Fjórir flottustu leikirnir 25. nóvember 2007 17:54 Crysis - tölvuleikur Nóvember er stærsti leikjamánuður ársins og vanalega koma stærstu og bestu leikirnir út á þessum tíma. Allir keppa þeir um að verða undir jólatrénu í ár. Fréttablaðið settist niður og skoðaði stærstu leikina fyrir allar helstu tölvurnar. Þetta er það sem stendur upp úr á PC, Xbox 360 og Playstation 3.CrysisRatchet & Clank Future: Tools of Destruction - tölvuleikurNafnið á þessum leik lætur harða fyrstu persónu skotleikja aðdáendur fá kipp í hjartað og tölvurnar þeirra að skjálfa við tilhugsunina. Í leiknum er grafík sem er varla hægt að lýsa og mun líklega sjá tölvubúðum landsins fyrir góðum viðskiptum á næstunni þar sem margir munu eyða ágætis upphæðum til að upplifa leikinn í allri sinni dýrð.Um hvað snýst leikurinn?Mass Effect - tölvuleikurLeikurinn gerist árið 2020 á eyju í Suður-Kínahafi, hópur fornleifafræðinga hefur gert stóra uppgötvun sem Norður-Kórea vill komast yfir og Bandaríkjamenn senda inn hersveit sem útbúin er sérstökum búningum sem gefa notanda þeirra ótrúlega krafta. Sem kemur að góðum notum þegar deildin rekst á heilan skara af geimverum á eyjunni og þarf að berjast fyrir lífi sínu.Fyrir hvaða tölvu er leikurinn?Super Mario GalaxyAðeins fyrir PC.Ratchet & Clank Future: Tools of DestructionHopp og skopp leikirnir um Ratchet & Clank hafa notið mikilla vinsælda síðustu árin allt frá því að fyrsti leikurinn kom út fyrir Playstation 2. Núna í byrjun nóvember kemur nýjasti leikurinn í seríunni út, aðeins fyrir Playstation 3, og er hann með gullfallegri grafík sem minnir helst á pixar-teiknimynd.Um hvað snýst leikurinn?Ratchet og Clank eru að slaka á í fríi þegar ráðist er á plánetuna sem þeir eru á. Það kemur í ljós að hershöfðinginn Tachyon er að leita að Ratchet og til þess að finna hann leggur hann plánetuna í rúst. Þessi atburðarás er byrjunin á skemmtilegu ferðalagi sem varpar nýju ljósi á fortíð Ratchet‘s og sýnir nýjar hliðar á Clank.Fyrir hvaða tölvu er leikurinn?Aðeins fyrir PS3.Mass EffectMass Effect er nýjasti leikur kanadíska fyrirtækisins Bioware sem er frægt fyrir leiki eins og: Baldurs Gate, Knights of the Old Republic og Neverwinter Nights. Allt voru þetta epískir hlutverkaleikir sem gáfu spilaranum ótrúlegt frelsi í spilun og sögu og er Mass Effect engin undantekning.Um hvað snýst leikurinn?Árið er 2183 og mannkynið hefur breiðst út til stjarnanna. Mikil ógn steðjar frá vélmennunum Geth sem eru staðráðin í að útrýma öllu lífi. Þú spilar sem Sheppard foringi í Spectre-sérsveitinni og þarft að reyna að bjarga allri vetrarbrautinni frá útrýmingu og þú þarft að fara í ferðalag um hana alla í baráttu þinni við að stoppa vélmennin og illvirkjann sem stjórnar þeim. Sagan er löng og hafa ákvarðanir spilarans áhrif á atburðarás leiksins.Fyrir hvaða tölvu er leikurinn?Aðeins á Xbox 360.Super Mario GalaxyHver kannast ekki við píparann hann Mario? Hann sást fyrst í Donkey Kong árið 1981 og hefur síðan þá verið skærasta stjarna Nintendo og birst í nokkrum tugum titla.Um hvað snýst leikurinn?Mario Galaxy er nýjasti leikur Mario og sá fyrsti fyrir Nintendo Wii leikjatölvuna. Eins og nærri allir Mario-leikir fjallar þessi leikur um ferðalag Mario í leit að sinni blessuðu prinsessu sem er ávallt dugleg að láta ræna sér. Í þetta skiptið þarf hann að ferðast um ótal stjörnukerfi til að bjarga henni. Leikurinn notar hreyfiskynjum Wii-fjarstýringarinnar á frumlegan og skemtilegan hátt.Fyrir hvaða tölvu er leikurinn?Aðeins á Nintendo Wii.Aðrir flottir leikir í nóvember:Call of Duty 4 (PC, PS3, 360), Guitar Hero 3 (360, PS3, Wii), The Simpsons (PS3, 360, Wii, PSP) Haze (PS3), Kane & Lynch: Dead Men (PC, 360, PS3), Assasins Creed (PS3, 360). Leikjavísir Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Nóvember er stærsti leikjamánuður ársins og vanalega koma stærstu og bestu leikirnir út á þessum tíma. Allir keppa þeir um að verða undir jólatrénu í ár. Fréttablaðið settist niður og skoðaði stærstu leikina fyrir allar helstu tölvurnar. Þetta er það sem stendur upp úr á PC, Xbox 360 og Playstation 3.CrysisRatchet & Clank Future: Tools of Destruction - tölvuleikurNafnið á þessum leik lætur harða fyrstu persónu skotleikja aðdáendur fá kipp í hjartað og tölvurnar þeirra að skjálfa við tilhugsunina. Í leiknum er grafík sem er varla hægt að lýsa og mun líklega sjá tölvubúðum landsins fyrir góðum viðskiptum á næstunni þar sem margir munu eyða ágætis upphæðum til að upplifa leikinn í allri sinni dýrð.Um hvað snýst leikurinn?Mass Effect - tölvuleikurLeikurinn gerist árið 2020 á eyju í Suður-Kínahafi, hópur fornleifafræðinga hefur gert stóra uppgötvun sem Norður-Kórea vill komast yfir og Bandaríkjamenn senda inn hersveit sem útbúin er sérstökum búningum sem gefa notanda þeirra ótrúlega krafta. Sem kemur að góðum notum þegar deildin rekst á heilan skara af geimverum á eyjunni og þarf að berjast fyrir lífi sínu.Fyrir hvaða tölvu er leikurinn?Super Mario GalaxyAðeins fyrir PC.Ratchet & Clank Future: Tools of DestructionHopp og skopp leikirnir um Ratchet & Clank hafa notið mikilla vinsælda síðustu árin allt frá því að fyrsti leikurinn kom út fyrir Playstation 2. Núna í byrjun nóvember kemur nýjasti leikurinn í seríunni út, aðeins fyrir Playstation 3, og er hann með gullfallegri grafík sem minnir helst á pixar-teiknimynd.Um hvað snýst leikurinn?Ratchet og Clank eru að slaka á í fríi þegar ráðist er á plánetuna sem þeir eru á. Það kemur í ljós að hershöfðinginn Tachyon er að leita að Ratchet og til þess að finna hann leggur hann plánetuna í rúst. Þessi atburðarás er byrjunin á skemmtilegu ferðalagi sem varpar nýju ljósi á fortíð Ratchet‘s og sýnir nýjar hliðar á Clank.Fyrir hvaða tölvu er leikurinn?Aðeins fyrir PS3.Mass EffectMass Effect er nýjasti leikur kanadíska fyrirtækisins Bioware sem er frægt fyrir leiki eins og: Baldurs Gate, Knights of the Old Republic og Neverwinter Nights. Allt voru þetta epískir hlutverkaleikir sem gáfu spilaranum ótrúlegt frelsi í spilun og sögu og er Mass Effect engin undantekning.Um hvað snýst leikurinn?Árið er 2183 og mannkynið hefur breiðst út til stjarnanna. Mikil ógn steðjar frá vélmennunum Geth sem eru staðráðin í að útrýma öllu lífi. Þú spilar sem Sheppard foringi í Spectre-sérsveitinni og þarft að reyna að bjarga allri vetrarbrautinni frá útrýmingu og þú þarft að fara í ferðalag um hana alla í baráttu þinni við að stoppa vélmennin og illvirkjann sem stjórnar þeim. Sagan er löng og hafa ákvarðanir spilarans áhrif á atburðarás leiksins.Fyrir hvaða tölvu er leikurinn?Aðeins á Xbox 360.Super Mario GalaxyHver kannast ekki við píparann hann Mario? Hann sást fyrst í Donkey Kong árið 1981 og hefur síðan þá verið skærasta stjarna Nintendo og birst í nokkrum tugum titla.Um hvað snýst leikurinn?Mario Galaxy er nýjasti leikur Mario og sá fyrsti fyrir Nintendo Wii leikjatölvuna. Eins og nærri allir Mario-leikir fjallar þessi leikur um ferðalag Mario í leit að sinni blessuðu prinsessu sem er ávallt dugleg að láta ræna sér. Í þetta skiptið þarf hann að ferðast um ótal stjörnukerfi til að bjarga henni. Leikurinn notar hreyfiskynjum Wii-fjarstýringarinnar á frumlegan og skemtilegan hátt.Fyrir hvaða tölvu er leikurinn?Aðeins á Nintendo Wii.Aðrir flottir leikir í nóvember:Call of Duty 4 (PC, PS3, 360), Guitar Hero 3 (360, PS3, Wii), The Simpsons (PS3, 360, Wii, PSP) Haze (PS3), Kane & Lynch: Dead Men (PC, 360, PS3), Assasins Creed (PS3, 360).
Leikjavísir Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira