Sautján ára söngdrottning 26. maí 2007 16:00 Hin sautján ára Jordin Sparks var valin sigurvegari American Idol. MYND/AFP Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. Sparks segist hafa fylgst með American Idol síðan hún var tólf ára og strax þá var hún ákveðin í að ná langt í þættinum. „Ég hef reynt að gera sífellt betur í hverri viku,“ sagði Sparks um Idol-ævintýrið. „Eftir að ég söng lögin mín hugsaði ég hvernig ég gæti staðið mig álíka vel eða betur.“ Bæði Sparks og Lewis sungu lagið This Is My Now sem var valið til flutnings í nýrri lagakeppni á netinu. Var dómarinn Simon Cowell hæstánægður með frammistöðu Sparks. Stóð val áhorfenda á endanum á milli þess að velja betri söngvarann, Sparks, eða betri skemmtikraft, Lewis, og voru áhorfendur, sem greiddu 74 milljónir atkvæða, á endanum hrifnari af Sparks. Hlaut hún að launum plötusamning fyrir sigurinn og líklega mun Lewis feta í fótspor hennar. Á meðal þeirra sem komu fram á úrslitakvöldinu voru þekkt nöfn á borð við Gwen Stefani, Smokey Robinson, Tony Bennett, Bette Midler og Green Day. Eldri sigurvegarar úr Idol á borð við Rubin Studdard og Kelly Clarkson stigu einnig á svið og skemmtu áhorfendum. „Hún er frábær söngkona,“ sagði Robinson um Sparks. „Hún syngur svo vel að það er erfitt að trúa því að hún sé sautján ára. Að syngja svona þyrftirðu að hafa lifað í langan tíma. Hún er gömul sál.“ Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. Sparks segist hafa fylgst með American Idol síðan hún var tólf ára og strax þá var hún ákveðin í að ná langt í þættinum. „Ég hef reynt að gera sífellt betur í hverri viku,“ sagði Sparks um Idol-ævintýrið. „Eftir að ég söng lögin mín hugsaði ég hvernig ég gæti staðið mig álíka vel eða betur.“ Bæði Sparks og Lewis sungu lagið This Is My Now sem var valið til flutnings í nýrri lagakeppni á netinu. Var dómarinn Simon Cowell hæstánægður með frammistöðu Sparks. Stóð val áhorfenda á endanum á milli þess að velja betri söngvarann, Sparks, eða betri skemmtikraft, Lewis, og voru áhorfendur, sem greiddu 74 milljónir atkvæða, á endanum hrifnari af Sparks. Hlaut hún að launum plötusamning fyrir sigurinn og líklega mun Lewis feta í fótspor hennar. Á meðal þeirra sem komu fram á úrslitakvöldinu voru þekkt nöfn á borð við Gwen Stefani, Smokey Robinson, Tony Bennett, Bette Midler og Green Day. Eldri sigurvegarar úr Idol á borð við Rubin Studdard og Kelly Clarkson stigu einnig á svið og skemmtu áhorfendum. „Hún er frábær söngkona,“ sagði Robinson um Sparks. „Hún syngur svo vel að það er erfitt að trúa því að hún sé sautján ára. Að syngja svona þyrftirðu að hafa lifað í langan tíma. Hún er gömul sál.“
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira