Viljum hafa sem flesta KR-inga úti 18. ágúst 2007 07:30 Helgi Már Magnússon lék síðast með KR veturinn 2001-02. MYND/Hilmar þór Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson eru hvorugur komnir með lið erlendis og hafa báðir sagt það að þeir spili með KR í vetur ef ekkert breytist í þeim efnum. Þjálfara Íslandsmeistara KR er alveg rólegur yfir þróun mála og hann er að gera sitt í að hjálpa strákunum til þess að komast út. „Við erum alveg rólegir yfir þessu. Það er alveg vitað að þeir verða í KR ef þeir verða hérna heima. Þeir eru ekki búnir að afskrifa það að fara út og eru á fullu að leita," segir Benedikt Guðmundsson þjálfari KR-liðsins en á hans fyrsta tímabili með KR vann liðið Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár á síðasta tímabili. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR veturinn 1999-2000 og varð þá Íslandsmeistari með liðinu.MYND/Hilmar þór Benedikt hefur ekki áhyggjur af miklum áhuga annarra íslenskra liða á strákunum. „Ég veit að Fjölnir og Snæfell eru búnir að bera víjunar Í Jakob og Sigurður Ingimundarson, Friðrik Ragnarsson og einhverjir til viðbótar eru búnir að heyra í Helga. Það eru menn sem vilja fá þá í önnur lið en þetta eru bara það miklir KR-ingar að þeir spila hvergi annarsstaðar en hérna. Þeir hafa margsagt það sjálfir að þeir séu ekki að gefa færi á sér annarsstaðar," segir Benedikt sem þjálfaði strákana í mörg ár þegar þeir voru yngri. „Ef við værum með alla KR-ingana í liðinu þá værum við með ansi sterkt lið. Okkar yngri flokka þjálfun hefur byggst á því að reyna að búa til leikmenn sem eru nógu góðir til þess að spila erlendis og við viljum hafa sem flesta þar," segir Benedikt en það er ekki öruggt að KR-ingar verði með þrjá erlenda leikmenn komi Helgi og Jakob. „Við endurskoðum útlendingamálin ef að þetta gerist en eins og staðan er núna þá er maður á fullu að hjálpa þeim að komast út. Ég er að koma Helga í samband við hina og þessa umboðsmenn. Þetta eru strákar sem vilja vera úti og eiga að vera úti. Auðvitað væri frábært fyrir KR að hafa þá hérna heima en það er líka mjög gott fyrir KR að eiga þessa atvinnumenn úti," segir Benedikt en hann segir veturinn hjá KR bjóða upp á góða möguleika. Benedikt Guðmundsson gerði KR að meisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. MYND/Hörður „Þótt að ég sem gamall þjálfari þeirra vill hafa þá úti og finnst að þeir eigi að vera úti þá tek ég vel á móti þeim ef þeir koma í KR. Þetta er varaplan hjá þeim en það hittir samt þannig á að það yrði ekkert slæmt fyrir þá að spila heima sérstaklega þar sem KR er að fara í Evrópukeppnina. Það yrði ljósið í myrkrinu að það eru spennandi hlutir að gerast hérna í KR. Þeir eru því í fínum málum. Helgi er sem dæmi með tilboð frá 3. deildarliði í Frakklandi en eins og hann metur þetta núna þá er fær hann meira út úr því að fara með KR í Evrópukeppni og taka þátt í þessum pakka með okkur í staðinn fyrir að spila þar fyrir lítinn pening," segir Benedikt. Benedikt ætlar að bíða með að breyta skipulagi vetrarins þangað til að það er pottþétt að þeir Helgi og Jakob verði í KR. „Ef að þeir koma hingað þá skoðum við það hvernig þetta verður, hvort að þeir verði með opinn samning eða hvernig sem það verður. Ég nenni bara ekki að velta því fyrir mér fyrr en þeir koma hingað og segjast ætla að vera með okkur. Þangað til höldum við bara ótrauðir áfram í því sem við erum búnir að vera að gera," sagði Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira
Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson eru hvorugur komnir með lið erlendis og hafa báðir sagt það að þeir spili með KR í vetur ef ekkert breytist í þeim efnum. Þjálfara Íslandsmeistara KR er alveg rólegur yfir þróun mála og hann er að gera sitt í að hjálpa strákunum til þess að komast út. „Við erum alveg rólegir yfir þessu. Það er alveg vitað að þeir verða í KR ef þeir verða hérna heima. Þeir eru ekki búnir að afskrifa það að fara út og eru á fullu að leita," segir Benedikt Guðmundsson þjálfari KR-liðsins en á hans fyrsta tímabili með KR vann liðið Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár á síðasta tímabili. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR veturinn 1999-2000 og varð þá Íslandsmeistari með liðinu.MYND/Hilmar þór Benedikt hefur ekki áhyggjur af miklum áhuga annarra íslenskra liða á strákunum. „Ég veit að Fjölnir og Snæfell eru búnir að bera víjunar Í Jakob og Sigurður Ingimundarson, Friðrik Ragnarsson og einhverjir til viðbótar eru búnir að heyra í Helga. Það eru menn sem vilja fá þá í önnur lið en þetta eru bara það miklir KR-ingar að þeir spila hvergi annarsstaðar en hérna. Þeir hafa margsagt það sjálfir að þeir séu ekki að gefa færi á sér annarsstaðar," segir Benedikt sem þjálfaði strákana í mörg ár þegar þeir voru yngri. „Ef við værum með alla KR-ingana í liðinu þá værum við með ansi sterkt lið. Okkar yngri flokka þjálfun hefur byggst á því að reyna að búa til leikmenn sem eru nógu góðir til þess að spila erlendis og við viljum hafa sem flesta þar," segir Benedikt en það er ekki öruggt að KR-ingar verði með þrjá erlenda leikmenn komi Helgi og Jakob. „Við endurskoðum útlendingamálin ef að þetta gerist en eins og staðan er núna þá er maður á fullu að hjálpa þeim að komast út. Ég er að koma Helga í samband við hina og þessa umboðsmenn. Þetta eru strákar sem vilja vera úti og eiga að vera úti. Auðvitað væri frábært fyrir KR að hafa þá hérna heima en það er líka mjög gott fyrir KR að eiga þessa atvinnumenn úti," segir Benedikt en hann segir veturinn hjá KR bjóða upp á góða möguleika. Benedikt Guðmundsson gerði KR að meisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. MYND/Hörður „Þótt að ég sem gamall þjálfari þeirra vill hafa þá úti og finnst að þeir eigi að vera úti þá tek ég vel á móti þeim ef þeir koma í KR. Þetta er varaplan hjá þeim en það hittir samt þannig á að það yrði ekkert slæmt fyrir þá að spila heima sérstaklega þar sem KR er að fara í Evrópukeppnina. Það yrði ljósið í myrkrinu að það eru spennandi hlutir að gerast hérna í KR. Þeir eru því í fínum málum. Helgi er sem dæmi með tilboð frá 3. deildarliði í Frakklandi en eins og hann metur þetta núna þá er fær hann meira út úr því að fara með KR í Evrópukeppni og taka þátt í þessum pakka með okkur í staðinn fyrir að spila þar fyrir lítinn pening," segir Benedikt. Benedikt ætlar að bíða með að breyta skipulagi vetrarins þangað til að það er pottþétt að þeir Helgi og Jakob verði í KR. „Ef að þeir koma hingað þá skoðum við það hvernig þetta verður, hvort að þeir verði með opinn samning eða hvernig sem það verður. Ég nenni bara ekki að velta því fyrir mér fyrr en þeir koma hingað og segjast ætla að vera með okkur. Þangað til höldum við bara ótrauðir áfram í því sem við erum búnir að vera að gera," sagði Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira