Segir Baug hafa tapað 260 milljörðum 16. febrúar 2007 06:45 Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jón Ásgeir. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og einn ákærðu í Baugsmálinu, sagði að Baugur hefði líklega tapað um 260 milljörðum króna vegna húsleitar ríkislögreglustjóra 28. ágúst 2002. Þessu hélt hann fram í skýrslutökum yfir sér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim lauk í gær. Hann sagði að 29. ágúst hefði átt að skrifa undir yfirtökusamning Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Húsleitin hefði spillt yfirtökunni, og sá sem tók fyrirtækið að lokum yfir, kaupsýslumaðurinn Phillip Green, hefði hagnast um að andvirði 260 milljarða króna á tveimur árum vegna Arcadia-kaupanna. Fjallað var um síðasta ákæruliðinn sem Jón Ásgeir tengist þegar aðalmeðferð í málinu hélt áfram í réttarsalnum í gær. Þar eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða samtals rúmlega 32 milljónir króna til að fjármagna eignarhlutdeild Fjárfestingarfélagsins Gaums í skemmtibátnum Thee Viking, og greiða kostnað vegna bátsins. Sækjandi spurði Jón Ásgeir náið út í kaupin á bátunum. Jón Ásgeir sagði ljóst að Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu, hefði átt bátinn, en Gaumur hefði lánað fé til að kaupa og reka bátinn. Á einhverjum tímapunkti hefði verið rætt um að Gaumur fengi hlutdeild í bátnum upp í skuldirnar, en af því hefði ekki orðið. Sækjandi vitnaði talsvert í skýrslu sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, gaf við réttarhöld í Bandaríkjunum, en þar sagði Jóhannes að Gaumur hefði greitt af bátum á Flórída, og þeir hefðu átt hlutdeild í þeim. Einnig vitnaði sækjandi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem sagði að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir hefðu verið að kaupa bát með Jóni Gerald. Við það kannaðist Jón Ásgeir ekki. Jón Ásgeir sagði að skriflegir samningar hefðu verið gerðir vegna lánveitinga Gaums til bátakaupa Jóns Geralds, það hafi verið handsalað. Ekki hefði heldur verið innheimt fyrr en löngu eftir að bátarnir voru keyptir, árið 2002, en á móti hefðu hann og fjölskylda sín fengið að nota bátana. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði umbjóðanda sinn út í samskipti hans við Jón Gerald, og hvernig upphaf Baugsmálsins væri tilkomið. Vitnaði hann meðal annars í fréttir Fréttablaðsins þar sem sagt var frá tölvupóstsamskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem rætt var að Jón Gerald væri illur út í Jón Ásgeir og Jóhannes, og „langaði mest að kála þeim". Gestur las upp úr tölvupósti frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs frá byrjun júlí 2002, sem hann sagði hafa mikla þýðingu fyrir málið. Þar sakar Jón Gerald Jón Ásgeir um að hafa reynt að komast yfir eiginkonu sína. Jón Ásgeir svaraði og sagði viðskiptum þeirra lokið. Jón Ásgeir sagði að hann og Tryggvi hefðu talið að samningar hefðu náðst í byrjun júlí 2002 um að greiða Jóni Gerald fyrir það tjón sem hann sagðist hafa orðið fyrir vegna þess að Baugur hætti viðskiptum við hann. Í ljós hefði svo komið að á sama tíma hefði verið byrjað að leggja á ráðin um það sem Jón Ásgeir kallaði „aðförina að Baugi". Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og einn ákærðu í Baugsmálinu, sagði að Baugur hefði líklega tapað um 260 milljörðum króna vegna húsleitar ríkislögreglustjóra 28. ágúst 2002. Þessu hélt hann fram í skýrslutökum yfir sér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim lauk í gær. Hann sagði að 29. ágúst hefði átt að skrifa undir yfirtökusamning Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Húsleitin hefði spillt yfirtökunni, og sá sem tók fyrirtækið að lokum yfir, kaupsýslumaðurinn Phillip Green, hefði hagnast um að andvirði 260 milljarða króna á tveimur árum vegna Arcadia-kaupanna. Fjallað var um síðasta ákæruliðinn sem Jón Ásgeir tengist þegar aðalmeðferð í málinu hélt áfram í réttarsalnum í gær. Þar eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða samtals rúmlega 32 milljónir króna til að fjármagna eignarhlutdeild Fjárfestingarfélagsins Gaums í skemmtibátnum Thee Viking, og greiða kostnað vegna bátsins. Sækjandi spurði Jón Ásgeir náið út í kaupin á bátunum. Jón Ásgeir sagði ljóst að Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu, hefði átt bátinn, en Gaumur hefði lánað fé til að kaupa og reka bátinn. Á einhverjum tímapunkti hefði verið rætt um að Gaumur fengi hlutdeild í bátnum upp í skuldirnar, en af því hefði ekki orðið. Sækjandi vitnaði talsvert í skýrslu sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, gaf við réttarhöld í Bandaríkjunum, en þar sagði Jóhannes að Gaumur hefði greitt af bátum á Flórída, og þeir hefðu átt hlutdeild í þeim. Einnig vitnaði sækjandi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem sagði að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir hefðu verið að kaupa bát með Jóni Gerald. Við það kannaðist Jón Ásgeir ekki. Jón Ásgeir sagði að skriflegir samningar hefðu verið gerðir vegna lánveitinga Gaums til bátakaupa Jóns Geralds, það hafi verið handsalað. Ekki hefði heldur verið innheimt fyrr en löngu eftir að bátarnir voru keyptir, árið 2002, en á móti hefðu hann og fjölskylda sín fengið að nota bátana. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði umbjóðanda sinn út í samskipti hans við Jón Gerald, og hvernig upphaf Baugsmálsins væri tilkomið. Vitnaði hann meðal annars í fréttir Fréttablaðsins þar sem sagt var frá tölvupóstsamskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem rætt var að Jón Gerald væri illur út í Jón Ásgeir og Jóhannes, og „langaði mest að kála þeim". Gestur las upp úr tölvupósti frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs frá byrjun júlí 2002, sem hann sagði hafa mikla þýðingu fyrir málið. Þar sakar Jón Gerald Jón Ásgeir um að hafa reynt að komast yfir eiginkonu sína. Jón Ásgeir svaraði og sagði viðskiptum þeirra lokið. Jón Ásgeir sagði að hann og Tryggvi hefðu talið að samningar hefðu náðst í byrjun júlí 2002 um að greiða Jóni Gerald fyrir það tjón sem hann sagðist hafa orðið fyrir vegna þess að Baugur hætti viðskiptum við hann. Í ljós hefði svo komið að á sama tíma hefði verið byrjað að leggja á ráðin um það sem Jón Ásgeir kallaði „aðförina að Baugi".
Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira