Tankurinn og bíllinn Hallgrímur Helgason skrifar 12. júní 2007 01:30 Örlögin sendu mig í búðir í leit að litlum ísskáp. Ég fann einn á 20.000 krónur. Ágætis græja á viðunandi verði. Á heimleið kom ég við í matvöruverslun og keypti inn fyrir helgina: Fjögurra daga skammt fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Pokarnir tveir plús bleijur og morgunkorn kostuðu 10.000 krónur. Samt nægði varningurinn ekki til að fylla nýja ísskápinn. Til þess hefði þurft aðra eins ferð. Fyrir tilviljun komst ég að því að á Íslandi okkar daga kostar jafn mikið að fylla ísskápinn og ísskápurinn sjálfur kostar. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um hátt matarverð á Íslandi? Raftæki – matvara 5 - 0Eitt sinn voru raftæki dýr á Íslandi. Í bernsku minni var talað um þvottavélar eins og nú er talað um jeppa. Uppþvottavélar voru aðeins til á allra bestu heildsalaheimilum. Við fengum okkar fyrstu árið sem ég tók bílpróf. Fólk skipti um ísskápa á tveggja kynslóða fresti. Stórir og feitir Buick-lagaðir stríðsára-ísskápar stóðu vaktina í fjölskyldueldhúsinu mann fram af manni eins og minnisvarðar um matinn hennar mömmu. Nú skokka menn í Elko og Byko og kaupa sér nýjan í hverri viku. Hann kostar lítið meir en matarkarfan. Á undanförnum árum hefur eitthvað gerst í verslun með raftæki hér á landi sem ekki hefur gerst í verslun með matvöru. Hvað það er nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja, en hin nöturlega niðurstaða er staðreynd engu að síður sú að ísskápurinn er orðinn jafn dýr og maturinn sem hann hýsir. Það kostar ísskáp að fylla ísskáp. Við eyðum andvirði tveggja lítilla ísskápa í matarinnkaup á hverjum mánuði. Senn hlýtur að koma að því að Bónus bjóði upp á áfylltan ísskáp í sellófani: Helgarpakkinn — með lambalæri, kjúklingi, grænmetiskörfu, fjórum lítrum af mjólk og tveimur af ís. Eitthvað myndu menn segja ef bensínverð væri svo hátt að það kostaði andvirði bílsins að fylla tankinn. "1.400.000 krónur" að fylla Skoda Octavia en "3.600.000" að fylla Honda CRV. Hvers vegna látum við þetta rugl viðgangast ár eftir ár á okkar annars góða landi? Hvenær ætlar einhver stjórnmálamaður, einhver stjórn, að taka á þessu af alvöru? Áfram fornöld – ekkert stoppNýr landbúnaðarmálaráðherra er greinilega ekki maðurinn. Hann vill engar breytingar á landbúnaðarkerfinu og tollaumhverfi þess, sem flestir hugsandi menn eru sammála um að nauðsynlegar séu til þess að ná matarverðinu niður. Búið er að semja við bændur, segir ráðherrann, og ekki hægt að rjúfa þá samnninga. Gallinn er bara sá að það er ALLTAF búið að semja við bændur. Í þessum málum eru ekki gerðar fimm ára áætlanir í stíl Stalíns heldur sjö ára áætlanir. Og sá síðasti þessara samninga var undirritaður sjö mínútum fyrir síðustu kosningar, af sjálfum höfuðdýrlingi hæsta matarverðs í heimi, Heilögum Guðna Ágústssyni, og manni sem enn er fjármálaráðherra en var eitt sinn með mér í brúarvinnu og ætti því að teljast jafnaldri minn, en gekk þarna í bland við tröllin og batt okkur í ullarhelsið til ársins 2014. "16.4 milljarðar til bænda fram til ársins 2014," hét það í fréttum. "Djöfull er ég orðin þreytt á að búa í landi sem eyðir meiru í sauðfé en menntun" voru viðbrögð einnar af landsins bestu bloggmeyja. Jafnvel þótt manns eigin kynslóð sé loks komin til valda breytir það engu. Nei, fornöldinni skal viðhaldið með samningum sem ná FRAM Á ÞARNÆSTA kjörtímabil. Hverjum dettur í hug að gera ráð fyrir óbreytanlegu kerfi til sjö ára í hvaða starfsgrein sem er á okkar hraðskreiðu tölvutíð? Hver tæki nú mark á "Samningi um niðurhal og innsendingarvernd í tölvusamskiptum" frá árinu 2000? Ísskápurinn hefur talað. Skilaboðin eru skýr. Verð á matvöru á Íslandi er alþjóðlegur brandari. Forvitnilegt væri að fá samanburðartölur úr öðrum löndum. Hvað kostar ísskápurinn á Indlandi og hvað kostar að fylla hann? Þetta gæti orðið hin nýja Big Mac-vísitala. Þó er greinilegt á öllu að verð á raftækjum er í takt við tímann en verð á matvöru er ennþá bundið við sísta hluta síðustu aldar. Hver ræður?Ný ríkisstjórn vakti hinsvegar vonir um að loks yrði gengið í málið. Sú von virðist þó ætla að dofna ansi fljótt eftir yfirlýsingar landbúnaðarráðherra, því á Íslandi virðast einstakir ráðherrar hafa meiri völd en sjálf ríkisstjórnin. Í hverju málinu á fætur öðru hafa ráðherrar haft uppi öndverðar skoðanir við stjórnarsáttmála eða samstarfsflokkinn. Landbúnaðarráðherra vill til dæmis halda óbreyttu landbúnaðarkerfi, í óþökk stjórnarsáttmála, líkt og hann vill sem sjávarútvegsráðherra halda áfram hvalveiðum í óþökk Samfylkingar. Og ríkisstjórnin þegir bara, líkt og ráðherrann ráði sínum málaflokki aleinn. Ráðherraræðið íslenska hlýtur að teljast einstætt í stjórnarháttum nútímans. Við höfum yfir okkur tólf litla forsætisráðherra sem saman mynda eitt rammflókið og samsett lénsveldi þar sem yfirráðasvæðin eru ekki bundin við landakort heldur málaflokka. Þegnarnir verða stöðugt að minna sig á það hver ræður í hvaða máli. Er ekki kominn tími á smá leiðtogun frá hinum raunverulega forsætisráðherra? Eða hver mun ráða hér næstu árin? Nátttröllin eða nútíminn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Örlögin sendu mig í búðir í leit að litlum ísskáp. Ég fann einn á 20.000 krónur. Ágætis græja á viðunandi verði. Á heimleið kom ég við í matvöruverslun og keypti inn fyrir helgina: Fjögurra daga skammt fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Pokarnir tveir plús bleijur og morgunkorn kostuðu 10.000 krónur. Samt nægði varningurinn ekki til að fylla nýja ísskápinn. Til þess hefði þurft aðra eins ferð. Fyrir tilviljun komst ég að því að á Íslandi okkar daga kostar jafn mikið að fylla ísskápinn og ísskápurinn sjálfur kostar. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um hátt matarverð á Íslandi? Raftæki – matvara 5 - 0Eitt sinn voru raftæki dýr á Íslandi. Í bernsku minni var talað um þvottavélar eins og nú er talað um jeppa. Uppþvottavélar voru aðeins til á allra bestu heildsalaheimilum. Við fengum okkar fyrstu árið sem ég tók bílpróf. Fólk skipti um ísskápa á tveggja kynslóða fresti. Stórir og feitir Buick-lagaðir stríðsára-ísskápar stóðu vaktina í fjölskyldueldhúsinu mann fram af manni eins og minnisvarðar um matinn hennar mömmu. Nú skokka menn í Elko og Byko og kaupa sér nýjan í hverri viku. Hann kostar lítið meir en matarkarfan. Á undanförnum árum hefur eitthvað gerst í verslun með raftæki hér á landi sem ekki hefur gerst í verslun með matvöru. Hvað það er nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja, en hin nöturlega niðurstaða er staðreynd engu að síður sú að ísskápurinn er orðinn jafn dýr og maturinn sem hann hýsir. Það kostar ísskáp að fylla ísskáp. Við eyðum andvirði tveggja lítilla ísskápa í matarinnkaup á hverjum mánuði. Senn hlýtur að koma að því að Bónus bjóði upp á áfylltan ísskáp í sellófani: Helgarpakkinn — með lambalæri, kjúklingi, grænmetiskörfu, fjórum lítrum af mjólk og tveimur af ís. Eitthvað myndu menn segja ef bensínverð væri svo hátt að það kostaði andvirði bílsins að fylla tankinn. "1.400.000 krónur" að fylla Skoda Octavia en "3.600.000" að fylla Honda CRV. Hvers vegna látum við þetta rugl viðgangast ár eftir ár á okkar annars góða landi? Hvenær ætlar einhver stjórnmálamaður, einhver stjórn, að taka á þessu af alvöru? Áfram fornöld – ekkert stoppNýr landbúnaðarmálaráðherra er greinilega ekki maðurinn. Hann vill engar breytingar á landbúnaðarkerfinu og tollaumhverfi þess, sem flestir hugsandi menn eru sammála um að nauðsynlegar séu til þess að ná matarverðinu niður. Búið er að semja við bændur, segir ráðherrann, og ekki hægt að rjúfa þá samnninga. Gallinn er bara sá að það er ALLTAF búið að semja við bændur. Í þessum málum eru ekki gerðar fimm ára áætlanir í stíl Stalíns heldur sjö ára áætlanir. Og sá síðasti þessara samninga var undirritaður sjö mínútum fyrir síðustu kosningar, af sjálfum höfuðdýrlingi hæsta matarverðs í heimi, Heilögum Guðna Ágústssyni, og manni sem enn er fjármálaráðherra en var eitt sinn með mér í brúarvinnu og ætti því að teljast jafnaldri minn, en gekk þarna í bland við tröllin og batt okkur í ullarhelsið til ársins 2014. "16.4 milljarðar til bænda fram til ársins 2014," hét það í fréttum. "Djöfull er ég orðin þreytt á að búa í landi sem eyðir meiru í sauðfé en menntun" voru viðbrögð einnar af landsins bestu bloggmeyja. Jafnvel þótt manns eigin kynslóð sé loks komin til valda breytir það engu. Nei, fornöldinni skal viðhaldið með samningum sem ná FRAM Á ÞARNÆSTA kjörtímabil. Hverjum dettur í hug að gera ráð fyrir óbreytanlegu kerfi til sjö ára í hvaða starfsgrein sem er á okkar hraðskreiðu tölvutíð? Hver tæki nú mark á "Samningi um niðurhal og innsendingarvernd í tölvusamskiptum" frá árinu 2000? Ísskápurinn hefur talað. Skilaboðin eru skýr. Verð á matvöru á Íslandi er alþjóðlegur brandari. Forvitnilegt væri að fá samanburðartölur úr öðrum löndum. Hvað kostar ísskápurinn á Indlandi og hvað kostar að fylla hann? Þetta gæti orðið hin nýja Big Mac-vísitala. Þó er greinilegt á öllu að verð á raftækjum er í takt við tímann en verð á matvöru er ennþá bundið við sísta hluta síðustu aldar. Hver ræður?Ný ríkisstjórn vakti hinsvegar vonir um að loks yrði gengið í málið. Sú von virðist þó ætla að dofna ansi fljótt eftir yfirlýsingar landbúnaðarráðherra, því á Íslandi virðast einstakir ráðherrar hafa meiri völd en sjálf ríkisstjórnin. Í hverju málinu á fætur öðru hafa ráðherrar haft uppi öndverðar skoðanir við stjórnarsáttmála eða samstarfsflokkinn. Landbúnaðarráðherra vill til dæmis halda óbreyttu landbúnaðarkerfi, í óþökk stjórnarsáttmála, líkt og hann vill sem sjávarútvegsráðherra halda áfram hvalveiðum í óþökk Samfylkingar. Og ríkisstjórnin þegir bara, líkt og ráðherrann ráði sínum málaflokki aleinn. Ráðherraræðið íslenska hlýtur að teljast einstætt í stjórnarháttum nútímans. Við höfum yfir okkur tólf litla forsætisráðherra sem saman mynda eitt rammflókið og samsett lénsveldi þar sem yfirráðasvæðin eru ekki bundin við landakort heldur málaflokka. Þegnarnir verða stöðugt að minna sig á það hver ræður í hvaða máli. Er ekki kominn tími á smá leiðtogun frá hinum raunverulega forsætisráðherra? Eða hver mun ráða hér næstu árin? Nátttröllin eða nútíminn?
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun