Innistæðulaust kaupmáttargort Árni Páll Árnason skrifar 7. maí 2007 00:01 Ríkisstjórnarflokkarnir hafa á undanförnum árum snúið baki við stöðugleika og ýtt með ábyrgðarlausum hætti undir ofþenslu í efnahagslífi. Afleiðingin er 8% verðbólga, 27% viðskiptahalli og 14% stýrivextir. Í fálmkenndri vörn hafa stjórnarflokkarnir leitast við að réttlæta óstöðugleikann með því að vísa til þess að kaupmáttur hafi vaxið svo mikið. Í því samhengi hafa þeir bent á að kaupmáttur hafi vaxið um nærri 60% á 10 árum. Röksemdin virðist vera sú að óstöðugleikinn sé fórnarkostnaður sem réttlætanlegt sé að fella á heimilin í landinu til að tryggja óvenjumikinn kaupmátt. Fyrir það fyrsta er kaupmáttur sem fenginn er við svona aðstæður ótryggur í eðli sínu. Um það vitna gengisfellingahrinur og óðaverðbólguskeið undanfarinna áratuga, sem einatt komu í kjölfar mikillar kaupmáttaraukningar. Einu sinni hafði Sjálfstæðisflokkurinn til þess metnað að tryggja stöðugan og sjálfbæran hagvöxt. Sá tími er greinilega liðinn. Í annan stað hefur verið sýnt fram á að þessum ávinningi hafi verið gríðarlega misskipt. Kaupmáttaraukningin var mest hjá þeim 10% sem mest höfðu fyrir, eða 120% og minnst hjá þeim 20% sem minnst höfðu fyrir, eða 30%. Í þriðja lagi er svo ljóst að meðaltalskaupmáttaraukningin var ekkert óvenjuleg. Í ráðstöfunaruppgjöri heimilageirans, sem Hagstofan gaf út 16. apríl sl. kemur fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 56% milli áranna 1994 og 2005. Hækkun kaupmáttar upp á 56% á 11 árum jafngildir árlegri hækkun upp á 4,1%. Eins og taflan hér að neðan sýnir er þessi hækkun ekki óvenju mikil í sögulegu samhengi. Svipuð eða meira hækkun var til að mynda á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum. Kaupmáttaraukningin var hins vegar tiltölulega lítil frá því síðla á níunda áratugnum og fram til aldamóta. Mikilvæg skýring á mikilli hækkun kaupmáttar síðustu 11 ára er að í upphafi tímabilsins var mikil umframafkastageta í hagkerfinu í kjölfar langvarandi samdráttarskeiðs. Í ofanálag er mikil framleiðsluspenna, eða landsframleiðsla umfram framleiðslugetu hagkerfisins, í lok tímabilsins. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands var spennan um 4,9% af landsframleiðslu árið 2005 en slakinn árið 1994 var metinn um 2,1%. Ef gert er ráð fyrir að hlutdeild launa í landsframleiðslu sé stöðug má gera ráð fyrir að þetta samsvari að kaupmáttaraukningin á tímabilinu sé ofmetin um u.þ.b. 7,2% miðað við líklega þróun kaupmáttar ef jafnvægi hefði ríkt í upphafi og við lok tímabilsins. Að teknu tilliti til þessara áhrif umreiknast árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann í 3,47%. Meðaltal kaupmáttaraukninga árin 1950-2000 var 3,4%. Kaupmáttur hefur vissulega verið ágætur síðustu 11 árin og því ber að fagna. Kaupmáttarþróunin er þó ekkert sérlega markverð í sögulegu samhengi og þegar tekið er tillit til framleiðsluspennu kemur í ljós að hún er í meðallagi. Það er ekkert við kaupmáttaraukningu undanfarinna ára sem réttlætir þá alvarlegu aðför að hagsmunum almenns launafólks sem felst í viðvarandi verðbólgu, ofurvöxtum og viðskiptahalla. Metnaðarlausir og huglausir ríkisstjórnarflokkar verða að finna sér eitthvað annað fíkjulauf að skýla sér bakvið. Árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna eftir áratugumTímabil - Meðalhækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann1951-1960 - 4,0% 1961-1970 - 4,8% 1971-1980 - 5,3% 1981-1990 - 1,5% 1991-2000 - 1,7% 1951-2000 - 3,4% 1994-2005 - 4,1% 1994-2005 - leiðrétt fyrir framleiðsluspennu 3,47%* Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa á undanförnum árum snúið baki við stöðugleika og ýtt með ábyrgðarlausum hætti undir ofþenslu í efnahagslífi. Afleiðingin er 8% verðbólga, 27% viðskiptahalli og 14% stýrivextir. Í fálmkenndri vörn hafa stjórnarflokkarnir leitast við að réttlæta óstöðugleikann með því að vísa til þess að kaupmáttur hafi vaxið svo mikið. Í því samhengi hafa þeir bent á að kaupmáttur hafi vaxið um nærri 60% á 10 árum. Röksemdin virðist vera sú að óstöðugleikinn sé fórnarkostnaður sem réttlætanlegt sé að fella á heimilin í landinu til að tryggja óvenjumikinn kaupmátt. Fyrir það fyrsta er kaupmáttur sem fenginn er við svona aðstæður ótryggur í eðli sínu. Um það vitna gengisfellingahrinur og óðaverðbólguskeið undanfarinna áratuga, sem einatt komu í kjölfar mikillar kaupmáttaraukningar. Einu sinni hafði Sjálfstæðisflokkurinn til þess metnað að tryggja stöðugan og sjálfbæran hagvöxt. Sá tími er greinilega liðinn. Í annan stað hefur verið sýnt fram á að þessum ávinningi hafi verið gríðarlega misskipt. Kaupmáttaraukningin var mest hjá þeim 10% sem mest höfðu fyrir, eða 120% og minnst hjá þeim 20% sem minnst höfðu fyrir, eða 30%. Í þriðja lagi er svo ljóst að meðaltalskaupmáttaraukningin var ekkert óvenjuleg. Í ráðstöfunaruppgjöri heimilageirans, sem Hagstofan gaf út 16. apríl sl. kemur fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 56% milli áranna 1994 og 2005. Hækkun kaupmáttar upp á 56% á 11 árum jafngildir árlegri hækkun upp á 4,1%. Eins og taflan hér að neðan sýnir er þessi hækkun ekki óvenju mikil í sögulegu samhengi. Svipuð eða meira hækkun var til að mynda á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum. Kaupmáttaraukningin var hins vegar tiltölulega lítil frá því síðla á níunda áratugnum og fram til aldamóta. Mikilvæg skýring á mikilli hækkun kaupmáttar síðustu 11 ára er að í upphafi tímabilsins var mikil umframafkastageta í hagkerfinu í kjölfar langvarandi samdráttarskeiðs. Í ofanálag er mikil framleiðsluspenna, eða landsframleiðsla umfram framleiðslugetu hagkerfisins, í lok tímabilsins. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands var spennan um 4,9% af landsframleiðslu árið 2005 en slakinn árið 1994 var metinn um 2,1%. Ef gert er ráð fyrir að hlutdeild launa í landsframleiðslu sé stöðug má gera ráð fyrir að þetta samsvari að kaupmáttaraukningin á tímabilinu sé ofmetin um u.þ.b. 7,2% miðað við líklega þróun kaupmáttar ef jafnvægi hefði ríkt í upphafi og við lok tímabilsins. Að teknu tilliti til þessara áhrif umreiknast árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann í 3,47%. Meðaltal kaupmáttaraukninga árin 1950-2000 var 3,4%. Kaupmáttur hefur vissulega verið ágætur síðustu 11 árin og því ber að fagna. Kaupmáttarþróunin er þó ekkert sérlega markverð í sögulegu samhengi og þegar tekið er tillit til framleiðsluspennu kemur í ljós að hún er í meðallagi. Það er ekkert við kaupmáttaraukningu undanfarinna ára sem réttlætir þá alvarlegu aðför að hagsmunum almenns launafólks sem felst í viðvarandi verðbólgu, ofurvöxtum og viðskiptahalla. Metnaðarlausir og huglausir ríkisstjórnarflokkar verða að finna sér eitthvað annað fíkjulauf að skýla sér bakvið. Árleg hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna eftir áratugumTímabil - Meðalhækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann1951-1960 - 4,0% 1961-1970 - 4,8% 1971-1980 - 5,3% 1981-1990 - 1,5% 1991-2000 - 1,7% 1951-2000 - 3,4% 1994-2005 - 4,1% 1994-2005 - leiðrétt fyrir framleiðsluspennu 3,47%* Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun