Syngja meðan heilsan leyfir 11. janúar 2007 14:30 Aldursforsetinn Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir mætir reglulega á söngvökur og segir tónlistina vera dýrð. MYND/Valli Hin níutíu og sex ára gamla Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir, kölluð Sigurrós, lætur háan aldur ekki aftra sér og mætir reglulega á hálfsmánaðarlegar söngvökur hjá Félagi eldri borgara ásamt Bergdísi Kristjánsdóttur, heimsóknavini Sigurrósar frá Rauða krossinum. Söngur hefur lengi verið hugðarefni Sigurrósar, sem segist mikið hafa verið í kórum áður fyrr. „Söngurinn er bara svo mikið líf. Að geta sungið og hljómlistin og allt sem því fylgir er alveg hreint dýrð, finnst mér," sagði hún. Sigurrós varð nýlega fyrir slysi og missti við það röddina að einhverju leyti. „Það er að lagast núna. Bergdís segir að ég sé ekki fölsk," sagði Sigurrós hlæjandi. „Ég er fyrst og fremst ánægð að vera með og geta þetta," bætti hún við. Þær Bergdís og Sigurrós segjast ætla að halda áfram að stunda söngvökurnar. „Þegar maður er orðinn svona gamall veit maður ekki hversu lengi maður getur eitt eða annað. En á meðan heilsan leyfir, já," sagði Sigurrós. Helgi Seljan segir sönginn vera afar frjálsan, og þeir sem söngvökurnar sæki syngi allir með sínu nefi. Halldóra H. Kristjánsdóttir og Svanlaug Magnúsdóttir hafa stundað vökurnar lengst söngfuglanna, og segir Halldóra að þeir sem komi einu sinni snúi alltaf aftur. Söngur hefur alltaf verið hluti af lífi þeirra, þó þær hafi hvorugar sungið í kór. „Sem krakki og unglingur söng maður mikið, og alltaf þegar unga fólkið kom saman," sagði Svanlaug, sem sagðist jafnvel syngja þegar hún ryksugar eða fer út að ganga. „Þetta veitir manni útrás, eins og að dansa. Maður er svo frjáls," sagði Svanlaug. Halldóra var henni sammála. „Ef maður er í leiðu skapi og fer að syngja, þá er bara eins og losni um allt og það hverfur," sagði hún. Þeir Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, og Sigurður Jónsson, píanóleikari og tannlæknir, hafa leitt samkomurnar frá haustinu 2005, þegar þeir tóku við af Sigurbjörgu Hólmgrímsdóttur. Að sögn Helga er frelsi í söngnum haft að leiðarljósi. „Hér syngur hver með sínu nefi og nýtur þess að vera hérna." Sjálfur segist Helgi hafa sungið sig vitlausan alla tíð. „Á sínum tíma röktum við Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, bæði sjúkrastofnanir og elliheimili og sungum saman ásamt Sigurði. Það var mjög gaman, og varð eiginlega kveikjan að þessu," sagði Helgi. „Ég hef óskaplega ánægju af þessu," bætti hann við. Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hin níutíu og sex ára gamla Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir, kölluð Sigurrós, lætur háan aldur ekki aftra sér og mætir reglulega á hálfsmánaðarlegar söngvökur hjá Félagi eldri borgara ásamt Bergdísi Kristjánsdóttur, heimsóknavini Sigurrósar frá Rauða krossinum. Söngur hefur lengi verið hugðarefni Sigurrósar, sem segist mikið hafa verið í kórum áður fyrr. „Söngurinn er bara svo mikið líf. Að geta sungið og hljómlistin og allt sem því fylgir er alveg hreint dýrð, finnst mér," sagði hún. Sigurrós varð nýlega fyrir slysi og missti við það röddina að einhverju leyti. „Það er að lagast núna. Bergdís segir að ég sé ekki fölsk," sagði Sigurrós hlæjandi. „Ég er fyrst og fremst ánægð að vera með og geta þetta," bætti hún við. Þær Bergdís og Sigurrós segjast ætla að halda áfram að stunda söngvökurnar. „Þegar maður er orðinn svona gamall veit maður ekki hversu lengi maður getur eitt eða annað. En á meðan heilsan leyfir, já," sagði Sigurrós. Helgi Seljan segir sönginn vera afar frjálsan, og þeir sem söngvökurnar sæki syngi allir með sínu nefi. Halldóra H. Kristjánsdóttir og Svanlaug Magnúsdóttir hafa stundað vökurnar lengst söngfuglanna, og segir Halldóra að þeir sem komi einu sinni snúi alltaf aftur. Söngur hefur alltaf verið hluti af lífi þeirra, þó þær hafi hvorugar sungið í kór. „Sem krakki og unglingur söng maður mikið, og alltaf þegar unga fólkið kom saman," sagði Svanlaug, sem sagðist jafnvel syngja þegar hún ryksugar eða fer út að ganga. „Þetta veitir manni útrás, eins og að dansa. Maður er svo frjáls," sagði Svanlaug. Halldóra var henni sammála. „Ef maður er í leiðu skapi og fer að syngja, þá er bara eins og losni um allt og það hverfur," sagði hún. Þeir Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, og Sigurður Jónsson, píanóleikari og tannlæknir, hafa leitt samkomurnar frá haustinu 2005, þegar þeir tóku við af Sigurbjörgu Hólmgrímsdóttur. Að sögn Helga er frelsi í söngnum haft að leiðarljósi. „Hér syngur hver með sínu nefi og nýtur þess að vera hérna." Sjálfur segist Helgi hafa sungið sig vitlausan alla tíð. „Á sínum tíma röktum við Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, bæði sjúkrastofnanir og elliheimili og sungum saman ásamt Sigurði. Það var mjög gaman, og varð eiginlega kveikjan að þessu," sagði Helgi. „Ég hef óskaplega ánægju af þessu," bætti hann við.
Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið