Virðið fyrir ykkur útsýnið 29. september 2007 00:01 Þá er það komið á hreint. Íslenskir rithöfundar eru karlmenn. Í báðum tilvikunum sem blaðamenn sáu ástæðu til að falast eftir áliti rithöfunda á nýyfirstaðinni sameiningu Máls og menningar og JPV-útgáfu var að minnsta kosti bara leitað til karlmanna. Fréttablaðið talaði við heila þrjá og Lesbók Morgunblaðsins við einn. Eins gott að aðrir fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að fjalla um viðbrögð rithöfunda við samrunanum. Þá hefðu greinarnir farið að taka á sig mynd síðustu kvöldmáltíðarinnar. Það skiptir engu þótt við eigum margverðlaunaða rithöfunda á meðal kvenna sem jafnframt selja bækur í bílförmum, það virðist álitið tilgangslaust að tala við þær. „Hvað ætli Guðrún Helgadóttir þori svo sem að segja? Er hún ekki eitthvað svo inn í sig?" Það sem mér finnst merkilegast er að það skiptir engu hvort karl eða kona skrifaði þessar fréttir eða greinar. Rétt eins og karlar eiga konur það nefnilega til að stökkva ofan í öryggið í skotgröfunum sem karlarnir grófu í stað þess að nýta sér þessa fínu útsýnisturna sem kynsystur þeirra hafa reist. Þeir eru svo sem ekki margir enn sem komið er en það má þó vel notast við þá. Í umræddri Lesbókargrein var talað við stjórnarmann hjá Nýhil, Viðar Þorsteinsson heimspeking. Hann segir þar meðal annars að úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda hafi ekki augu eða eyru opin fyrir ungum höfundum. Þetta hef ég áður heyrt karlkyns Nýhilinga benda á og alltaf kemur það mér í jafnopna skjöldu. Úthlutunarnefndinni hefur nefnilega ekki tekist að líta framhjá færni, frumleika og hugmyndaauðgi þriggja kvenna úr hópi Nýhilinga. Við síðustu úthlutun fékk Þórdís Björnsdóttir listamannalaun í þrjá mánuði eins og Vilborg Davíðsdóttir, Kristín Eiríksdóttir fékk laun í sex mánuði eins og Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir er á þriggja ára listamannalaunum rétt eins og Steinunn Sigurðardóttir. Ef ég tek mark á ljósmyndasýningu Björns Sigurjónssonar af Nýhilhópnum sem hékk uppi á aðalsafni Borgarbókasafnsins síðasta vetur þá hljóta þessar þrjár að tilheyra honum. En hjálpi mér, fyrir 2.000 árum hefðu þessar konur náttúrlega bara fengið að hjálpast að við að elda síðustu kvöldmáltíðina og síðan auðvitað að vaska upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun
Þá er það komið á hreint. Íslenskir rithöfundar eru karlmenn. Í báðum tilvikunum sem blaðamenn sáu ástæðu til að falast eftir áliti rithöfunda á nýyfirstaðinni sameiningu Máls og menningar og JPV-útgáfu var að minnsta kosti bara leitað til karlmanna. Fréttablaðið talaði við heila þrjá og Lesbók Morgunblaðsins við einn. Eins gott að aðrir fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að fjalla um viðbrögð rithöfunda við samrunanum. Þá hefðu greinarnir farið að taka á sig mynd síðustu kvöldmáltíðarinnar. Það skiptir engu þótt við eigum margverðlaunaða rithöfunda á meðal kvenna sem jafnframt selja bækur í bílförmum, það virðist álitið tilgangslaust að tala við þær. „Hvað ætli Guðrún Helgadóttir þori svo sem að segja? Er hún ekki eitthvað svo inn í sig?" Það sem mér finnst merkilegast er að það skiptir engu hvort karl eða kona skrifaði þessar fréttir eða greinar. Rétt eins og karlar eiga konur það nefnilega til að stökkva ofan í öryggið í skotgröfunum sem karlarnir grófu í stað þess að nýta sér þessa fínu útsýnisturna sem kynsystur þeirra hafa reist. Þeir eru svo sem ekki margir enn sem komið er en það má þó vel notast við þá. Í umræddri Lesbókargrein var talað við stjórnarmann hjá Nýhil, Viðar Þorsteinsson heimspeking. Hann segir þar meðal annars að úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda hafi ekki augu eða eyru opin fyrir ungum höfundum. Þetta hef ég áður heyrt karlkyns Nýhilinga benda á og alltaf kemur það mér í jafnopna skjöldu. Úthlutunarnefndinni hefur nefnilega ekki tekist að líta framhjá færni, frumleika og hugmyndaauðgi þriggja kvenna úr hópi Nýhilinga. Við síðustu úthlutun fékk Þórdís Björnsdóttir listamannalaun í þrjá mánuði eins og Vilborg Davíðsdóttir, Kristín Eiríksdóttir fékk laun í sex mánuði eins og Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir er á þriggja ára listamannalaunum rétt eins og Steinunn Sigurðardóttir. Ef ég tek mark á ljósmyndasýningu Björns Sigurjónssonar af Nýhilhópnum sem hékk uppi á aðalsafni Borgarbókasafnsins síðasta vetur þá hljóta þessar þrjár að tilheyra honum. En hjálpi mér, fyrir 2.000 árum hefðu þessar konur náttúrlega bara fengið að hjálpast að við að elda síðustu kvöldmáltíðina og síðan auðvitað að vaska upp.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun