Half the Perfect World - þrjár stjörnur 25. janúar 2007 09:15 Madeleine Peyroux er ung og rísandi djass-stjarna Bretarnir halda ekki vatni yfir þessa daganna. Ljúf og hugljúf plata fyrir þá sem laðast að söngkonum á borð við Noruh Jones. Ef Norah Jones væri ekki sjálf að gefa út plötu þessa dagana myndi ég hiklaust mæla með þessari dömu hér með erfiða nafnið, Madeleine Peyroux, til þess að fylla upp í skarðið. Erfitt að segja hvort þetta sé létt popp undir djassáhrifum, eða djass undir léttum poppáhrifum. Tilfinningin er a.m.k. sérstaklega afslöppuð og útsetningar berstrípaðar. Einhver reyndi að ljúga því að mér að Madeleine syngi eins og Billie Holiday, en það er fjarri lagi. Hún er miklu keimlíkari nútíma djass söngkonum, sem syngja letilega og lýtalaust. Eins og ég get ímyndað mér að freðin Idol stjarna myndi hljóma í kvöldmessu á sunnudagskvöldi. Eitthvað sem aldrei væri hægt að segja um Lady Day, en það var akkúrat meingölluð rödd hennar sem færði henni sjarmann ódauðlega. Madeleine syngur svo sannarlega fallega, sérstaklega í jólalega laginu River (sem fær að „láni” stef úr Jingle Bells), þar sem hún fær skosku vinkonu sína K.T. Tunstall til halds og trausts. Ég myndi þó aldrei segja að hún sé með auðþekkta eða hvað þá eftirminnilega rödd. Það er svolítið kántrí keimur í túlkun hennar, sem fer vel við þetta gítardrifna djass popp. Flest lögin á plötunni eru tökulög, og Madeleine vandar valið. Hún fer ágætlega með Tom Waits lagið Looking for the Heart of Saturday Night sem og Serge Gainsbourg lagið La Javanaise. Útgáfa hennar af Charlie Chaplin laginu Smile fannst mér þó ekkert varið í. Kannski þess vegna sem það er síðast. Hennar eigin lagasmíðar falla svo vel inn í heildina. Þetta er afskaplega ljúf plata sem ég get ekki ímyndað mér að geti mögulega farið í taugarnar á nokkurri lifandi manneskju, nema kannski hörðustu Waits aðdáendum sem vilja helst ekki heyra neinn annan flytja hans lög. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ef Norah Jones væri ekki sjálf að gefa út plötu þessa dagana myndi ég hiklaust mæla með þessari dömu hér með erfiða nafnið, Madeleine Peyroux, til þess að fylla upp í skarðið. Erfitt að segja hvort þetta sé létt popp undir djassáhrifum, eða djass undir léttum poppáhrifum. Tilfinningin er a.m.k. sérstaklega afslöppuð og útsetningar berstrípaðar. Einhver reyndi að ljúga því að mér að Madeleine syngi eins og Billie Holiday, en það er fjarri lagi. Hún er miklu keimlíkari nútíma djass söngkonum, sem syngja letilega og lýtalaust. Eins og ég get ímyndað mér að freðin Idol stjarna myndi hljóma í kvöldmessu á sunnudagskvöldi. Eitthvað sem aldrei væri hægt að segja um Lady Day, en það var akkúrat meingölluð rödd hennar sem færði henni sjarmann ódauðlega. Madeleine syngur svo sannarlega fallega, sérstaklega í jólalega laginu River (sem fær að „láni” stef úr Jingle Bells), þar sem hún fær skosku vinkonu sína K.T. Tunstall til halds og trausts. Ég myndi þó aldrei segja að hún sé með auðþekkta eða hvað þá eftirminnilega rödd. Það er svolítið kántrí keimur í túlkun hennar, sem fer vel við þetta gítardrifna djass popp. Flest lögin á plötunni eru tökulög, og Madeleine vandar valið. Hún fer ágætlega með Tom Waits lagið Looking for the Heart of Saturday Night sem og Serge Gainsbourg lagið La Javanaise. Útgáfa hennar af Charlie Chaplin laginu Smile fannst mér þó ekkert varið í. Kannski þess vegna sem það er síðast. Hennar eigin lagasmíðar falla svo vel inn í heildina. Þetta er afskaplega ljúf plata sem ég get ekki ímyndað mér að geti mögulega farið í taugarnar á nokkurri lifandi manneskju, nema kannski hörðustu Waits aðdáendum sem vilja helst ekki heyra neinn annan flytja hans lög. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira