Með góðum óskum Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar 28. ágúst 2007 06:00 Í langri bílferð um daginn sagði yngri dóttirin að ef hún fengi tíu óskir uppfylltar myndi hún ekki eyða þeim í sjálfselsku óskir. Síðan hófst upptalningin: Ég vildi óska þess að allir í heiminum væru góðir og það væru því engin stríð. Ég vildi óska að allir væru heilbrigðir. Ég vildi óska að allir ættu peninga. Þegar hér var komið sögu vildi eldri systirin fá nánari skýringar því það að eiga peninga væri allt of víðtækt. Niðurstaðan var sú að óskin snerist um það að allir hefðu að minnsta kosti í sig og á. Kannski af því að hún var trufluð í upptalningunni gekk henni illa með hinar sjö óskirnar. Hvað sem hún nefndi töldu samferðamenn iðulega vera anga af ósk sem þegar væri komin. Blessað barnið var líka ruglað í ríminu með spurningu um hvað læknar og hjúkrunarfræðingar ættu að gera þegar allir væru orðnir heilbrigðir. Hún taldi að þau hefðu nóg að gera við að lækna skrámur því fólk myndi enn meiða sig, en alls ekki lífshættulega. Svo fengjum við kvef og smá flensu, en alls ekkert alvarlegra. Þegar hún óskaði þess að engir skógareldar væru til (nýbúin að hlusta á fréttir af þeim grísku) tók hún fram að hún vissi að slökkviliðsmenn myndu þá missa vinnuna en þeir yrðu bara að finna sér eitthvað annað að gera. Hvað sem hún reyndi gat hún ekki borið fram tíu óskir. Göngum samanLíklegast er raunin sú að þrjár óskir nægja eins og í ævintýrunum forðum. Sem dyggur hlustandi ævintýra veit hún að hún getur hvenær sem er hitt á óskastund og er mjög meðvituð um að sóa ekki því einstaka tækifæri sem hún fær þá til að bæta heiminn. „Ef ég fengi eina ósk uppfyllta myndi ég óska þess að krabbamein væri ekki til," segir hún oft þegar óskir ber á góma. Ég óska þess að ósk hennar rætist, en meðan ég bíð eftir því vil ég leggja mitt af mörkum til þess að þær 170 konur sem greinast árlega með brjóstakrabbamein á Íslandi og allar hinar úti um allan heim, eigi von um bata eða a.m.k. von um langt og gott líf með krabbameini. Ég er ein af 22 konum í hópnum Göngum saman sem ætlar að taka þátt í 63 km göngu í New York í október næstkomandi á vegum Avon Foundation til að safna peningum til rannsókna á brjóstakrabbameini. Við höfum notað sumarið til að þjálfa okkur og safna peningum en hver og ein þarf að borga 1800 dollara fyrir þátttökuna. Við látum ekki staðar numið þar því við ætlum að skilja eftir sambærilega upphæð hér heima til að styrkja íslenska vísindamenn til rannsókna á brjóstakrabbameini. Samkeppni í líkn Það sem kom mér til dæmis á óvart að þjálfunin er mun meira mál fyrir mig en að safna peningum. Það versta sem getur gerst þegar beðið er um styrk er að fá nei. Það krefst hins vegar aga og mikillar vinnu að komast í gott form. Þegar ég skráði mig til leiks kveið ég meira fyrir þessu með peningana, gangan fannst mér ekkert mál. Ég rifjaði það upp að ég hefði ekki haft mikið fyrir Keflavíkurgöngunum hér í denn, en var þá bent á að sú síðasta sem ég fór í var líklega fyrir þrjátíu árum og lengstu gönguferðir mínar síðan verið í verslunarferðum í útlöndum. Eftir að hafa gengið 21 km í Glitnismaraþoni komst ég að því að gangan sjálf var ekkert mál. En daginn eftir gat ég varla stigið fram úr rúminu! Ergo, ég er ekki í nógu góðu formi. Ég fór á sigurhátíð Glitnis þegar líknarfélögunum voru afhent áheit úr maraþoninu. Við í Göngum saman vorum afar ánægðar með okkar hlut. Það kom mér þó á óvart hvað kynninum á samkomunni varð tíðrætt um samkeppni líknarfélaganna. Mér fannst það satt að segja ógeðfellt. Ég leit ekki svo á að við værum í innbyrðis samkeppni, en eins og kona sem var líka á samkomunni benti mér á, þá er ég svo ný í þessum líknarfélagabransa. Samkeppnin þar er líklega jafn hörð og úti á hinum almenna markaði. Eins og samkeppni Glitnis og Kaupþings kemur lítið við mig þá á ég erfitt með að hugsa mér krabbamein í samkeppni við hjartasjúkdóma, Sjónarhól í samkeppni við Barnaspítala Hringsins. Auðvitað reyndi ég að fá sem flesta til liðs við okkur og ekki var verra ef þeir voru starfsmenn Glitnis og fengu vegleg áheit frá bankanum. En ég reyndi ekki að hrinda vinkonum mínum sem hlupu fyrir Stígamót og Blátt áfram og koma þannig í veg fyrir að þau samtök sem einnig standa hjarta mínu nær fengju áheitin þeirra. Ég samgladdist öllum líknarfélögunum sem báru eitthvað úr býtum, en óskaði þess auðvitað að við fengjum sem mest. Ég vona að það sé það sem átt er við með heilbrigðri samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Vigfúsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í langri bílferð um daginn sagði yngri dóttirin að ef hún fengi tíu óskir uppfylltar myndi hún ekki eyða þeim í sjálfselsku óskir. Síðan hófst upptalningin: Ég vildi óska þess að allir í heiminum væru góðir og það væru því engin stríð. Ég vildi óska að allir væru heilbrigðir. Ég vildi óska að allir ættu peninga. Þegar hér var komið sögu vildi eldri systirin fá nánari skýringar því það að eiga peninga væri allt of víðtækt. Niðurstaðan var sú að óskin snerist um það að allir hefðu að minnsta kosti í sig og á. Kannski af því að hún var trufluð í upptalningunni gekk henni illa með hinar sjö óskirnar. Hvað sem hún nefndi töldu samferðamenn iðulega vera anga af ósk sem þegar væri komin. Blessað barnið var líka ruglað í ríminu með spurningu um hvað læknar og hjúkrunarfræðingar ættu að gera þegar allir væru orðnir heilbrigðir. Hún taldi að þau hefðu nóg að gera við að lækna skrámur því fólk myndi enn meiða sig, en alls ekki lífshættulega. Svo fengjum við kvef og smá flensu, en alls ekkert alvarlegra. Þegar hún óskaði þess að engir skógareldar væru til (nýbúin að hlusta á fréttir af þeim grísku) tók hún fram að hún vissi að slökkviliðsmenn myndu þá missa vinnuna en þeir yrðu bara að finna sér eitthvað annað að gera. Hvað sem hún reyndi gat hún ekki borið fram tíu óskir. Göngum samanLíklegast er raunin sú að þrjár óskir nægja eins og í ævintýrunum forðum. Sem dyggur hlustandi ævintýra veit hún að hún getur hvenær sem er hitt á óskastund og er mjög meðvituð um að sóa ekki því einstaka tækifæri sem hún fær þá til að bæta heiminn. „Ef ég fengi eina ósk uppfyllta myndi ég óska þess að krabbamein væri ekki til," segir hún oft þegar óskir ber á góma. Ég óska þess að ósk hennar rætist, en meðan ég bíð eftir því vil ég leggja mitt af mörkum til þess að þær 170 konur sem greinast árlega með brjóstakrabbamein á Íslandi og allar hinar úti um allan heim, eigi von um bata eða a.m.k. von um langt og gott líf með krabbameini. Ég er ein af 22 konum í hópnum Göngum saman sem ætlar að taka þátt í 63 km göngu í New York í október næstkomandi á vegum Avon Foundation til að safna peningum til rannsókna á brjóstakrabbameini. Við höfum notað sumarið til að þjálfa okkur og safna peningum en hver og ein þarf að borga 1800 dollara fyrir þátttökuna. Við látum ekki staðar numið þar því við ætlum að skilja eftir sambærilega upphæð hér heima til að styrkja íslenska vísindamenn til rannsókna á brjóstakrabbameini. Samkeppni í líkn Það sem kom mér til dæmis á óvart að þjálfunin er mun meira mál fyrir mig en að safna peningum. Það versta sem getur gerst þegar beðið er um styrk er að fá nei. Það krefst hins vegar aga og mikillar vinnu að komast í gott form. Þegar ég skráði mig til leiks kveið ég meira fyrir þessu með peningana, gangan fannst mér ekkert mál. Ég rifjaði það upp að ég hefði ekki haft mikið fyrir Keflavíkurgöngunum hér í denn, en var þá bent á að sú síðasta sem ég fór í var líklega fyrir þrjátíu árum og lengstu gönguferðir mínar síðan verið í verslunarferðum í útlöndum. Eftir að hafa gengið 21 km í Glitnismaraþoni komst ég að því að gangan sjálf var ekkert mál. En daginn eftir gat ég varla stigið fram úr rúminu! Ergo, ég er ekki í nógu góðu formi. Ég fór á sigurhátíð Glitnis þegar líknarfélögunum voru afhent áheit úr maraþoninu. Við í Göngum saman vorum afar ánægðar með okkar hlut. Það kom mér þó á óvart hvað kynninum á samkomunni varð tíðrætt um samkeppni líknarfélaganna. Mér fannst það satt að segja ógeðfellt. Ég leit ekki svo á að við værum í innbyrðis samkeppni, en eins og kona sem var líka á samkomunni benti mér á, þá er ég svo ný í þessum líknarfélagabransa. Samkeppnin þar er líklega jafn hörð og úti á hinum almenna markaði. Eins og samkeppni Glitnis og Kaupþings kemur lítið við mig þá á ég erfitt með að hugsa mér krabbamein í samkeppni við hjartasjúkdóma, Sjónarhól í samkeppni við Barnaspítala Hringsins. Auðvitað reyndi ég að fá sem flesta til liðs við okkur og ekki var verra ef þeir voru starfsmenn Glitnis og fengu vegleg áheit frá bankanum. En ég reyndi ekki að hrinda vinkonum mínum sem hlupu fyrir Stígamót og Blátt áfram og koma þannig í veg fyrir að þau samtök sem einnig standa hjarta mínu nær fengju áheitin þeirra. Ég samgladdist öllum líknarfélögunum sem báru eitthvað úr býtum, en óskaði þess auðvitað að við fengjum sem mest. Ég vona að það sé það sem átt er við með heilbrigðri samkeppni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun