Skotleikir ríkjandi á Íslandi 16. desember 2007 00:01 Tækni Ríflega 40 prósent vinsælustu tölvuleikjanna fyrir PC tölvur og PlayStation 3 leikjatölvur eru bannaðir innan sextán ára aldurs. Það er í öfugu hlutfalli við þá sjö þúsund tölvuleiki sem gefnir hafa verið út síðastliðin fjögur ár og eru merktir með samevrópska flokkunarkerfinu Pegi. Einungis 17 prósent Pegi merktra tölvuleikja eru gerðir fyrir sextán ára og eldri. Fyrirtækið Sena er með umboð fyrir tölvuleikjum PC og PlayStation sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi og segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, PC og PlayStation tölvuleiki vera um 80 til 90 prósent af íslenska markaðnum. „Allir aldurshópar spila PC leiki, en PlayStation 3 tölvan er mest notuð af aldurshópnum 18 til 36 ára,“ segir Ólafur. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir skotleiki ríkjandi hér á landi. „Það er meðal annars vegna þess að Nintendo hefur ekki hlotið jafngóðan hljómgrunn hér eins og í Evrópu. Það er öðruvísi hugsun á bak við Nintendo og meira um ævintýraleiki á borð við Super Mario. Vinsældir Nintendo hafa því áhrif á hvernig leikir eru keyptir,“ segir Snæbjörn. - eb Leikjavísir Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Tækni Ríflega 40 prósent vinsælustu tölvuleikjanna fyrir PC tölvur og PlayStation 3 leikjatölvur eru bannaðir innan sextán ára aldurs. Það er í öfugu hlutfalli við þá sjö þúsund tölvuleiki sem gefnir hafa verið út síðastliðin fjögur ár og eru merktir með samevrópska flokkunarkerfinu Pegi. Einungis 17 prósent Pegi merktra tölvuleikja eru gerðir fyrir sextán ára og eldri. Fyrirtækið Sena er með umboð fyrir tölvuleikjum PC og PlayStation sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi og segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, PC og PlayStation tölvuleiki vera um 80 til 90 prósent af íslenska markaðnum. „Allir aldurshópar spila PC leiki, en PlayStation 3 tölvan er mest notuð af aldurshópnum 18 til 36 ára,“ segir Ólafur. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir skotleiki ríkjandi hér á landi. „Það er meðal annars vegna þess að Nintendo hefur ekki hlotið jafngóðan hljómgrunn hér eins og í Evrópu. Það er öðruvísi hugsun á bak við Nintendo og meira um ævintýraleiki á borð við Super Mario. Vinsældir Nintendo hafa því áhrif á hvernig leikir eru keyptir,“ segir Snæbjörn. - eb
Leikjavísir Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp