Að virkja ábyrgð Íslendinga 12. júní 2007 06:00 Þar til fyrir tólf árum var í stjórnarskrá Íslands að finna ákvæði, þar sem „sérhverjum vopnfærum manni" var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauðsyn krefði. Ákvæðið var fellt út úr stjórnarskránni um leið og mannréttindakafli hennar var endurskoðaður með þeim rökum að það væri tímaskekkja, enda hefði það í þau 120 ár sem það var í gildi aldrei fengið praktíska þýðingu. Eftir að landið varð herlaust á ný síðastliðið haust má segja að Íslendingar séu að vakna til vitundar um að höfuðábyrgðina á öryggi og vörnum landsins bera landsmenn sjálfir, þótt enginn sé hér herinn til að árétta fullveldisyfirráð þjóðarinnar í hinni stóru lögsögu landsins til láðs og lagar og í lofti. Það er því hægt að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum sjálfstæðum ríkjum. Nánasta frændþjóð okkar - fyrir utan Færeyinga sem eru jú ekki fullvalda - heldur ekki bara úti atvinnu- og herskylduher, heldur heilu kerfi sem byggir á ábyrgð hvers og eins landsmanns á því að taka þátt í vörnum landsins. Í Noregi er auk hersins heimavarnarliðið, sem er varalið hersins, fær herþjálfun og liðsmenn þess geyma vopn sín heima og eiga að vera tilbúnir til útkalls með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þar Sivilforsvaret, sem eru eins konar almannavarnasveitir sem hægt er að skylda alla þegna landsins á aldrinum 18 til 65 ára til þátttöku í. Auk þessara þriggja stofnana - hersins, heimavarnar- og almannavarnaliðsins - eru til sjálfboðaliðabjörgunarsveitir svipað og á Íslandi. Að ógleymdri lögreglunni og strandgæzlunni, sem reyndar er hluti af sjóhernum. Vitanlega skýrist þetta víðtæka kerfi her- og borgaralegra varna í Noregi af sögunni. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var þessu kerfi komið á til að hámarka varnargetu landsins gegn erlendri innrás eins og þeirri sem yfir það skall árið 1940. Skorturinn á slíkum vörnum á Íslandi skýrist með sama hætti af sögunni - mjög fljótlega eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað dróst það inn í kalda stríðið, varð meðal stofnríkja NATO og samdi um að á landinu væri að staðaldri erlendur her. Heilar kynslóðir Íslendinga ólust upp við að um varnir landsins sæi hið erlenda herlið og því væri óþarfi að velta fyrir sér ábyrgð Íslendinga sjálfra á þeim. Hið herlausa Ísland reynir því um þessar mundir að hámarka gagnið sem það getur haft af aðildinni að NATO með því að semja við bandalagsþjóðirnar, sem einnig hafa eigin hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi, um eflt samstarf um öryggi og varnir á þessu svæði. En jafnvel það eflda samstarf sem nú hefur verið samið um við Norðmenn og Dani og kann að verða samið um við Breta og Kanadamenn - til viðbótar við samningana sem gerðir voru við Bandaríkin síðastliðið haust og snerta fyrst og fremst viðbúnað á hættutímum - kemur aldrei að fullu í staðinn fyrir eigin ábyrgð Íslendinga á daglegri áréttingu á fullveldisyfirráðum sínum yfir íslenzkri lögsögu. Þetta áréttingarhlutverk er nú að mestu í höndum Landhelgisgæzlunnar en einnig Tollgæzlunnar og lögreglunnar. Hvort það er nóg er eitthvað sem ríkisstjórnin - og Íslendingar almennt - þurfa að gera upp við sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
Þar til fyrir tólf árum var í stjórnarskrá Íslands að finna ákvæði, þar sem „sérhverjum vopnfærum manni" var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauðsyn krefði. Ákvæðið var fellt út úr stjórnarskránni um leið og mannréttindakafli hennar var endurskoðaður með þeim rökum að það væri tímaskekkja, enda hefði það í þau 120 ár sem það var í gildi aldrei fengið praktíska þýðingu. Eftir að landið varð herlaust á ný síðastliðið haust má segja að Íslendingar séu að vakna til vitundar um að höfuðábyrgðina á öryggi og vörnum landsins bera landsmenn sjálfir, þótt enginn sé hér herinn til að árétta fullveldisyfirráð þjóðarinnar í hinni stóru lögsögu landsins til láðs og lagar og í lofti. Það er því hægt að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum sjálfstæðum ríkjum. Nánasta frændþjóð okkar - fyrir utan Færeyinga sem eru jú ekki fullvalda - heldur ekki bara úti atvinnu- og herskylduher, heldur heilu kerfi sem byggir á ábyrgð hvers og eins landsmanns á því að taka þátt í vörnum landsins. Í Noregi er auk hersins heimavarnarliðið, sem er varalið hersins, fær herþjálfun og liðsmenn þess geyma vopn sín heima og eiga að vera tilbúnir til útkalls með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þar Sivilforsvaret, sem eru eins konar almannavarnasveitir sem hægt er að skylda alla þegna landsins á aldrinum 18 til 65 ára til þátttöku í. Auk þessara þriggja stofnana - hersins, heimavarnar- og almannavarnaliðsins - eru til sjálfboðaliðabjörgunarsveitir svipað og á Íslandi. Að ógleymdri lögreglunni og strandgæzlunni, sem reyndar er hluti af sjóhernum. Vitanlega skýrist þetta víðtæka kerfi her- og borgaralegra varna í Noregi af sögunni. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var þessu kerfi komið á til að hámarka varnargetu landsins gegn erlendri innrás eins og þeirri sem yfir það skall árið 1940. Skorturinn á slíkum vörnum á Íslandi skýrist með sama hætti af sögunni - mjög fljótlega eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað dróst það inn í kalda stríðið, varð meðal stofnríkja NATO og samdi um að á landinu væri að staðaldri erlendur her. Heilar kynslóðir Íslendinga ólust upp við að um varnir landsins sæi hið erlenda herlið og því væri óþarfi að velta fyrir sér ábyrgð Íslendinga sjálfra á þeim. Hið herlausa Ísland reynir því um þessar mundir að hámarka gagnið sem það getur haft af aðildinni að NATO með því að semja við bandalagsþjóðirnar, sem einnig hafa eigin hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi, um eflt samstarf um öryggi og varnir á þessu svæði. En jafnvel það eflda samstarf sem nú hefur verið samið um við Norðmenn og Dani og kann að verða samið um við Breta og Kanadamenn - til viðbótar við samningana sem gerðir voru við Bandaríkin síðastliðið haust og snerta fyrst og fremst viðbúnað á hættutímum - kemur aldrei að fullu í staðinn fyrir eigin ábyrgð Íslendinga á daglegri áréttingu á fullveldisyfirráðum sínum yfir íslenzkri lögsögu. Þetta áréttingarhlutverk er nú að mestu í höndum Landhelgisgæzlunnar en einnig Tollgæzlunnar og lögreglunnar. Hvort það er nóg er eitthvað sem ríkisstjórnin - og Íslendingar almennt - þurfa að gera upp við sig.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun