Kvöldmessa og vorhátíð 12. maí 2007 11:30 Suðrænir tónar auðga íslenska messu Þjóðlagatónlist frá Norður-Argentínu, Bólivíu og suðrænir sálmar í síðustu kvöldmessu vetrarins. Síðasta kvöldmessa vetrarins í Laugarneskirkju verður flutt annað kvöld að lokinni vorhátíð safnaðarins. Þar verður flutt Misa criolla, argentínsk messa eftir Ariel Ramírez, í stað hefðbundinna messuliða og auk þess sungnir suðrænir sálmar til þess að æsa upp sumarskapið. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista; einsöngvarar verða Guðlaugur Viktorsson og Örn Arnarson. Tómas R. Einarsson spilar á kontrabassa, Matthías M.D. Hemstock á slagverk og Ómar Guðjónsson á gítara og mandólín. Það er tólf ára hefð fyrir slíkum kvöldmessum í Laugarneskirkju en þær byrjuðu 1995. Í aldanna rás hefur verið vinsælt meðal tónskálda að færa messuliði klassískrar messu í fjölskrúðugri búning og gera úr þeim sjálfstæð tónverk. Hér má segja að hlutunum sé snúið við og Misa criolla notuð til að auðga hefðbundna íslenska messu og fylla hana af suðrænni angan, birtu og yl. Tónlistin við messuliðina er þjóðlagatónlist frá sveitum Norður-Argentínu og Bólivíu en sveitatónlistin sker sig að nokkru leyti frá tónlist borganna þar sem tangóinn átti mestu fylgi að fagna. Sem fyrr segir eru allir sálmar kvöldmessunnar auk þess ættaðir frá Suður-Ameríku eða hafa verið þýddir úr spænsku. Messan hefst kl. 20. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Síðasta kvöldmessa vetrarins í Laugarneskirkju verður flutt annað kvöld að lokinni vorhátíð safnaðarins. Þar verður flutt Misa criolla, argentínsk messa eftir Ariel Ramírez, í stað hefðbundinna messuliða og auk þess sungnir suðrænir sálmar til þess að æsa upp sumarskapið. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista; einsöngvarar verða Guðlaugur Viktorsson og Örn Arnarson. Tómas R. Einarsson spilar á kontrabassa, Matthías M.D. Hemstock á slagverk og Ómar Guðjónsson á gítara og mandólín. Það er tólf ára hefð fyrir slíkum kvöldmessum í Laugarneskirkju en þær byrjuðu 1995. Í aldanna rás hefur verið vinsælt meðal tónskálda að færa messuliði klassískrar messu í fjölskrúðugri búning og gera úr þeim sjálfstæð tónverk. Hér má segja að hlutunum sé snúið við og Misa criolla notuð til að auðga hefðbundna íslenska messu og fylla hana af suðrænni angan, birtu og yl. Tónlistin við messuliðina er þjóðlagatónlist frá sveitum Norður-Argentínu og Bólivíu en sveitatónlistin sker sig að nokkru leyti frá tónlist borganna þar sem tangóinn átti mestu fylgi að fagna. Sem fyrr segir eru allir sálmar kvöldmessunnar auk þess ættaðir frá Suður-Ameríku eða hafa verið þýddir úr spænsku. Messan hefst kl. 20.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp