Á leið til Memphis 13. mars 2007 09:45 Tónlistarmaðurinn Mugison ætlar að gefa út nýja plötu síðar á árinu. fréttablaðið/heiða Tónlistarmaðurinn Mugison ætlar að ferðast til Memphis í Tennessee, heimaborgar Elvis Presley, í næsta mánuði til að taka upp lög á næstu plötu sína. Þar mun hann njóta aðstoðar nokkurra blúshunda í borginni sem munu leggja sitt af mörkum við upptökurnar. Platan er væntanleg síðar á þessu ári og segist Mugison strax vera orðinn spenntur fyrir útkomunni, enda sé töluvert efni þegar tilbúið. „Síðasta plata var ástarplata en kannski þessi sé meira svona „midlife crisis“-fílingur þar sem ég er búinn að kaupa mér leðurjakka og fitna aðeins,“ segir Mugison í léttu gríni. „Hún er mjög blönduð. Þarna verður slatti af góðum rokklögum, „powerballaða“ og elektróník. Þetta verður miklu stærri plata en áður með fleiri heilum lögum.“ Upptökur á plötunni hafa staðið yfir í hljóðveri Mugison á Ísafirði að undanförnu og á meðal þeirra sem hafa aðstoðað hann er píanóleikarinn færi Davíð Þór Jónsson úr Flís. Síðasta plata Mugison, Mugimama is this monkeymusic?, naut mikilla vinsælda þegar hún kom út árið 2004. Fékk hún m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin. Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Mugison ætlar að ferðast til Memphis í Tennessee, heimaborgar Elvis Presley, í næsta mánuði til að taka upp lög á næstu plötu sína. Þar mun hann njóta aðstoðar nokkurra blúshunda í borginni sem munu leggja sitt af mörkum við upptökurnar. Platan er væntanleg síðar á þessu ári og segist Mugison strax vera orðinn spenntur fyrir útkomunni, enda sé töluvert efni þegar tilbúið. „Síðasta plata var ástarplata en kannski þessi sé meira svona „midlife crisis“-fílingur þar sem ég er búinn að kaupa mér leðurjakka og fitna aðeins,“ segir Mugison í léttu gríni. „Hún er mjög blönduð. Þarna verður slatti af góðum rokklögum, „powerballaða“ og elektróník. Þetta verður miklu stærri plata en áður með fleiri heilum lögum.“ Upptökur á plötunni hafa staðið yfir í hljóðveri Mugison á Ísafirði að undanförnu og á meðal þeirra sem hafa aðstoðað hann er píanóleikarinn færi Davíð Þór Jónsson úr Flís. Síðasta plata Mugison, Mugimama is this monkeymusic?, naut mikilla vinsælda þegar hún kom út árið 2004. Fékk hún m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin.
Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira