Fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka 6. mars 2007 00:01 MYND/Vilhelm Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. „Þetta var ansi skrautlegt en ég er sem betur fer alveg heill," sagði Róbert sem lenti á höfðinu og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. „Ég tek því rólega í tvo daga og ætti svo að geta haldið áfram af fullum krafti." Hann segist hafa áttað sig á því um leið hvað væri í vændum. „Ég vissi að ég var ekki að ná að gera það sem ég ætlaði mér. Ég vissi ekkert hvar ég var staddur í loftinu. Ég lenti svo á hnakkanum, fæ andlitið í bringuna og fæturnir fara yfir mig og í gólfið." Læknirinn á svæðinu kom um leið að Róberti og gætti sín á því að hann hreyfði sig ekki neitt. „Hann vildi ekki taka neina áhættu og kallaði á sjúkrabíl. Ég fann sjálfur að ég væri í lagi en það er aldrei að vita hvað gerist í svona aðstæðum." Hann gat svo mætt aftur næsta dag og fagnað sigrinum á mótinu með sínum liðsfélögum. „Þetta er nú í fyrsta skiptið sem eitthvað svona lagað kemur fyrir mig. Ég var búinn að gera allar æfingarnar í upphitun án vandræða. Svo bara gerist eitthvað hjá mér sem ég kann ekki að útskýra." Róbert var þó á sínu síðasta áhaldi og „kláraði" því mótið eins og hann ætlaði sér. Það er mikið um að vera í íslenskum fimleikum þessar vikurnar. Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum þar sem í fyrsta sinn verður keppt í flokki þar sem keppendur af báðum kynjum eru saman í hópum. Um þarnæstu helgi fer svo fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum þar sem Róbert mun keppa að óbreyttu. Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í næsta mánuði þar sem Ísland mun eiga fjögur lið. Innlendar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. „Þetta var ansi skrautlegt en ég er sem betur fer alveg heill," sagði Róbert sem lenti á höfðinu og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. „Ég tek því rólega í tvo daga og ætti svo að geta haldið áfram af fullum krafti." Hann segist hafa áttað sig á því um leið hvað væri í vændum. „Ég vissi að ég var ekki að ná að gera það sem ég ætlaði mér. Ég vissi ekkert hvar ég var staddur í loftinu. Ég lenti svo á hnakkanum, fæ andlitið í bringuna og fæturnir fara yfir mig og í gólfið." Læknirinn á svæðinu kom um leið að Róberti og gætti sín á því að hann hreyfði sig ekki neitt. „Hann vildi ekki taka neina áhættu og kallaði á sjúkrabíl. Ég fann sjálfur að ég væri í lagi en það er aldrei að vita hvað gerist í svona aðstæðum." Hann gat svo mætt aftur næsta dag og fagnað sigrinum á mótinu með sínum liðsfélögum. „Þetta er nú í fyrsta skiptið sem eitthvað svona lagað kemur fyrir mig. Ég var búinn að gera allar æfingarnar í upphitun án vandræða. Svo bara gerist eitthvað hjá mér sem ég kann ekki að útskýra." Róbert var þó á sínu síðasta áhaldi og „kláraði" því mótið eins og hann ætlaði sér. Það er mikið um að vera í íslenskum fimleikum þessar vikurnar. Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum þar sem í fyrsta sinn verður keppt í flokki þar sem keppendur af báðum kynjum eru saman í hópum. Um þarnæstu helgi fer svo fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum þar sem Róbert mun keppa að óbreyttu. Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í næsta mánuði þar sem Ísland mun eiga fjögur lið.
Innlendar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira