Silvía Nótt seld til Svíþjóðar 17. maí 2007 10:15 Tilboð hefur borist frá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 um sýningar á þættinum. Hópnum sem stendur að baki Silvíu Nótt hefur borist tilboð frá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 en hún er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin þar í landi. Gaukur Úlfarsson, leikstjóri þáttanna, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði þetta vissulega mikil gleðitíðindi. Um er að ræða Eurovision-seríuna sem sýnd var á Skjá einum og segir Gaukur að þessi útrás hafi alltaf verið í spilunum. „Þættirnir voru fyrst og fremst hugsaðir fyrir útlönd,“ segir hann og viðurkennir að þetta sé mjög gott tilboð þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort eigi að taka því. Hann segir hópinn enn ætla að bíða frá tilboði tónlistarstöðvarinnar MTV sem hafi sýnt Silvíu áhuga. Að sögn Gauks gæti þetta haft í för með sér mikla kynningu fyrir geisladiskinn Goldmine auk þess sem sjónvarpsstöðin hyggst gefa út DVD-mynddisk með þáttunum. Gaukur upplýsir að ef af verði fari þátturinn í loftið strax í haust. „Þetta auðveldar okkur líka framhaldið því um leið og fyrsta salan er komin í hús opnast um leið nýjar dyr,“ segir Gaukur og því virðist Silvíu Nætur-ævintýrinu hvergi nærri lokið. Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hópnum sem stendur að baki Silvíu Nótt hefur borist tilboð frá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 en hún er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin þar í landi. Gaukur Úlfarsson, leikstjóri þáttanna, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði þetta vissulega mikil gleðitíðindi. Um er að ræða Eurovision-seríuna sem sýnd var á Skjá einum og segir Gaukur að þessi útrás hafi alltaf verið í spilunum. „Þættirnir voru fyrst og fremst hugsaðir fyrir útlönd,“ segir hann og viðurkennir að þetta sé mjög gott tilboð þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort eigi að taka því. Hann segir hópinn enn ætla að bíða frá tilboði tónlistarstöðvarinnar MTV sem hafi sýnt Silvíu áhuga. Að sögn Gauks gæti þetta haft í för með sér mikla kynningu fyrir geisladiskinn Goldmine auk þess sem sjónvarpsstöðin hyggst gefa út DVD-mynddisk með þáttunum. Gaukur upplýsir að ef af verði fari þátturinn í loftið strax í haust. „Þetta auðveldar okkur líka framhaldið því um leið og fyrsta salan er komin í hús opnast um leið nýjar dyr,“ segir Gaukur og því virðist Silvíu Nætur-ævintýrinu hvergi nærri lokið.
Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira