Atvinnustefna og náttúruvernd Árni Páll Árnason skrifar 26. mars 2007 00:01 Samfylkingin er einn flokka um að hafa lagt fram heildstæða stefnu um náttúruvernd og auðlindanýtingu, Fagra Ísland. Samfylkingin hefur líka lagt fram verðlaunatillögur um eflingu sprotafyrirtækja og uppbyggingu hátækniiðnaðar. Það er engin tilviljun. Samfylkingin er stór jafnaðarflokkur og þar rúmast fjölbreytt viðhorf. Það er helsti styrkur Fagra Íslands. Fyrst okkur tókst í Samfylkingunni að móta stefnu sem leggur grunn jafnt að náttúruvernd og auðlindanýtingu er ljóst að þjóðin getur náð slíkri sátt. Við munum áfram þurfa að nýta orkuauðlindir okkar til verðmætasköpunar, eins og aðrar auðlindir. Þekking okkar á endurnýjanlegri orku er að verða verðmæt útflutningsvara. Nýir nýtingarkostir geta komið upp og kaupendur á borð við framleiðendur sólarrafhlaðna hafa þegar sýnt íslenskri orku áhuga. Allt mælir með því að staldra nú við í byggingu frekari stórvirkjana og álvera. Ofþensla í efnahagslífinu og tröllauknir stýrivextir kalla á efnahagslegt aðlögunarferli til að forðast kollsteypur. Frekari stóriðjuuppbygging við núverandi efnahagsaðstæður myndi gera stöðu samkeppnisgreina enn erfiðari en nú er, sérstaklega á landsbyggðinni. Brýnt er út frá náttúruverndarsjónarmiðum að nota tímann til að móta rammaáætlun um náttúruvernd, þar sem ákveðið er hvaða svæði megi nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að vernda. Þegar áherslur og þarfir breytast höfum við þá lokið forgangsröðun í þágu náttúrunnar og búið í haginn fyrir skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda okkar til lengri tíma litið. Það verður aldrei sátt um að við nýtum ekki auðlindir okkar. Fólk um allt land vill bæta lífskjör sín og efla atvinnulíf. Til þess verðum við að geta nýtt orkuauðlindir okkar með skynsamlegum hætti án þess að ganga á mikilvæg náttúrugæði eða ganga á hagsmuni annarra atvinnugreina. Þannig leggjum við grunn að fjölþættri atvinnustefnu sem nýtist okkur öllum og tryggir tækifæri fyrir alla. Þannig vill Samfylkingin vinna. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er einn flokka um að hafa lagt fram heildstæða stefnu um náttúruvernd og auðlindanýtingu, Fagra Ísland. Samfylkingin hefur líka lagt fram verðlaunatillögur um eflingu sprotafyrirtækja og uppbyggingu hátækniiðnaðar. Það er engin tilviljun. Samfylkingin er stór jafnaðarflokkur og þar rúmast fjölbreytt viðhorf. Það er helsti styrkur Fagra Íslands. Fyrst okkur tókst í Samfylkingunni að móta stefnu sem leggur grunn jafnt að náttúruvernd og auðlindanýtingu er ljóst að þjóðin getur náð slíkri sátt. Við munum áfram þurfa að nýta orkuauðlindir okkar til verðmætasköpunar, eins og aðrar auðlindir. Þekking okkar á endurnýjanlegri orku er að verða verðmæt útflutningsvara. Nýir nýtingarkostir geta komið upp og kaupendur á borð við framleiðendur sólarrafhlaðna hafa þegar sýnt íslenskri orku áhuga. Allt mælir með því að staldra nú við í byggingu frekari stórvirkjana og álvera. Ofþensla í efnahagslífinu og tröllauknir stýrivextir kalla á efnahagslegt aðlögunarferli til að forðast kollsteypur. Frekari stóriðjuuppbygging við núverandi efnahagsaðstæður myndi gera stöðu samkeppnisgreina enn erfiðari en nú er, sérstaklega á landsbyggðinni. Brýnt er út frá náttúruverndarsjónarmiðum að nota tímann til að móta rammaáætlun um náttúruvernd, þar sem ákveðið er hvaða svæði megi nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að vernda. Þegar áherslur og þarfir breytast höfum við þá lokið forgangsröðun í þágu náttúrunnar og búið í haginn fyrir skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda okkar til lengri tíma litið. Það verður aldrei sátt um að við nýtum ekki auðlindir okkar. Fólk um allt land vill bæta lífskjör sín og efla atvinnulíf. Til þess verðum við að geta nýtt orkuauðlindir okkar með skynsamlegum hætti án þess að ganga á mikilvæg náttúrugæði eða ganga á hagsmuni annarra atvinnugreina. Þannig leggjum við grunn að fjölþættri atvinnustefnu sem nýtist okkur öllum og tryggir tækifæri fyrir alla. Þannig vill Samfylkingin vinna. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun