Aldrei fleiri látist í einum mánuði í Írak en í desemer 2. janúar 2007 13:00 Fleiri íraskir borgarar létust vegna ofbeldisverka í desember en í nokkrum öðrum mánuði frá því að landið var hernumið vorið 2003. Átök á milli trúarhópa í landinu eru höfuðorsök þessa mikla mannfalls. Þetta kemur fram í samantekt íraska innanríkisráðuneytisins sem gefin var út í morgun. Þar segir að 1.930 saklausir borgarar hafi látið lífið vegna átaka í desember 2006, næstum því fjórum sinnum fleiri en í janúar sama ár. Alls týndu 12.320 Írakar lífi í ofbeldisverkum á árinu og það er eftirtektarvert að helmingur mannfallsins var á síðasta þriðjungi þess. Flestir eru sammála um að mat ráðuneytisins sé mjög hóflegt, ekki eru þeir teknir með í reikninginn sem létust eftir að hafa verið fluttir særðir á sjúkrahús. Hver sem fjöldinn raunverulega er, er ljóst að mannfallið eykst stöðugt og vaxandi átök milli sjía og súnnía eru skýringin á stærstum hluta þess. Óttast er að þau muni magnast enn frekar vegna aftökunnar á Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og sérstaklega eftir að upptaka var birt þar sem sést þegar böðlarnir hæða hann og spotta. Íraska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á hegðun þeirra, svo og hvernig þeim hafi tekist að mynda aftökuna þrátt fyrir fortakslaust bann við því. Búist er við að á næstu dögum muni bandaríska ríkisstjórnin tilkynna um fjölgun hermanna í Írak til að stemma stigu við vaxandi ofbeldi þar. Líklegt er talið að aukaliðið muni einbeita sér að því að uppræta Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, eldklerksins frá Najaf, en þær eru sagðar bera ábyrgð á stórum hluta oftbeldisins. 140.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak og á dögunum var greint frá því að mannfall úr þeirra röðum væri komið yfir þrjú þúsund manns. Nýleg könnun tímaritsins Military Times sýnir að aðeins 35 prósent Bandaríkjahers ánægð með stefnu Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Íraks. Írak Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Fleiri íraskir borgarar létust vegna ofbeldisverka í desember en í nokkrum öðrum mánuði frá því að landið var hernumið vorið 2003. Átök á milli trúarhópa í landinu eru höfuðorsök þessa mikla mannfalls. Þetta kemur fram í samantekt íraska innanríkisráðuneytisins sem gefin var út í morgun. Þar segir að 1.930 saklausir borgarar hafi látið lífið vegna átaka í desember 2006, næstum því fjórum sinnum fleiri en í janúar sama ár. Alls týndu 12.320 Írakar lífi í ofbeldisverkum á árinu og það er eftirtektarvert að helmingur mannfallsins var á síðasta þriðjungi þess. Flestir eru sammála um að mat ráðuneytisins sé mjög hóflegt, ekki eru þeir teknir með í reikninginn sem létust eftir að hafa verið fluttir særðir á sjúkrahús. Hver sem fjöldinn raunverulega er, er ljóst að mannfallið eykst stöðugt og vaxandi átök milli sjía og súnnía eru skýringin á stærstum hluta þess. Óttast er að þau muni magnast enn frekar vegna aftökunnar á Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og sérstaklega eftir að upptaka var birt þar sem sést þegar böðlarnir hæða hann og spotta. Íraska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á hegðun þeirra, svo og hvernig þeim hafi tekist að mynda aftökuna þrátt fyrir fortakslaust bann við því. Búist er við að á næstu dögum muni bandaríska ríkisstjórnin tilkynna um fjölgun hermanna í Írak til að stemma stigu við vaxandi ofbeldi þar. Líklegt er talið að aukaliðið muni einbeita sér að því að uppræta Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, eldklerksins frá Najaf, en þær eru sagðar bera ábyrgð á stórum hluta oftbeldisins. 140.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak og á dögunum var greint frá því að mannfall úr þeirra röðum væri komið yfir þrjú þúsund manns. Nýleg könnun tímaritsins Military Times sýnir að aðeins 35 prósent Bandaríkjahers ánægð með stefnu Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Íraks.
Írak Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira