Þrír menn skipulögðu smyglið 22. september 2007 00:01 Heimili Bjarna Lögreglan gerði húsleit á heimili hans að Skúlaskeiði á sama tíma og umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram á Fáskrúðsfirði.fréttablaðið/rósa Átta manns eru í haldi lögreglu í þremur löndum í tengslum við rannsókn á stórfelldu fíkniefnasmygli er upp komst um á Fáskrúðsfirði á fimmtudag. Rúmlega sextíu kíló af amfetamíni fundust þá í skútu við höfnina á Fáskrúðsfirði sem siglt var til landsins frá Stavanger í Noregi, með viðkomu í Danmörku og Færeyjum. Pari í Danmörku, sem handtekið var í gær, hefur verið sleppt. Lítilræði af fíkniefnum fannst við húsleit á heimili fólksins en það er ekki talið tengjast skipulagningu smyglsins. Tveir menn í Færeyjum, 23 ára Íslendingur og 24 ára Dani, eru í haldi lögreglu en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum þeirra. Þeir voru handteknir rétt fyrir klukkan sjö að kvöldi á fimmtudag í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Skýrslutökur vegna málsins eru ekki langt komnar og rannsókn málsins er enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögregluþjóni. SkipuleggjendurnirFagurey í höfn í Sandgerði Lögreglan leitaði fíkniefna í bátnum Fagurey HF-21, sem er í eigu Bjarna Hrafnkelssonar, að morgni fimmtudags. Engin efni fundust í bátnum en lögreglan telur Bjarna vera einn þriggja manna sem standa á bak við smyglið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.fréttablaðið/rósaFimm eru enn í haldi lögreglunnar hér á landi, tveir í Færeyjum og einn í Noregi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára Hafnfirðingur, og bræðurnir Logi Freyr Einarsson, 30 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, taldir vera skipuleggjendur innflutningsins. Bjarni var árið 1994 dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þátttöku í innflutningi á hassi. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, báðir 25 ára, sigldu skútunni til landsins með efnin innanborðs. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Logi Freyr er í haldi norsku lögreglunnar en hann var handtekinn á heimili sínu í Stavanger um tvöleytið á fimmtudag, samkvæmt upplýsingum frá Ernst Rosenberg hjá norsku lögreglunni. Lögreglan gerði húsleit hjá Bjarna snemma morguns á fimmtudag, á sama tíma og umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram á Fáskrúðsfirði. Lítilræði af kannabisefnum fannst á heimili hans en lögreglan leitaði einnig í báti Bjarna, Fagurey HF-21, þar sem hann lá við höfnina í Sandgerði. Engin efni fundust í bátnum. Einar Jökull Einarsson var handtekinn á heimili sínu í Reykjavík en engin fíkniefni fundust þar. Bæði Bjarni og Einar Jökull hafa neitað sök og hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lögreglan fylgst náið með þeim um margra mánaða skeið og byggði krafan um gæsluvarðhald til 18. október á því. Sterkt efni – mikið umfangAlls voru rúmlega 60 kíló af fíkniefnum í skútunni á Fáskrúðsfirði, þar af um fjórtán kíló af e-töfludufti, um 1.800 e-töflur og 45 kíló af amfetamíndufti. Fyrstu athuganir á efninu leiddu í ljós að það væri mjög hreint, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Forsvarsmenn lögreglunnar buðu blaðamönnum að spyrja út í málið á blaðamannafundi en svöruðu engri spurningu efnislega vegna rannsóknarhagsmuna, þar á meðal hvar talið væri að amfetamínið væri upprunnið. Lögreglan hefur þegar gert fimm húsleitir á Íslandi vegna málsins, þar á meðal í bátum í Reykjavíkurhöfn og í Sandgerðishöfn. Skútan sem efnin fundust í var flutt í gær landleiðina frá Fáskrúðsfirði til höfuðborgarsvæðisins til frekari rannsókna. Var komið með hana suður í gærkvöldi. Skútan var leigð í Noregi en kaupverð nýrrar slíkrar er um sex milljónir króna. Vinna enn erlendisÍslenskir lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis undanfarna mánuði og munu gera það áfram. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hóf lögreglan að rannsaka málið í fyrra en það hefur verið unnið í samvinnu við lögregluyfirvöld í Noregi, Danmörku, Færeyjum, Þýskalandi og Hollandi. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt rannsókninni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild, Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar, og Hulda María Stefánsdóttir aðstoðarsaksóknari hafa borið hitann og þungann af rannsókninni, að því er fram kom í máli Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, í gær. Meira en sjötíu manns tóku þátt í umfangsmikilli lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði á fimmtudagsmorgun. Lögregluyfirvöld í Danmörku, Noregi og Færeyjum voru þá í viðbragðsstöðu en samþætting íslenskra og erlendra lögreglustofnana var í höndum Arnars Jenssonar, fulltrúa Íslands í höfuðstöðvum Europol. Hann hefur starfað þar frá því um áramót. magnush@frettabladid.is Pólstjörnumálið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Sjá meira
Átta manns eru í haldi lögreglu í þremur löndum í tengslum við rannsókn á stórfelldu fíkniefnasmygli er upp komst um á Fáskrúðsfirði á fimmtudag. Rúmlega sextíu kíló af amfetamíni fundust þá í skútu við höfnina á Fáskrúðsfirði sem siglt var til landsins frá Stavanger í Noregi, með viðkomu í Danmörku og Færeyjum. Pari í Danmörku, sem handtekið var í gær, hefur verið sleppt. Lítilræði af fíkniefnum fannst við húsleit á heimili fólksins en það er ekki talið tengjast skipulagningu smyglsins. Tveir menn í Færeyjum, 23 ára Íslendingur og 24 ára Dani, eru í haldi lögreglu en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum þeirra. Þeir voru handteknir rétt fyrir klukkan sjö að kvöldi á fimmtudag í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Skýrslutökur vegna málsins eru ekki langt komnar og rannsókn málsins er enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögregluþjóni. SkipuleggjendurnirFagurey í höfn í Sandgerði Lögreglan leitaði fíkniefna í bátnum Fagurey HF-21, sem er í eigu Bjarna Hrafnkelssonar, að morgni fimmtudags. Engin efni fundust í bátnum en lögreglan telur Bjarna vera einn þriggja manna sem standa á bak við smyglið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.fréttablaðið/rósaFimm eru enn í haldi lögreglunnar hér á landi, tveir í Færeyjum og einn í Noregi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára Hafnfirðingur, og bræðurnir Logi Freyr Einarsson, 30 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, taldir vera skipuleggjendur innflutningsins. Bjarni var árið 1994 dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þátttöku í innflutningi á hassi. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, báðir 25 ára, sigldu skútunni til landsins með efnin innanborðs. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Logi Freyr er í haldi norsku lögreglunnar en hann var handtekinn á heimili sínu í Stavanger um tvöleytið á fimmtudag, samkvæmt upplýsingum frá Ernst Rosenberg hjá norsku lögreglunni. Lögreglan gerði húsleit hjá Bjarna snemma morguns á fimmtudag, á sama tíma og umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram á Fáskrúðsfirði. Lítilræði af kannabisefnum fannst á heimili hans en lögreglan leitaði einnig í báti Bjarna, Fagurey HF-21, þar sem hann lá við höfnina í Sandgerði. Engin efni fundust í bátnum. Einar Jökull Einarsson var handtekinn á heimili sínu í Reykjavík en engin fíkniefni fundust þar. Bæði Bjarni og Einar Jökull hafa neitað sök og hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lögreglan fylgst náið með þeim um margra mánaða skeið og byggði krafan um gæsluvarðhald til 18. október á því. Sterkt efni – mikið umfangAlls voru rúmlega 60 kíló af fíkniefnum í skútunni á Fáskrúðsfirði, þar af um fjórtán kíló af e-töfludufti, um 1.800 e-töflur og 45 kíló af amfetamíndufti. Fyrstu athuganir á efninu leiddu í ljós að það væri mjög hreint, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Forsvarsmenn lögreglunnar buðu blaðamönnum að spyrja út í málið á blaðamannafundi en svöruðu engri spurningu efnislega vegna rannsóknarhagsmuna, þar á meðal hvar talið væri að amfetamínið væri upprunnið. Lögreglan hefur þegar gert fimm húsleitir á Íslandi vegna málsins, þar á meðal í bátum í Reykjavíkurhöfn og í Sandgerðishöfn. Skútan sem efnin fundust í var flutt í gær landleiðina frá Fáskrúðsfirði til höfuðborgarsvæðisins til frekari rannsókna. Var komið með hana suður í gærkvöldi. Skútan var leigð í Noregi en kaupverð nýrrar slíkrar er um sex milljónir króna. Vinna enn erlendisÍslenskir lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis undanfarna mánuði og munu gera það áfram. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hóf lögreglan að rannsaka málið í fyrra en það hefur verið unnið í samvinnu við lögregluyfirvöld í Noregi, Danmörku, Færeyjum, Þýskalandi og Hollandi. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt rannsókninni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild, Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar, og Hulda María Stefánsdóttir aðstoðarsaksóknari hafa borið hitann og þungann af rannsókninni, að því er fram kom í máli Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, í gær. Meira en sjötíu manns tóku þátt í umfangsmikilli lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði á fimmtudagsmorgun. Lögregluyfirvöld í Danmörku, Noregi og Færeyjum voru þá í viðbragðsstöðu en samþætting íslenskra og erlendra lögreglustofnana var í höndum Arnars Jenssonar, fulltrúa Íslands í höfuðstöðvum Europol. Hann hefur starfað þar frá því um áramót. magnush@frettabladid.is
Pólstjörnumálið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Sjá meira