Stórkostleg sókn í menntamálum Þorgerður katrín gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2007 05:30 Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun menntamála á Íslandi á undanförnum árum. Á örskömmum tíma hefur Ísland siglt fram úr nær öllum öðrum þjóðum þegar kemur að sókn ungmenna í menntun. Nú er svo komið að engin önnur þjóð ver hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til menntamála en Íslendingar. Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla. Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum. Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám. Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós. l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%. l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%. l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%. l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%. Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót. Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám. Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir. Höfundur er menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun menntamála á Íslandi á undanförnum árum. Á örskömmum tíma hefur Ísland siglt fram úr nær öllum öðrum þjóðum þegar kemur að sókn ungmenna í menntun. Nú er svo komið að engin önnur þjóð ver hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til menntamála en Íslendingar. Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla. Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum. Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám. Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós. l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%. l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%. l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%. l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%. Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót. Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám. Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir. Höfundur er menntamálaráðherra.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun