Grenivík eignar sér Ægissíðu 19. júní 2007 05:00 Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson stafsetti Ægisíðu vitlaust á nýjustu plötu sinni. MYND/GVA „Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Jóni var bent á mistökin á tónleikum sínum á Grenivík á dögunum þar sem gatan Ægissíða liggur um bæinn. Þar í bæ er hún aftur á móti skrifuð með tveimur essum. Þess má jafnframt geta að húsið Hagamelur er einnig til á Grenivík, sem gerir tengingu plötunnar við bæjarfélagið ennþá merkilegri. „Þeir eru að reyna að eigna sér lagið og það er hið besta mál. Ég hef bara aldrei labbað fjöruna þar. Þetta gerir það kannski að verkum að fleiri geta tekið þetta til sín, þessa gönguferð mína um Ægisíðuna,“ segir Jón. „Þetta er eitthvað sem enginn hafði minnst á fyrr en á Grenivík. Ég held að Reykvíkingar séu kannski ekki með það á hreinu hvernig á að skrifa Ægisíða.“ Jón leggur til að í stað þess að fimm þúsund eintök af plötunni verði innkölluð bregðist Reykjavíkurborg við mistökunum með því að skipta um götuskiltin sem merkt eru Ægisíða. Þannig verði málið leyst á afar farsælan hátt. Hagamelur hefur verið söluhæsta plata landsins að undanförnu og er Jón vitaskuld hæstánægður með það. „Þetta er mjög gaman en eftir því sem árunum fjölgar kippir maður sér minna upp við þetta. Nú er það mitt mál að halda disknum gangandi út sumarið og helst reyna að láta hann svífa yfir í jólatraffíkina,“ segir hann. Jón, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó fyrir skömmu, er kominn í nokkurra vikna frí en heldur síðan ótrauður áfram með tónleikahald síðar í sumar. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Jóni var bent á mistökin á tónleikum sínum á Grenivík á dögunum þar sem gatan Ægissíða liggur um bæinn. Þar í bæ er hún aftur á móti skrifuð með tveimur essum. Þess má jafnframt geta að húsið Hagamelur er einnig til á Grenivík, sem gerir tengingu plötunnar við bæjarfélagið ennþá merkilegri. „Þeir eru að reyna að eigna sér lagið og það er hið besta mál. Ég hef bara aldrei labbað fjöruna þar. Þetta gerir það kannski að verkum að fleiri geta tekið þetta til sín, þessa gönguferð mína um Ægisíðuna,“ segir Jón. „Þetta er eitthvað sem enginn hafði minnst á fyrr en á Grenivík. Ég held að Reykvíkingar séu kannski ekki með það á hreinu hvernig á að skrifa Ægisíða.“ Jón leggur til að í stað þess að fimm þúsund eintök af plötunni verði innkölluð bregðist Reykjavíkurborg við mistökunum með því að skipta um götuskiltin sem merkt eru Ægisíða. Þannig verði málið leyst á afar farsælan hátt. Hagamelur hefur verið söluhæsta plata landsins að undanförnu og er Jón vitaskuld hæstánægður með það. „Þetta er mjög gaman en eftir því sem árunum fjölgar kippir maður sér minna upp við þetta. Nú er það mitt mál að halda disknum gangandi út sumarið og helst reyna að láta hann svífa yfir í jólatraffíkina,“ segir hann. Jón, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó fyrir skömmu, er kominn í nokkurra vikna frí en heldur síðan ótrauður áfram með tónleikahald síðar í sumar.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira