Bólusetning gegn alnæmi er möguleg 22. júlí 2007 00:01 Alnæmi er afar útbreitt í Afríku og smitast börn oft mjög snemma. Margrét segir að með því að búa til bóluefni megi koma í veg fyrir að börn smitist með móðurmjólkinni. Nordicphotos / getty Niðurstaða úr sextán ára rannsóknarvinnu veirufræðingsins Margrétar Guðnadóttur bendir til þess að hægt sé að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni og koma þannig í veg fyrir að það veikist af alnæmi. Margrét hefur unnið að því undanfarin sextán ár að búa til bóluefni gegn visnu- og mæðiveikiveiru í sauðkindum, síðast á Kýpur, og hefur náð allt að 50 prósenta árangri. Veiran er í sama flokki og HIV-veiran og telur Margrét að þetta gefi ótvírætt til kynna að unnt sé að þróa bóluefni gegn HIV. „Ég held að ég þori alveg að fullyrða það eftir að vera búin að puða með þetta bóluefni í 16 ár.“ Engum hefur áður tekist að bólusetja gegn veirum úr þessum flokki. „Ég veit að mér hefur tekist að bólusetja kindur við mæðuveikinni. Það er greinilega það mikill munur á bólusettum og óbólusettum kindum í sömu hjörðinni í þessari tilraun að ég er alveg viss um að bóluefnið virkaði til varnar.“ Árangurinn er þó ekki hundrað prósent, og segir Margrét eðlilegt að ekki allir séu móttækilegir fyrir bólusetningu. Margrét Guðnadóttir Margrét notaði dautt bóluefni við rannsóknina. „Ég drap veiruna bara eins og farið er með mænusóttarveiru, inflúensuveiru og lifrarbólgu A. Þetta eru þekktar aðferðir.“ Hún segir menn hafa verið hrædda við að prófa þetta á eyðniveiruna. „Vandinn er sá að maður veit aldrei fullkomlega hvenær síðasta veiran er dauð og svo á að bera þetta í fólk. Það fældi menn dálítið frá þessari aðferð.“ „Eiginlega öll bóluefnisgerðin gegn eyðninni hefur gengið út á það að nota erfðatækni,“ segir Margrét. „Það hefur ekki náðst almennileg mótefnismyndun úr því. En með því að leika svolítið trikk á visnuveiruna fékk ég fína svörun.“ Margrét segist sérstaklega spennt fyrir þeim möguleika að hægt sé að koma í veg fyrir að börn smitist af HIV með móðurmjólkinni. Tilraunir hennar leiddu í ljós að bólusett lömb áttu miklum mun síður á hættu en óbólusett að smitast af mæðuveiki á spena hjá sýktum ám. „Það er þetta sem kemur mér til að taka þátt í svona. Þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á,“ segir hún. Hún hefur hug á að halda rannsóknum sínum áfram og snúa sér að eyðniveirunni, en segir aldurinn standa sér fyrir þrifum. „Ég þyrfti að lifa til 120 ára aldurs ef ég ætlaði að ljúka því. En mig dauðlangar að komast eitthvert þar sem ég get komið þessu í gagnið,“ segir hún og telur að þrjú til fimm ár taki að sjá hvort árangur getur hlotist af. Ekki sé þó hægt að stunda rannsóknir á svo varasamri veiru í lélegri rannsóknarstofu á Íslandi. Margrét er nú að leggja lokahönd á grein um niðurstöðurnar sem hún hyggst reyna að fá birta í erlendum fagtímaritum. Vísindi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Niðurstaða úr sextán ára rannsóknarvinnu veirufræðingsins Margrétar Guðnadóttur bendir til þess að hægt sé að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni og koma þannig í veg fyrir að það veikist af alnæmi. Margrét hefur unnið að því undanfarin sextán ár að búa til bóluefni gegn visnu- og mæðiveikiveiru í sauðkindum, síðast á Kýpur, og hefur náð allt að 50 prósenta árangri. Veiran er í sama flokki og HIV-veiran og telur Margrét að þetta gefi ótvírætt til kynna að unnt sé að þróa bóluefni gegn HIV. „Ég held að ég þori alveg að fullyrða það eftir að vera búin að puða með þetta bóluefni í 16 ár.“ Engum hefur áður tekist að bólusetja gegn veirum úr þessum flokki. „Ég veit að mér hefur tekist að bólusetja kindur við mæðuveikinni. Það er greinilega það mikill munur á bólusettum og óbólusettum kindum í sömu hjörðinni í þessari tilraun að ég er alveg viss um að bóluefnið virkaði til varnar.“ Árangurinn er þó ekki hundrað prósent, og segir Margrét eðlilegt að ekki allir séu móttækilegir fyrir bólusetningu. Margrét Guðnadóttir Margrét notaði dautt bóluefni við rannsóknina. „Ég drap veiruna bara eins og farið er með mænusóttarveiru, inflúensuveiru og lifrarbólgu A. Þetta eru þekktar aðferðir.“ Hún segir menn hafa verið hrædda við að prófa þetta á eyðniveiruna. „Vandinn er sá að maður veit aldrei fullkomlega hvenær síðasta veiran er dauð og svo á að bera þetta í fólk. Það fældi menn dálítið frá þessari aðferð.“ „Eiginlega öll bóluefnisgerðin gegn eyðninni hefur gengið út á það að nota erfðatækni,“ segir Margrét. „Það hefur ekki náðst almennileg mótefnismyndun úr því. En með því að leika svolítið trikk á visnuveiruna fékk ég fína svörun.“ Margrét segist sérstaklega spennt fyrir þeim möguleika að hægt sé að koma í veg fyrir að börn smitist af HIV með móðurmjólkinni. Tilraunir hennar leiddu í ljós að bólusett lömb áttu miklum mun síður á hættu en óbólusett að smitast af mæðuveiki á spena hjá sýktum ám. „Það er þetta sem kemur mér til að taka þátt í svona. Þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á,“ segir hún. Hún hefur hug á að halda rannsóknum sínum áfram og snúa sér að eyðniveirunni, en segir aldurinn standa sér fyrir þrifum. „Ég þyrfti að lifa til 120 ára aldurs ef ég ætlaði að ljúka því. En mig dauðlangar að komast eitthvert þar sem ég get komið þessu í gagnið,“ segir hún og telur að þrjú til fimm ár taki að sjá hvort árangur getur hlotist af. Ekki sé þó hægt að stunda rannsóknir á svo varasamri veiru í lélegri rannsóknarstofu á Íslandi. Margrét er nú að leggja lokahönd á grein um niðurstöðurnar sem hún hyggst reyna að fá birta í erlendum fagtímaritum.
Vísindi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira