Mun sitja áfram með Njarðvíkingum 14. apríl 2007 00:01 Óskar Örn, knattspyrnumaður úr KR, sést hér í grænröndótta bolnum í stúkunni á fimmtudag að klappa fyrir Njarðvíkingum. MYND/anton Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum KR á leik liðsins gegn Njarðvík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðningsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. „Þetta voru engin leiðindi hjá þeim. Þetta var allt innan siðsamlegra marka og bara léttar „kyndingar“, bara gaman að því,“ sagði Óskar Örn léttur en hann mætti í grænröndóttum bol með hvítu og svörtu á völlinn. Fatavalið var meðvitað hjá knattspyrnumanninum í ljósi umræðunnar. „Ég var samt rólegri í stúkunni nú en oft áður á þessum leik.“ Óskar Örn lék lengi vel með Njarðvík í körfuboltanum og þótti mjög efnilegur á sínum tíma. Hann er nánast alinn upp í Ljónagryfjunni í Njarðvík enda hefur móðir hans unnið þar í átján ár. „Ég er harður Njarðvíkingur í körfunni og það breytist ekkert. Ég sit KR-megin á öllum körfuboltaleikjum nema gegn Njarðvík,“ sagði Óskar Örn. Félagar hans í fótboltaliðinu höfðu strítt honum fyrr um daginn með því að líma klósettpappír á skápinn hans sem á stóð „Svikari“. Allt í gamni gert og mikið hlegið þegar Óskar kom inn í búningsklefann og sá miðann. Hann er enn á skápnum. „Ég mætti svo 40 mínútum fyrir leik og strákarnir í stúkunni byrjuðu fljótlega að syngja Óskar í Njarðvík og svona. Ég hafði bara gaman af þessu þar sem þetta var ekkert rætið,“ sagði Óskar, sem var aldrei í vafa um að mæta á völlinn. „Ég hlakkaði bara til að mæta. Var ekkert stressaður. Ég vissi samt ekki alveg við hverju var að búast en átti svo sem von á einhverju. Vissi að búið var að ræða málið á netinu til að mynda. Ég mun mæta í næsta leik ef ég get mætt og sitja Njarðvíkurmegin. Þetta er bara gaman og verður það áfram,“ sagði Óskar Örn, sem hefur ekki spáð meir í fataval á næstu leikjum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum KR á leik liðsins gegn Njarðvík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðningsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. „Þetta voru engin leiðindi hjá þeim. Þetta var allt innan siðsamlegra marka og bara léttar „kyndingar“, bara gaman að því,“ sagði Óskar Örn léttur en hann mætti í grænröndóttum bol með hvítu og svörtu á völlinn. Fatavalið var meðvitað hjá knattspyrnumanninum í ljósi umræðunnar. „Ég var samt rólegri í stúkunni nú en oft áður á þessum leik.“ Óskar Örn lék lengi vel með Njarðvík í körfuboltanum og þótti mjög efnilegur á sínum tíma. Hann er nánast alinn upp í Ljónagryfjunni í Njarðvík enda hefur móðir hans unnið þar í átján ár. „Ég er harður Njarðvíkingur í körfunni og það breytist ekkert. Ég sit KR-megin á öllum körfuboltaleikjum nema gegn Njarðvík,“ sagði Óskar Örn. Félagar hans í fótboltaliðinu höfðu strítt honum fyrr um daginn með því að líma klósettpappír á skápinn hans sem á stóð „Svikari“. Allt í gamni gert og mikið hlegið þegar Óskar kom inn í búningsklefann og sá miðann. Hann er enn á skápnum. „Ég mætti svo 40 mínútum fyrir leik og strákarnir í stúkunni byrjuðu fljótlega að syngja Óskar í Njarðvík og svona. Ég hafði bara gaman af þessu þar sem þetta var ekkert rætið,“ sagði Óskar, sem var aldrei í vafa um að mæta á völlinn. „Ég hlakkaði bara til að mæta. Var ekkert stressaður. Ég vissi samt ekki alveg við hverju var að búast en átti svo sem von á einhverju. Vissi að búið var að ræða málið á netinu til að mynda. Ég mun mæta í næsta leik ef ég get mætt og sitja Njarðvíkurmegin. Þetta er bara gaman og verður það áfram,“ sagði Óskar Örn, sem hefur ekki spáð meir í fataval á næstu leikjum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik