Niðurgreiðslur á raforkuverði Jón Sigurðsson skrifar 2. apríl 2007 05:00 Fyrir ber að frásagnir fjölmiðla snarskekkja upplýsingar um það efni sem greina átti frá. Fyrir nokkrum dögum var því lýst á ársfundi Orkustofnunar á Akureyri að álitamál sé hve miklar niðurgreiðslur eigi að vera á raforkuverði í dreifbýli andspænis möguleikum til þess að auka orkusparnað með umbótum á húsnæði. Ríkisútvarpið skýrði frá þessu með þeim hætti að allmargir skildu sem svo að sú stefna hafi verið tekin að draga mjög úr eða jafnvel fella niður allar niðurgreiðslur á raforkuverði í dreifbýlinu. Þetta er fjarri öllu lagi. Á þessu ári verður varið tæpum 1.100 milljónum króna til niðurgreiðslna og tengdra verkefna. Á síðasta ári var tæpum milljarði króna varið í sama skyni. Auk niðurgreiðslna er meðal annars um að ræða framlög til stofnkostnaðar hitaveitna, framlög til orkusparnaðar og húsaviðgerða og fleira. Mikið hefur verið rætt um að orkukostnaður í dreifbýlinu hafi hækkað verulega síðustu tvö til þrjú ár, eftir að nýskipan raforkumála var komið á. Yfirlit frá Rarik bendir ekki til þess að þetta eigi sér stoð í veruleikanum. Miklu fleiri njóta sambærilegs verðs eða 5-15 % lækkunar í raunverði á tímanum frá 2004 heldur en þeir sem hafa þurft að taka á sig hækkanir. Þær hækkanir sem þó hafa orðið eru hjá flestum innan við 15 % á þessum tíma. Greining á ástæðum verðhækkana á raforku í dreifbýli á þessum sama tíma leiðir ekki til þess að sömu ástæður finnist hjá öllum eða flestum þeim sem hafa orðið fyrir hækkunum. Svo virðist sem einkum sé um atviksbundnar hækkanir að ræða. Í þessu efni ber að hafa í huga að það getur skipt máli meðal annars hvort um er að ræða vel einangruð hús eða ekki, og einnig ber að hafa í huga að niðurgreiðslur eiga aðeins við um íbúðarhúsnæði. Nauðsynlegt er að vanda greiningu slíkra ástæðna og velja af kostngæfni þau úrræði sem koma til greina í hverju atviki. En sú stefna ríkisstjórnarinnar liggur alveg fyrir að mæta þörfum fólksins í dreifbýlinu með niðurgreiðslum og aðstoð við hitaveitur og einnig við viðgerðir á húsnæði. Höfundur er viðskipta- og iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ber að frásagnir fjölmiðla snarskekkja upplýsingar um það efni sem greina átti frá. Fyrir nokkrum dögum var því lýst á ársfundi Orkustofnunar á Akureyri að álitamál sé hve miklar niðurgreiðslur eigi að vera á raforkuverði í dreifbýli andspænis möguleikum til þess að auka orkusparnað með umbótum á húsnæði. Ríkisútvarpið skýrði frá þessu með þeim hætti að allmargir skildu sem svo að sú stefna hafi verið tekin að draga mjög úr eða jafnvel fella niður allar niðurgreiðslur á raforkuverði í dreifbýlinu. Þetta er fjarri öllu lagi. Á þessu ári verður varið tæpum 1.100 milljónum króna til niðurgreiðslna og tengdra verkefna. Á síðasta ári var tæpum milljarði króna varið í sama skyni. Auk niðurgreiðslna er meðal annars um að ræða framlög til stofnkostnaðar hitaveitna, framlög til orkusparnaðar og húsaviðgerða og fleira. Mikið hefur verið rætt um að orkukostnaður í dreifbýlinu hafi hækkað verulega síðustu tvö til þrjú ár, eftir að nýskipan raforkumála var komið á. Yfirlit frá Rarik bendir ekki til þess að þetta eigi sér stoð í veruleikanum. Miklu fleiri njóta sambærilegs verðs eða 5-15 % lækkunar í raunverði á tímanum frá 2004 heldur en þeir sem hafa þurft að taka á sig hækkanir. Þær hækkanir sem þó hafa orðið eru hjá flestum innan við 15 % á þessum tíma. Greining á ástæðum verðhækkana á raforku í dreifbýli á þessum sama tíma leiðir ekki til þess að sömu ástæður finnist hjá öllum eða flestum þeim sem hafa orðið fyrir hækkunum. Svo virðist sem einkum sé um atviksbundnar hækkanir að ræða. Í þessu efni ber að hafa í huga að það getur skipt máli meðal annars hvort um er að ræða vel einangruð hús eða ekki, og einnig ber að hafa í huga að niðurgreiðslur eiga aðeins við um íbúðarhúsnæði. Nauðsynlegt er að vanda greiningu slíkra ástæðna og velja af kostngæfni þau úrræði sem koma til greina í hverju atviki. En sú stefna ríkisstjórnarinnar liggur alveg fyrir að mæta þörfum fólksins í dreifbýlinu með niðurgreiðslum og aðstoð við hitaveitur og einnig við viðgerðir á húsnæði. Höfundur er viðskipta- og iðnaðarráðherra.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun