Á morgun koma þrír ungir listamenn fram í Háskólabíói á tónleikum þar sem stemningin verður án efa lituð af eftirvæntingu og æskumóð. Fiðluleikarinn Eygló Dóra Davíðsdóttir, Grímur Helgason klarinettuleikari og Egill Árni Pálsson tenór voru valin í sérstakri forkeppni fyrr í vetur. Þar tóku ellefu nemendur úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Tónlistarskólans í Reykjavík, Söngskólans í Reykjavík og Nýja tónlistarskólans þátt og var dómnefnin samhljóma en hana skipuðu Karólína Eiríksdóttir tónskáld, formaður, Hafliði Hallgrímsson tónskáld og selló-leikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Ármann Helgason klarínettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Grímur Helgason segist eftirvæntingarfullur vegna tónleikanna en þetta er stærsta verkefni hans til þessa. Hann hefur á undanförnum árum leikið með margs konar tónlistarhópum, þar á meðal Kammersveitinni Ísafold, Hamrahlíðarkórnum, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og djasshljómsveitunum Glymskröttunum og Hrafnasparki, auk margvíslegra samleikshópa innan Listaháskólans. „Ég hef mest fengist við klassíska tónlist en hef aðeins komið við í djassinum líka,“ útskýrir Grímur. Grímur stundar nám við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Einars Jóhannessonar en mun ljúka prófi í vor og hyggur á frekara nám erlendis þegar fram líða stundir. Á tónleikunum mun Grímur leika klarinettukonsert eftir Gerald Finzi ásamt strengjasveit en hann segir verkið mjög fallegt. „Þetta verk er í miklu uppáhaldi hjá mér núna en Einar, kennarinn minn, vakti áhuga minn á því. Sjálfur kynnist hann þessu verki þegar hann var við nám í London. Þetta er ekki mjög þekkt verk, nema máski þar í landi og þetta er sennilega frumflutningur þess hér.“ Grímur kveðst lítið hafa leitt hugann að því hvaða þýðingu tónleikar sem þessir hafa fyrir hann í framtíðinni. „Það er bara rosalega gaman að fá tækifæri til þess að taka þátt í þessum tónleikunum hér og nú. Í framtíðinni verður þetta ábyggilega bara góð minning og reynsla.“ Egill Árni mun syngja aríur úr I Lombardi, Rigoletto og La Traviata eftir Verdi á tónleikunum og Eygló Dóra leikur fiðlukonsert eftir Max Bruch. Auk þess mun Sinfóníuhljómsveitin leika forleikinn vinsæla úr Vilhjálmi Tell. Hljómsveitarstjóri er Finninn Esa Häkkilä en hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum árið 2005. Sem fyrr hefjast tónleikarnir í Háskólabíói kl. 19.30 en þess skal getið að allir sem framvísa námsmannaskírteinum fá miða á hálfvirði. - khh
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira