Hinn stórefnilegi frjálsíþróttakappi Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni varð í gær Norðurlandameistari unglinga í 400 metra hlaupi en mótið fer fram í Danmörku.
Sveinn Elías hljóp á nýju drengjameti, 48,03 sekúndum.
Þorsteinn Ingvarsson úr HSP nældi svo í bronsverðlaun í 110 metra grindahlaupi en hann kom í mark á 14,54 sekúndum.
Þeir félagar unnu samtals til fernra verðlauna á mótinu en Sveinn Elías fékk silfur í 200 metra hlaupi og Þorsteinn fékk annað brons í langstökki.