Körfubolti

Línur að skýrast í NBA

Avery Johnson hefur náð mögnuðum árangri á sínum stutta tíma sem þjálfari Dallas.
Avery Johnson hefur náð mögnuðum árangri á sínum stutta tíma sem þjálfari Dallas. MYND/Getty

Þrjú efstu lið NBA-deildarinnar; Dallas, San Antonio og Pheonix, unnu öll góða sigra í leikjum sínum í nótt. Þegar tímabilið er nú tæplega hálfnað eru línur teknar að skýrast og er ljóst að Vesturdeildin er mun sterkari en Austurdeildin.

San Antonio vann Dallas á heimavelli sínum, 95-81, þar sem Tony Parker var stigahæstur San Antonio með 25 stig. Tim Duncan bætti við 17 stigum og hirti 11 fráköst þrátt fyrir að vera með mikla magakveisu sem hrjáði honum mikið. Duncan beit hins vegar á jaxlinn og skilaði sínu.

Pheonix hafði betur gegn Detroit, 108-101. Steve Nash var stigahæstur í annars jöfnu liði Pheonix með 35 stig og 12 stoðsendingar. Richard Hamilton skoraði 31 stig fyrir Detroit.

Þá vann Dallas góðan útisigur á Denver, 89-85, og styrkti þar með stöðu sína sem liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni. Josh Howard skoraði 28 stig fyrir Dallas og það sama gerði Allan Iverson fyrir Denver. Þetta var 100. sigurleikur Avery Johnson sem þjálfari, sem er merkilegur árangur í ljósi þess að hann er aðeins á sínu öðru tímabili með Dallas.

Eins og áður segir er Dallas með besta vinningshlutfallið það sem af er, hefur tapað sjö leikjum en unnið 24. Pheonix og San Antonio eru skammt undan og hafa tapað átta leikjum. Utah kemur þar á eftir með níu leiki tapaða en önnur lið standa þeim nokkuð að baki.

Öll eru þessi lið í Vesturdeildinni en þegar horft er á vinningshlutfall liða í Austurdeildinni sést greinilega að þau standa kollegum sínum Vestan megin nokkuð að baki. Detroit er þar með besta hlutfallið – hefur unnið 19 leiki en tapað 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×