Þriðjungur vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf 16. apríl 2007 06:45 Aðeins fleiri segjast nú, en í lok mars, vilja sjá áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningarnar 12. maí. Nú segjast 34,8 prósent vilja að stjórnarsamstarfið haldi, en 24. mars sögðust 30,2 prósent vilja að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf eykst meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins og segjast nú 91,7 prósent þeirra vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar. Hinn 24. mars sögðust 89,2 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokks vilja slíkt samstarf. Aðeins færri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja nú áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk, 57,8 prósent segjast vilja slíkt samstarf, en stuðningurinn var 62,1 prósent í mars. Þá hefur stuðningur við áframhaldandi samstarf aukist lítillega meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nú segjast 33,3 prósent þeirra vilja áframhaldandi stjórn, en í síðasta mánuði var hlutfallið 29,1 prósent. Í síðustu könnun blaðsins voru það jafnframt 30,2 prósent sem sögðust vilja stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað nokkuð og segjast nú 22,2 prósent vilja tveggja flokka vinstri stjórn. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað bæði meðal stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Í mars sögðust 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum. Nú er hlutfallið 55,4 prósent. Þá sögðust 70,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja samstarf við Samfylkingu í mars. Nú segjast 60,6 prósent þeirra vilja slíkt samstarf. Hlutfall þeirra sem styðja Samfylkingu eða Vinstri græn og vilja samstarf síns flokks við Sjálfstæðisflokk hefur hins vegar aukist frá því í mars. Um fjórðungur stuðningsfólks Samfylkingar og Vinstri grænna vill nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Áhuginn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks virðist þó meiri fyrir samstarfi við Vinstri græn en Samfylkingu. 20,5 prósent sjálfstæðismanna segjast vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum en 8,1 prósent þeirra vill sjá ríkisstjórn með Samfylkingu. Alls segjast 15,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en 9,2 prósent vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Stuðningur við Kaffibandalagið svokallaða, Frjálslynda flokkinn, Samfylkingu og Vinstri græn, dalar enn og segjast nú einugis 3,8 prósent vilja slíka stjórn. Meirihluti þeirra sem segjast vilja slíka stjórn segist myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Stuðningur við aðra ríkisstjórnarkosti er rétt um prósentustig eða minna. Þó segjast um tvö prósent vilja meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? og tóku 58,5 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. 35,5 prósent sögðust óákveðin og 6,0 prósent neituðu að svara. Kosningar 2007 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Aðeins fleiri segjast nú, en í lok mars, vilja sjá áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningarnar 12. maí. Nú segjast 34,8 prósent vilja að stjórnarsamstarfið haldi, en 24. mars sögðust 30,2 prósent vilja að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf eykst meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins og segjast nú 91,7 prósent þeirra vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar. Hinn 24. mars sögðust 89,2 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokks vilja slíkt samstarf. Aðeins færri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja nú áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk, 57,8 prósent segjast vilja slíkt samstarf, en stuðningurinn var 62,1 prósent í mars. Þá hefur stuðningur við áframhaldandi samstarf aukist lítillega meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nú segjast 33,3 prósent þeirra vilja áframhaldandi stjórn, en í síðasta mánuði var hlutfallið 29,1 prósent. Í síðustu könnun blaðsins voru það jafnframt 30,2 prósent sem sögðust vilja stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað nokkuð og segjast nú 22,2 prósent vilja tveggja flokka vinstri stjórn. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað bæði meðal stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Í mars sögðust 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum. Nú er hlutfallið 55,4 prósent. Þá sögðust 70,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja samstarf við Samfylkingu í mars. Nú segjast 60,6 prósent þeirra vilja slíkt samstarf. Hlutfall þeirra sem styðja Samfylkingu eða Vinstri græn og vilja samstarf síns flokks við Sjálfstæðisflokk hefur hins vegar aukist frá því í mars. Um fjórðungur stuðningsfólks Samfylkingar og Vinstri grænna vill nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Áhuginn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks virðist þó meiri fyrir samstarfi við Vinstri græn en Samfylkingu. 20,5 prósent sjálfstæðismanna segjast vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum en 8,1 prósent þeirra vill sjá ríkisstjórn með Samfylkingu. Alls segjast 15,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en 9,2 prósent vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Stuðningur við Kaffibandalagið svokallaða, Frjálslynda flokkinn, Samfylkingu og Vinstri græn, dalar enn og segjast nú einugis 3,8 prósent vilja slíka stjórn. Meirihluti þeirra sem segjast vilja slíka stjórn segist myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Stuðningur við aðra ríkisstjórnarkosti er rétt um prósentustig eða minna. Þó segjast um tvö prósent vilja meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? og tóku 58,5 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. 35,5 prósent sögðust óákveðin og 6,0 prósent neituðu að svara.
Kosningar 2007 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira