Garðar Thór bjartasta vonin í Bretlandi 12. janúar 2007 02:30 Bjartasta vonin Ferli Garðars eru gerð góð skil og miklar vonir bundnar við diskinn sem kemur út í byrjun febrúar. Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property". Classic FM Magazine er eitt vinsælasta tímaritið um sígilda tónlist í Bretlandi og selst í þúsundum eintaka. Í greininni má sjá að blaðið bindur miklar vonir við disk Garðars sem kemur út í febrúar og segir hann vera ómissandi í safnið. Skemmtilegan mola er að finna neðst á síðunni en þar er greint frá því að systir besta vinar Garðars sé besta vinkona söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. „Ísland er lítið land," er útskýringin á þessum skrifum. Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars, segir þetta vera stórkostlega byrjun á árinu og hann hefði varla getað beðið um neitt betra en fyrsta sólóplata Garðars kemur út í byrjun febrúar. Hann vildi hins vegar lítið segja um yfirvofandi tilboð frá Universal sem Fréttablaðið hefur þegar sagt frá. „Það er fundur hjá okkur seint í næstu viku en hann er bara einn af mörgum," sagði Einar. Garðar er nýkominn til landsins eftir langa útiveru í Bretlandi en hann hefur verið á tónleikaferð með Katherine Jenkins um gjörvallt Bretland og sungið fyrir fullu húsi. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property". Classic FM Magazine er eitt vinsælasta tímaritið um sígilda tónlist í Bretlandi og selst í þúsundum eintaka. Í greininni má sjá að blaðið bindur miklar vonir við disk Garðars sem kemur út í febrúar og segir hann vera ómissandi í safnið. Skemmtilegan mola er að finna neðst á síðunni en þar er greint frá því að systir besta vinar Garðars sé besta vinkona söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. „Ísland er lítið land," er útskýringin á þessum skrifum. Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars, segir þetta vera stórkostlega byrjun á árinu og hann hefði varla getað beðið um neitt betra en fyrsta sólóplata Garðars kemur út í byrjun febrúar. Hann vildi hins vegar lítið segja um yfirvofandi tilboð frá Universal sem Fréttablaðið hefur þegar sagt frá. „Það er fundur hjá okkur seint í næstu viku en hann er bara einn af mörgum," sagði Einar. Garðar er nýkominn til landsins eftir langa útiveru í Bretlandi en hann hefur verið á tónleikaferð með Katherine Jenkins um gjörvallt Bretland og sungið fyrir fullu húsi.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira