Ósamrýmanleg markmið 22. júní 2007 03:00 Í ljósi síbreytilegra lífshátta mannsins, aukinnar tækni og getu hafa kröfur efnahagslífsins til náttúrunnar stöðugt verið að breytast. Stjórn náttúruauðlinda er flókið og umfangsmikið verkefni. Markmiðin geta verið mismunandi – allt frá friðun til hámarksnýtingar. Núverandi stjórnkerfi fiskveiða hlýtur því að koma til gagngerar endurskoðunar í ljósi niðurstaðna Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorskstofnsins. Árangur stjórnunarinnar er í engu samræmi við markmiðin. Það er siðferðileg og lagaleg skylda að leita allra leiða til að ná árangri við stjórn náttúruauðlinda – fyrir okkur sjálf, náttúruna og komandi kynslóðir. Ef núverandi stjórnkerfi skilar ekki þeim árangri sem að er stefnt verðum við að vera tilbúin til þess að skoða nýjar leiðir. Annað væri ábyrgðarlaust. Auðlindir sjávarAuðlindir sjávar hafa lengi verið hornsteinn efnahagslífsins – einkanlega á landsbyggðinni. Markmið laga um stjórn fiskveiða kveða á um nauðsyn verndar og hagkvæmrar nýtingar fiskistofnanna auk traustrar atvinnu og byggðar í landinu. Undanfarin misseri hefur megináherslan verið lögð á hagkvæmni og skilvirkni. Aflaheimildir hafa því færst á færri hendur, sótt hefur verið á færri skipum og tæknin leyst mannshöndina af hólmi. Sjávarbyggðir hafa borið hitann og þungann af hagræðingunni. Afleiðingin er öllum ljós: Störfum fækkað svo þúsundum skiptir, fjárfestingar dregist saman, sveitarfélög tapað tekjum, fasteignaverð lækkað og fólki fækkað – svo einfalt er það. Af þessu verður ráðið að miklar eignatilfærslur hafa átt sér stað frá landsbyggðinni. Á sama tíma hefur eftirlitsiðnaður byggst upp á höfuðborgarsvæðinu. Það getur aldrei verið sanngjarnt að einungis einn hópur landsmanna, íbúar sjávarbyggða, taki á sig allar byrðarnar vegna upptöku kerfis í sjávarútvegi sem ætlað var að þjóna heildinni. Hagræðing hefur orðið í sjávarútvegi, en markmiðið um blómlegar byggðir, trausta atvinnu og eflingu fiskistofna hefur ekki náðst. Stjórnvöld standa því nú frammi fyrir stórum og erfiðum spurningum varðandi stjórn fiskveiða og framtíðarskipulags sjávarútvegsins. Ein þeirra spurninga er hvort núverandi markmið með stjórn fiskveiða eru samrýmanleg. Það er augljóst, ef ná á hámarkshagræðingu og skilvirkni í greininni að störfum í sjávarbyggðunum mun fækka, nema önnur atvinnutækifæri komi til. Hér verður þó að hafa í huga að þessar byggðir hafa sérhæft sig í sjávarútvegi. Það er styrkleiki þeirra en um leið veikleiki þegar horft er til nýrra atvinnutækifæra og frekari uppbyggingar. Það er markmið núverandi ríkisstjórnar að ráðast í átak í samgöngu-, mennta- og fjarskiptamálum. Það er líka eðlilegt að ríkisvaldið stígi skref í þá átt að létta byrðum af sjávarbyggðum vegna félagslega íbúðakerfisins auk þess sem auðlindagjaldið hlýtur í auknum mæli að renna til sjávarbyggða, ella væri aðeins um áframhaldandi eignaupptöku á landsbyggðinni að ræða. Þá hefur verið rætt um að færa opinber störf út á landsbyggðina. Allt þetta styrkir byggðirnar og veitir þeim ný tækifæri.Hvert skal stefna?En duga þessi úrræði til að sporna gegn þróun undanfarinna ára? Svarið við spurningunni, þegar horft er til lengri tíma, er ekki augljóst en það mun taka tíma að byggja upp atvinnulíf sem skapar störf á móti þeim sem hafa glatast og styrkja grunngerð þessara samfélaga. Sé horft til skemmri tíma er svarið augljóslega nei. Ef horfið verður frá stefnu arðsemis, hagræðingar og skilvirkni í greininni hljóta menn að spyrja: Hverskonar atvinnuvegur verður sjávarútvegur í framtíðinni? Verður hann samkeppnishæfur á alþjóðamörkuðum? Á hann að verða styrktur atvinnuvegur í þágu landsbyggðarinnar? Á að hverfa aftur til þess horfs sem var fyrir upptöku kvótakerfisins? Á að halda áfram á þeirri leið sem við höfum verið undanfarin ár eða á að kúvenda í nafni neikvæðra félagslegra-, atvinnu- og umhverfisáhrifa núverandi skipulags. Það er afar mikilvægt að fram fari ítarleg umræða um framtíð sjávarútvegsins á næstu misserum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja vinnu við rannsókn á áhrifum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis á sjávarbyggðir í landinu. Sú vinna getur ekki beðið – í hana verður að ráðast strax því engan tíma má missa. Þetta er löngu tímabær umræða því inn í hana munu spinnast sjónarmið um það hvernig við viljum sjá Ísland byggt til framtíðar og hvað við erum tilbúin til að leggja á okkur fyrir þá sýn. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi síbreytilegra lífshátta mannsins, aukinnar tækni og getu hafa kröfur efnahagslífsins til náttúrunnar stöðugt verið að breytast. Stjórn náttúruauðlinda er flókið og umfangsmikið verkefni. Markmiðin geta verið mismunandi – allt frá friðun til hámarksnýtingar. Núverandi stjórnkerfi fiskveiða hlýtur því að koma til gagngerar endurskoðunar í ljósi niðurstaðna Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorskstofnsins. Árangur stjórnunarinnar er í engu samræmi við markmiðin. Það er siðferðileg og lagaleg skylda að leita allra leiða til að ná árangri við stjórn náttúruauðlinda – fyrir okkur sjálf, náttúruna og komandi kynslóðir. Ef núverandi stjórnkerfi skilar ekki þeim árangri sem að er stefnt verðum við að vera tilbúin til þess að skoða nýjar leiðir. Annað væri ábyrgðarlaust. Auðlindir sjávarAuðlindir sjávar hafa lengi verið hornsteinn efnahagslífsins – einkanlega á landsbyggðinni. Markmið laga um stjórn fiskveiða kveða á um nauðsyn verndar og hagkvæmrar nýtingar fiskistofnanna auk traustrar atvinnu og byggðar í landinu. Undanfarin misseri hefur megináherslan verið lögð á hagkvæmni og skilvirkni. Aflaheimildir hafa því færst á færri hendur, sótt hefur verið á færri skipum og tæknin leyst mannshöndina af hólmi. Sjávarbyggðir hafa borið hitann og þungann af hagræðingunni. Afleiðingin er öllum ljós: Störfum fækkað svo þúsundum skiptir, fjárfestingar dregist saman, sveitarfélög tapað tekjum, fasteignaverð lækkað og fólki fækkað – svo einfalt er það. Af þessu verður ráðið að miklar eignatilfærslur hafa átt sér stað frá landsbyggðinni. Á sama tíma hefur eftirlitsiðnaður byggst upp á höfuðborgarsvæðinu. Það getur aldrei verið sanngjarnt að einungis einn hópur landsmanna, íbúar sjávarbyggða, taki á sig allar byrðarnar vegna upptöku kerfis í sjávarútvegi sem ætlað var að þjóna heildinni. Hagræðing hefur orðið í sjávarútvegi, en markmiðið um blómlegar byggðir, trausta atvinnu og eflingu fiskistofna hefur ekki náðst. Stjórnvöld standa því nú frammi fyrir stórum og erfiðum spurningum varðandi stjórn fiskveiða og framtíðarskipulags sjávarútvegsins. Ein þeirra spurninga er hvort núverandi markmið með stjórn fiskveiða eru samrýmanleg. Það er augljóst, ef ná á hámarkshagræðingu og skilvirkni í greininni að störfum í sjávarbyggðunum mun fækka, nema önnur atvinnutækifæri komi til. Hér verður þó að hafa í huga að þessar byggðir hafa sérhæft sig í sjávarútvegi. Það er styrkleiki þeirra en um leið veikleiki þegar horft er til nýrra atvinnutækifæra og frekari uppbyggingar. Það er markmið núverandi ríkisstjórnar að ráðast í átak í samgöngu-, mennta- og fjarskiptamálum. Það er líka eðlilegt að ríkisvaldið stígi skref í þá átt að létta byrðum af sjávarbyggðum vegna félagslega íbúðakerfisins auk þess sem auðlindagjaldið hlýtur í auknum mæli að renna til sjávarbyggða, ella væri aðeins um áframhaldandi eignaupptöku á landsbyggðinni að ræða. Þá hefur verið rætt um að færa opinber störf út á landsbyggðina. Allt þetta styrkir byggðirnar og veitir þeim ný tækifæri.Hvert skal stefna?En duga þessi úrræði til að sporna gegn þróun undanfarinna ára? Svarið við spurningunni, þegar horft er til lengri tíma, er ekki augljóst en það mun taka tíma að byggja upp atvinnulíf sem skapar störf á móti þeim sem hafa glatast og styrkja grunngerð þessara samfélaga. Sé horft til skemmri tíma er svarið augljóslega nei. Ef horfið verður frá stefnu arðsemis, hagræðingar og skilvirkni í greininni hljóta menn að spyrja: Hverskonar atvinnuvegur verður sjávarútvegur í framtíðinni? Verður hann samkeppnishæfur á alþjóðamörkuðum? Á hann að verða styrktur atvinnuvegur í þágu landsbyggðarinnar? Á að hverfa aftur til þess horfs sem var fyrir upptöku kvótakerfisins? Á að halda áfram á þeirri leið sem við höfum verið undanfarin ár eða á að kúvenda í nafni neikvæðra félagslegra-, atvinnu- og umhverfisáhrifa núverandi skipulags. Það er afar mikilvægt að fram fari ítarleg umræða um framtíð sjávarútvegsins á næstu misserum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja vinnu við rannsókn á áhrifum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis á sjávarbyggðir í landinu. Sú vinna getur ekki beðið – í hana verður að ráðast strax því engan tíma má missa. Þetta er löngu tímabær umræða því inn í hana munu spinnast sjónarmið um það hvernig við viljum sjá Ísland byggt til framtíðar og hvað við erum tilbúin til að leggja á okkur fyrir þá sýn. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun