Brauðmolabisness bæjarstjórans 20. júlí 2007 05:45 Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur nú tekist það ætlunarverk sitt að koma stórum hluta Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila og samstarfsaðila. Þessir aðilar, sem nú eignast þriðjungshlut í HS, eiga einnig ráðandi hlut í Fasteign hf. sem á og rekur allar fasteignir sveitarfélagsins og er áskrifandi að lánveitingum vegna allra byggingarframkvæmda, sem ráðist er í á vegum bæjarins. Svo eindreginn var Árni í þessu máli að þegar upp kom sú staða að önnur sveitarfélög sem hlut áttu í HS, voru ekki sammála honum, var þeim hótað með því að Reykjanesbær myndi beita handafli til þess að fá sínu framgengt. Reykjanesbær myndi nýta alla möguleika til kaupa á hlutafé í HS þar til 2/3 hlut yrði náð. Þá yrði samþykktum Hitaveitunnar breytt svo hægt yrði að selja einkaaðilum, eins og honum þóknaðist. Þessi hótun fór ekkert dult enda mátti lesa hana í fjölmiðlum í viðtölum við Árna.BrauðmolabinessFyrirtæki sem hefur burði og er tilbúið til að eyða fimmtán til tuttugu þúsund milljónum í eina fjárfestingu, munar að sjálfsögðu ekkert um að láta nokkra brauðmola falla hér og hvar, svo að smælingjarnir geti glaðst. Ennþá betra er, ef hægt er að setja slíkt í samninga, þannig að hægt sé að réttlæta samningsgerðina og láta pöpulinn hrópa húrra.En í raun er það þannig í þessu tilviki að Reykjanesbær greiðir þessa dúsu sjálfur, því samþykkt var að selja forkaupsréttarhlutinn til Geysis Green Energy á genginu 6,72 í stað 7,1 sem var það gengi sem önnur sveitarfélög seldu á. Þar varð Reykjanesbær af u.þ.b 150 milljónum króna.Þegar bæjarstjóri kynnti til sögunnar Geysi Green Energy fyrir nokkrum mánuðum síðan, vakti það almennt ánægju hér í sveitarfélaginu. Fyrirtækið ætlaði að staðsetja sig hér á svæðinu og hefja samstarf við aðila á ýmsum sviðum s.s Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangurinn með komu þess hingað, var hins vegar allt annar, eins og nú er komið í ljós. Það hefur nú fengist staðfest rétt einn ganginn, að setja verður fyrirvara við gjörðir bæjarstjórans og meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Það býr alltaf eitthvað undir þegar þessir aðilar eiga í hlut.Útrás orkufyrirtækja – á kostnað hverra?Haft hefur verið eftir forráðamönnum Geysis Green Energy, að Hitaveita Suðurnesja verði góður grunnur í þeirri útrás sem fyrirhuguð er af hálfu þessara aðila. Tilgangurinn með henni er að sjálfsögðu að ávaxta þá fjármuni sem í hana verða settir.En hlutirnir fara oft á annan veg en ætlað er og hvað gerist ef þessi útrás heppnast ekki? Verður Hitaveitan notuð sem veðsetningargrunnur fyrir útrás þessara aðila? Ætla fjárfestarnir sjálfir að taka skellinn ef miður fer eða verður Hitaveitan einnig notuð sem grunnur ef erlendar fjárfestingar þeirra bera ekki þann ávöxt sem að var stefnt. Hverjir verða þá látnir borga?Höfundur er oddviti A-listans í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur nú tekist það ætlunarverk sitt að koma stórum hluta Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila og samstarfsaðila. Þessir aðilar, sem nú eignast þriðjungshlut í HS, eiga einnig ráðandi hlut í Fasteign hf. sem á og rekur allar fasteignir sveitarfélagsins og er áskrifandi að lánveitingum vegna allra byggingarframkvæmda, sem ráðist er í á vegum bæjarins. Svo eindreginn var Árni í þessu máli að þegar upp kom sú staða að önnur sveitarfélög sem hlut áttu í HS, voru ekki sammála honum, var þeim hótað með því að Reykjanesbær myndi beita handafli til þess að fá sínu framgengt. Reykjanesbær myndi nýta alla möguleika til kaupa á hlutafé í HS þar til 2/3 hlut yrði náð. Þá yrði samþykktum Hitaveitunnar breytt svo hægt yrði að selja einkaaðilum, eins og honum þóknaðist. Þessi hótun fór ekkert dult enda mátti lesa hana í fjölmiðlum í viðtölum við Árna.BrauðmolabinessFyrirtæki sem hefur burði og er tilbúið til að eyða fimmtán til tuttugu þúsund milljónum í eina fjárfestingu, munar að sjálfsögðu ekkert um að láta nokkra brauðmola falla hér og hvar, svo að smælingjarnir geti glaðst. Ennþá betra er, ef hægt er að setja slíkt í samninga, þannig að hægt sé að réttlæta samningsgerðina og láta pöpulinn hrópa húrra.En í raun er það þannig í þessu tilviki að Reykjanesbær greiðir þessa dúsu sjálfur, því samþykkt var að selja forkaupsréttarhlutinn til Geysis Green Energy á genginu 6,72 í stað 7,1 sem var það gengi sem önnur sveitarfélög seldu á. Þar varð Reykjanesbær af u.þ.b 150 milljónum króna.Þegar bæjarstjóri kynnti til sögunnar Geysi Green Energy fyrir nokkrum mánuðum síðan, vakti það almennt ánægju hér í sveitarfélaginu. Fyrirtækið ætlaði að staðsetja sig hér á svæðinu og hefja samstarf við aðila á ýmsum sviðum s.s Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangurinn með komu þess hingað, var hins vegar allt annar, eins og nú er komið í ljós. Það hefur nú fengist staðfest rétt einn ganginn, að setja verður fyrirvara við gjörðir bæjarstjórans og meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Það býr alltaf eitthvað undir þegar þessir aðilar eiga í hlut.Útrás orkufyrirtækja – á kostnað hverra?Haft hefur verið eftir forráðamönnum Geysis Green Energy, að Hitaveita Suðurnesja verði góður grunnur í þeirri útrás sem fyrirhuguð er af hálfu þessara aðila. Tilgangurinn með henni er að sjálfsögðu að ávaxta þá fjármuni sem í hana verða settir.En hlutirnir fara oft á annan veg en ætlað er og hvað gerist ef þessi útrás heppnast ekki? Verður Hitaveitan notuð sem veðsetningargrunnur fyrir útrás þessara aðila? Ætla fjárfestarnir sjálfir að taka skellinn ef miður fer eða verður Hitaveitan einnig notuð sem grunnur ef erlendar fjárfestingar þeirra bera ekki þann ávöxt sem að var stefnt. Hverjir verða þá látnir borga?Höfundur er oddviti A-listans í Reykjanesbæ.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar