Ósamræmi í framburði 21. febrúar 2007 06:45 Bunki dagsins. Sigurður Tómas Magnússon, sækjandi í Baugsmálinu (til hægri), afhenti sakborningi og verjendum hluta þeirra gagna sem farið var yfir í gær, við upphaf dags í héraðsdómi. MYND/GVA Forstjóra og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs bar alls ekki saman fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um fyrirtæki sem sagt er að forsvarsmenn Baugs hafi stofnað á Bahama-eyjum, og kemur við sögu í Baugsmálinu. Tryggvi Jónsson, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, sagði þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið í gær, að fyrirtækið Miramar hafi verið stofnað á Bahama-eyjum árið 1997. Þá hafi hann sjálfur, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Nordica í Bandaríkjunum, farið til Bahama-eyja og stofnað fyrirtækið. Tryggvi sagði í samtali við Fréttablaðið að Miramar hafi verið stofnað til að stunda fasteigna- og landakaup, en aldrei hafi orðið af því að það hæfi starfsemi. Það hafi því verið lagt niður árið 1999, tveimur árum eftir stofnun. Þetta er í algerri mótsögn við það sem Jón Ásgeir Jóhannesson sagði við þessi sömu réttarhöld síðastliðinn fimmtudag, þegar hann hélt því statt og stöðugt fram að þetta félag hafi aldrei verið stofnað. Hann sagði að spurt hafi verið um þetta félag áður við rannsókn málsins, en það væri ekki annað en „hugarburður" lögreglu og saksóknara. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, spurði Jón Ásgeir nánar út í Miramar, og bar undir hann tölvupóst sem virðist koma frá Tryggva. Þar segir Tryggvi að Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, hafi átt Miramar. Jón Ásgeir sagði að það væri „vitleysa" hjá Tryggva, og ítrekaði að félagið hefði aldrei verið stofnað. Ákæruvaldið heldur því fram að Miramar tengist skemmtibátnum Thee Viking, en Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir fjárdrátt úr Baugi til að fjármagna bátinn. Telur ákæruvaldið að til hafi staðið að færa eignarhald Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, í Thee Viking yfir til Miramar. Jón Ásgeir hefur þó alltaf haldið því fram að hvorki hann né Gaumur hafi nokkurn tíma átt hlut í bátnum, og Jón Gerald var einn skráður eigandi hans. En Baugsmálið snýst ekki bara um skemmtibáta, og við skýrslutökur af Tryggva í gær viðurkenndi hann að „röð mistaka" hafi orðið til þess að kreditreikningur frá fyrirtækinu SMS í Færeyjum, sem var að hálfu leyti í eigu Baugs, hafi verið sendur til Baugs sumarið 2001, og færður inn í bókhaldið sem tekjur. Reikningurinn hljóðaði upp á tæpar 46,7 milljónir króna, og í ákæru segir að með því að færa þennan „tilhæfulausa" reikning sem tekjur hafi Jón Ásgeir og Tryggvi hagrætt bókhaldi Baugs til að gefa ranga mynd af stöðu fyrirtækisins í hálfs árs uppgjöri árið 2001. Tryggvi sagði að mistökin hefðu uppgötvast síðar þetta sama ár og verið leiðrétt, en sér hafi ekki liðið illa vegna þessara mistaka vegna þess að Baugur hefði átt 60-70 milljónir inni hjá SMS á þessum tíma vegna afsláttar sem hefði verið greiddur eftir á. Mistökin hafi því ekki haft óeðlileg áhrif á gengi bréfa í Baugi. Fréttir Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Forstjóra og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs bar alls ekki saman fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um fyrirtæki sem sagt er að forsvarsmenn Baugs hafi stofnað á Bahama-eyjum, og kemur við sögu í Baugsmálinu. Tryggvi Jónsson, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, sagði þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið í gær, að fyrirtækið Miramar hafi verið stofnað á Bahama-eyjum árið 1997. Þá hafi hann sjálfur, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Nordica í Bandaríkjunum, farið til Bahama-eyja og stofnað fyrirtækið. Tryggvi sagði í samtali við Fréttablaðið að Miramar hafi verið stofnað til að stunda fasteigna- og landakaup, en aldrei hafi orðið af því að það hæfi starfsemi. Það hafi því verið lagt niður árið 1999, tveimur árum eftir stofnun. Þetta er í algerri mótsögn við það sem Jón Ásgeir Jóhannesson sagði við þessi sömu réttarhöld síðastliðinn fimmtudag, þegar hann hélt því statt og stöðugt fram að þetta félag hafi aldrei verið stofnað. Hann sagði að spurt hafi verið um þetta félag áður við rannsókn málsins, en það væri ekki annað en „hugarburður" lögreglu og saksóknara. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, spurði Jón Ásgeir nánar út í Miramar, og bar undir hann tölvupóst sem virðist koma frá Tryggva. Þar segir Tryggvi að Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, hafi átt Miramar. Jón Ásgeir sagði að það væri „vitleysa" hjá Tryggva, og ítrekaði að félagið hefði aldrei verið stofnað. Ákæruvaldið heldur því fram að Miramar tengist skemmtibátnum Thee Viking, en Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir fjárdrátt úr Baugi til að fjármagna bátinn. Telur ákæruvaldið að til hafi staðið að færa eignarhald Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, í Thee Viking yfir til Miramar. Jón Ásgeir hefur þó alltaf haldið því fram að hvorki hann né Gaumur hafi nokkurn tíma átt hlut í bátnum, og Jón Gerald var einn skráður eigandi hans. En Baugsmálið snýst ekki bara um skemmtibáta, og við skýrslutökur af Tryggva í gær viðurkenndi hann að „röð mistaka" hafi orðið til þess að kreditreikningur frá fyrirtækinu SMS í Færeyjum, sem var að hálfu leyti í eigu Baugs, hafi verið sendur til Baugs sumarið 2001, og færður inn í bókhaldið sem tekjur. Reikningurinn hljóðaði upp á tæpar 46,7 milljónir króna, og í ákæru segir að með því að færa þennan „tilhæfulausa" reikning sem tekjur hafi Jón Ásgeir og Tryggvi hagrætt bókhaldi Baugs til að gefa ranga mynd af stöðu fyrirtækisins í hálfs árs uppgjöri árið 2001. Tryggvi sagði að mistökin hefðu uppgötvast síðar þetta sama ár og verið leiðrétt, en sér hafi ekki liðið illa vegna þessara mistaka vegna þess að Baugur hefði átt 60-70 milljónir inni hjá SMS á þessum tíma vegna afsláttar sem hefði verið greiddur eftir á. Mistökin hafi því ekki haft óeðlileg áhrif á gengi bréfa í Baugi.
Fréttir Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira