Vissi ekki um kaupréttinn 3. mars 2007 09:00 Stefán Hilmarsson bar vitni í Baugsmálinu í gær, í baksýn eru Sigurður Tómas Magnússon, sækjandi í málinu (til vinstri), og Jón Þór Ólason, aðstoðarmaður hans. MYND/GVA Endurskoðandi Baugs sem áritaði ársreikninga félagsins frá stofnun þess vissi ekki um kaupréttarákvæði í ráðningarsamningum þriggja æðstu stjórnenda félagsins, sem gerðir voru árið 1998, fyrr en síðla árs 2002, eftir að rannsókn lögreglu á Baugi var hafin. Þetta kom fram í vitnisburði Stefáns H. Hilmarssonar í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en Stefán var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG endurskoðun og áritaði ársreikninga Baugs frá árunum 1998 til 2002. Komið hefur fram við meðferð málsins í héraðsdómi að kaupréttarákvæði voru í ráðningarsamningum Baugs við þá Óskar Magnússon stjórnarformann, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra, og Tryggva Jónsson aðstoðarforstjóra, en samningarnir voru gerðir árið 1998. Einnig hefur komið fram að hluti kaupréttarákvæðanna var fullnustaður árið 1999. Jón Ásgeir sagði í skýrslutöku fyrir dómi að kaupréttarsamningar stjórnenda hefðu legið fyrir hjá KPMG, sem sá um greiðslur á launum og hlunnindum stjórnenda. Ákæruvaldið heldur því fram að vegna kaupréttarákvæðanna hafi hlutabréf í Baugi sem félagið átti sjálft, samtals fjögur prósent af bréfum í félaginu, verið færð á vörslureikning Baugs hjá Kaupþingi í Lúxemborg, sjálfstæðu dótturfélagi Kaupþings, og bókuð sem seld bréf í bókum Baugs. Stefán sagði í gær að hann hafi fengið að vita af kaupréttarákvæðunum, og að þau hafi að hluta til verið uppfyllt, í október 2002, en rannsókn lögreglu hófst seint í ágúst það sama ár. Upplýsingar um þessi kaupréttarákvæði hafi hann fengið frá innri endurskoðun Baugs. Á sama tíma hafi hann fengið að vita af vörslureikningnum í Kaupþingi Lúxemborg. Kaupréttarsamningarnir tengjast málinu þar sem í einum lið ákærunnar eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir ákærðir fyrir að færa sölu á hlutabréfum í Baugi á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg, en þau bréf voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarákvæðin. Segir í ákærunni að markmiðið hafi verið að draga dul á að stjórnendurnir væru raunverulegir viðtakendur. Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Endurskoðandi Baugs sem áritaði ársreikninga félagsins frá stofnun þess vissi ekki um kaupréttarákvæði í ráðningarsamningum þriggja æðstu stjórnenda félagsins, sem gerðir voru árið 1998, fyrr en síðla árs 2002, eftir að rannsókn lögreglu á Baugi var hafin. Þetta kom fram í vitnisburði Stefáns H. Hilmarssonar í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en Stefán var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG endurskoðun og áritaði ársreikninga Baugs frá árunum 1998 til 2002. Komið hefur fram við meðferð málsins í héraðsdómi að kaupréttarákvæði voru í ráðningarsamningum Baugs við þá Óskar Magnússon stjórnarformann, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra, og Tryggva Jónsson aðstoðarforstjóra, en samningarnir voru gerðir árið 1998. Einnig hefur komið fram að hluti kaupréttarákvæðanna var fullnustaður árið 1999. Jón Ásgeir sagði í skýrslutöku fyrir dómi að kaupréttarsamningar stjórnenda hefðu legið fyrir hjá KPMG, sem sá um greiðslur á launum og hlunnindum stjórnenda. Ákæruvaldið heldur því fram að vegna kaupréttarákvæðanna hafi hlutabréf í Baugi sem félagið átti sjálft, samtals fjögur prósent af bréfum í félaginu, verið færð á vörslureikning Baugs hjá Kaupþingi í Lúxemborg, sjálfstæðu dótturfélagi Kaupþings, og bókuð sem seld bréf í bókum Baugs. Stefán sagði í gær að hann hafi fengið að vita af kaupréttarákvæðunum, og að þau hafi að hluta til verið uppfyllt, í október 2002, en rannsókn lögreglu hófst seint í ágúst það sama ár. Upplýsingar um þessi kaupréttarákvæði hafi hann fengið frá innri endurskoðun Baugs. Á sama tíma hafi hann fengið að vita af vörslureikningnum í Kaupþingi Lúxemborg. Kaupréttarsamningarnir tengjast málinu þar sem í einum lið ákærunnar eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir ákærðir fyrir að færa sölu á hlutabréfum í Baugi á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg, en þau bréf voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarákvæðin. Segir í ákærunni að markmiðið hafi verið að draga dul á að stjórnendurnir væru raunverulegir viðtakendur.
Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira