Samgöngur við Eyjar 14. ágúst 2007 05:15 Í júní á síðasta ári skilaði starfshópur þáverandi samgönguráðherra skýrslu um samgöngur til Vestmannaeyja. Starfshópurinn gerði að tillögu sinni að skoðuð yrði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru. Starfshópnum var meðal annars falið að gera úttekt á möguleikanum á því að gera jarðgöng til Vestmannaeyja. Hópurinn komst að þessari niðurstöðu varðandi jarðgöng: Raunhæfar kostnaðartölur, sem fram hafa komið varðandi gerð vegtengingar milli lands og Vestmannaeyja, er á bilinu 40-70 milljarðar króna. Þótt farið væri í auknar rannsóknir, meðal annars kjarnaboranir, mundu þær rannsóknir ekki breyta nákvæmni kostnaðaráætlana þannig að kostnaðartölur færu undir 40 milljarða króna. Þá er eftir að reikna með rekstrarkostnaði ganganna en samkvæmt skýrslu Línuhönnunar og Mott MacDonald, sem skilað var haustið 2003, var rekstrarkostnaður jarðganga milli lands og Eyja áætlaður um 200 m. kr. ári. Með vísan til þessa telur starfshópurinn ekki réttlætanlegt að leggja til að farið verði í frekari rannsóknir við að skoða möguleikann á gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja."ÆgisdyrÍ starfshópi þessum sat Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og formaður Ægisdyra, sem nú saka ríkisstjórnina um að hafa svikið Eyjamenn. Ingi Sigurðsson gerði engan fyrirvara við ofangreinda tilvitnun og raunar skýrsluna alla. Hann sat ekki hjá við afgreiðslu hennar, bókaði ekki mótmæli, skilaði ekki séráliti heldur skrifaði undir skýrsluna. Ingi taldi ekki réttlætanlegt að leggja til að farið yrði í frekari rannsóknir fyrir 14 mánuðum en telur nú að ríkisstjórnin hafi svikið Eyjamenn vegna þess að hún fór að ráðum hans. Allir sjá að þessi málflutningur stenst ekki skoðun. Hann er óvandaður og þarfnast skýringa. Ásakanir um svik eru gífuryrði sem standast ekki. Það voru allir sammála um fyrir síðustu kosningar að ljúka bæri rannsóknum á jarðlögum enda töldu menn að kostnaður við þær væri á bilinu 20 til 50 milljónir. Allir biðu eftir skýrslu verkfræðistofunnar VST með óháðu kostnaðarmati á rannsóknum annars vegar og gangagerð hins vegar til þess að unnt væri að meta næstu skref. Kostnaður við gangagerð er svo hár að fjáraustur í rannsóknir, sem gætu kostað hátt í þrjú hundruð milljónir, er ekki forsvaranlegur. Staðreyndir málsinsHlutverk VST var að fara yfir þau gögn sem fyrir liggja um málið og koma með hlutlaust kostnaðarmat. Það var það sem stofan gerði og nú liggur niðurstaðan fyrir. Kostnaður við jarðgöng er á bilinu 50 til 80 milljarðar og frekari rannsóknir gætu hugsanlega lækkað þennan kostnað um tíu prósent. Þess vegna var sú ákvörðun tekin af ríkisstjórninni að tillögu Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, að horfið yrði frá áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja. Þess vegna eru frekari rannsóknir á þessu stigi málsins óþarfar og vond meðferð á fjármunum almennings. Það kann vel að vera að ráðist verði í jarðagangagerð til Vestmannaeyja á næstu áratugum. En það er ljóst í dag að slík áform eru ekki inni í langtímaáætlunum ríkisstjórnar Íslands næstu 12 árin. Þangað til verða Eyjamenn að fá lausn sinna samgöngumála, það þolir enga bið eins og allir vita. Þess vegna er gott að samgönguráðherra náði að höggva á þann hnút sem kominn var í viðræður Vegagerðar og Eimskips varðandi fjölgun ferða næstu þrjú árin. Og þess vegna er það lífsnauðsynlegt fyrir Eyjamenn að sameinast um það að fá góða höfn í Bakkafjöru, öflugan og traustan Herjólf sem getur siglt á milli Eyja og Bakkafjöru 5-6 sinnum á dag fyrir lægra fargjald en nú er. Þessi stórkostlega samgöngubót getur orðið að veruleika að þremur árum liðnum en til þess að svo verði verða Eyjamenn að þekkja sína skjaldarliti og standa sameinaðir um þann kost sem er raunhæfur og til heilla.Höfn í Bakkafjöru mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Eyjum og þar með styðja við vöxt ferðaþjónustu í Rangárþingi og nágrenni og uppsveitum Árnessýslu. Nýbreytni í atvinnulífi mun aukast. Fasteignaverð í Eyjum mun hækka, möguleiki brottfluttra Eyjamanna til tvöfaldrar búsetu stóreykst og líkur eru til þess að mannfjöldaþróun færist nær því sem er á nágrannasvæðum og að hægja muni á margra ára fólksfækkun. Í skýrslu stýrihóps um Bakkafjöru sem byggð er á fjölmörgum rannsóknarskýrslum er meginniðurstaðan sú að gerð ferjuhafnar sé vel möguleg og færð eru fyrir því ítarleg rök.Ég hvet því fólk til þess að hlusta ekki á dómsdagspámenn á borð við Grétar Mar Jónsson sem segir slíka höfn hættulega en færir engin rök fyrir því önnur en að hann hafi verið á sjó. Slíkur málflutningur heldur ekki vatni.Höfundur er aðstoðarmaður samgönguráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í júní á síðasta ári skilaði starfshópur þáverandi samgönguráðherra skýrslu um samgöngur til Vestmannaeyja. Starfshópurinn gerði að tillögu sinni að skoðuð yrði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru. Starfshópnum var meðal annars falið að gera úttekt á möguleikanum á því að gera jarðgöng til Vestmannaeyja. Hópurinn komst að þessari niðurstöðu varðandi jarðgöng: Raunhæfar kostnaðartölur, sem fram hafa komið varðandi gerð vegtengingar milli lands og Vestmannaeyja, er á bilinu 40-70 milljarðar króna. Þótt farið væri í auknar rannsóknir, meðal annars kjarnaboranir, mundu þær rannsóknir ekki breyta nákvæmni kostnaðaráætlana þannig að kostnaðartölur færu undir 40 milljarða króna. Þá er eftir að reikna með rekstrarkostnaði ganganna en samkvæmt skýrslu Línuhönnunar og Mott MacDonald, sem skilað var haustið 2003, var rekstrarkostnaður jarðganga milli lands og Eyja áætlaður um 200 m. kr. ári. Með vísan til þessa telur starfshópurinn ekki réttlætanlegt að leggja til að farið verði í frekari rannsóknir við að skoða möguleikann á gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja."ÆgisdyrÍ starfshópi þessum sat Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og formaður Ægisdyra, sem nú saka ríkisstjórnina um að hafa svikið Eyjamenn. Ingi Sigurðsson gerði engan fyrirvara við ofangreinda tilvitnun og raunar skýrsluna alla. Hann sat ekki hjá við afgreiðslu hennar, bókaði ekki mótmæli, skilaði ekki séráliti heldur skrifaði undir skýrsluna. Ingi taldi ekki réttlætanlegt að leggja til að farið yrði í frekari rannsóknir fyrir 14 mánuðum en telur nú að ríkisstjórnin hafi svikið Eyjamenn vegna þess að hún fór að ráðum hans. Allir sjá að þessi málflutningur stenst ekki skoðun. Hann er óvandaður og þarfnast skýringa. Ásakanir um svik eru gífuryrði sem standast ekki. Það voru allir sammála um fyrir síðustu kosningar að ljúka bæri rannsóknum á jarðlögum enda töldu menn að kostnaður við þær væri á bilinu 20 til 50 milljónir. Allir biðu eftir skýrslu verkfræðistofunnar VST með óháðu kostnaðarmati á rannsóknum annars vegar og gangagerð hins vegar til þess að unnt væri að meta næstu skref. Kostnaður við gangagerð er svo hár að fjáraustur í rannsóknir, sem gætu kostað hátt í þrjú hundruð milljónir, er ekki forsvaranlegur. Staðreyndir málsinsHlutverk VST var að fara yfir þau gögn sem fyrir liggja um málið og koma með hlutlaust kostnaðarmat. Það var það sem stofan gerði og nú liggur niðurstaðan fyrir. Kostnaður við jarðgöng er á bilinu 50 til 80 milljarðar og frekari rannsóknir gætu hugsanlega lækkað þennan kostnað um tíu prósent. Þess vegna var sú ákvörðun tekin af ríkisstjórninni að tillögu Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, að horfið yrði frá áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja. Þess vegna eru frekari rannsóknir á þessu stigi málsins óþarfar og vond meðferð á fjármunum almennings. Það kann vel að vera að ráðist verði í jarðagangagerð til Vestmannaeyja á næstu áratugum. En það er ljóst í dag að slík áform eru ekki inni í langtímaáætlunum ríkisstjórnar Íslands næstu 12 árin. Þangað til verða Eyjamenn að fá lausn sinna samgöngumála, það þolir enga bið eins og allir vita. Þess vegna er gott að samgönguráðherra náði að höggva á þann hnút sem kominn var í viðræður Vegagerðar og Eimskips varðandi fjölgun ferða næstu þrjú árin. Og þess vegna er það lífsnauðsynlegt fyrir Eyjamenn að sameinast um það að fá góða höfn í Bakkafjöru, öflugan og traustan Herjólf sem getur siglt á milli Eyja og Bakkafjöru 5-6 sinnum á dag fyrir lægra fargjald en nú er. Þessi stórkostlega samgöngubót getur orðið að veruleika að þremur árum liðnum en til þess að svo verði verða Eyjamenn að þekkja sína skjaldarliti og standa sameinaðir um þann kost sem er raunhæfur og til heilla.Höfn í Bakkafjöru mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Eyjum og þar með styðja við vöxt ferðaþjónustu í Rangárþingi og nágrenni og uppsveitum Árnessýslu. Nýbreytni í atvinnulífi mun aukast. Fasteignaverð í Eyjum mun hækka, möguleiki brottfluttra Eyjamanna til tvöfaldrar búsetu stóreykst og líkur eru til þess að mannfjöldaþróun færist nær því sem er á nágrannasvæðum og að hægja muni á margra ára fólksfækkun. Í skýrslu stýrihóps um Bakkafjöru sem byggð er á fjölmörgum rannsóknarskýrslum er meginniðurstaðan sú að gerð ferjuhafnar sé vel möguleg og færð eru fyrir því ítarleg rök.Ég hvet því fólk til þess að hlusta ekki á dómsdagspámenn á borð við Grétar Mar Jónsson sem segir slíka höfn hættulega en færir engin rök fyrir því önnur en að hann hafi verið á sjó. Slíkur málflutningur heldur ekki vatni.Höfundur er aðstoðarmaður samgönguráðherra.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun