Arenas kláraði Milwaukee 4. janúar 2007 04:45 Arenas skorar sigurkörfuna ótrúlegu gegn Milwaukee, einum þremur metrum fyrir aftan þriggja stiga línuna NordicPhotos/GettyImages Gilbert Arenas lét ekki axlarmeiðsli hafa áhrif á sig í nótt þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu Washington Wizards í 108-105 sigri liðsins á Milwaukee. Arenas fékk boltann þegar sex sekúndur lifðu leiks og skoraði sigurkörfuna nokkrum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Arenas er sannarlega einn skrautlegasti leikmaður deildarinnar og á það til að hrópa ýmis slagorð um leið og hann sleppir boltanum í skotum sínum. Hann þurfti ekki á neinu slíku að halda í nótt þegar hann skaut Milwaukee í kaf. "Þeir segja að Gilbert Arenas sé samviskulaus skytta og þetta undirstrikaði það svo sannarlega," sagði Charlie Bell hjá Milwaukee sem reyndi sitt besta til að verjast ótrúlegu skoti Arenas um leið og leiktíminn rann út í Washington. "Mér datt ekki annað í hug en að hann færi einu eða tveimur skrefum nær körfunni áður en hann tæki skotið." Arenas gengur hér vígalegur af velli eftir sigurkörfuna og til hægri á myndinni má sjá Michael Redd hjá Milwaukee glottaf af öllu samanNordicPhotos/GettyImages Michael Redd hjá Milwaukee, sem sjálfur er frábær skytta, gat ekki annað en glott eftir að Arenas gerði út um leikinn. "Auðvitað er maður svekktur að tapa á svona skoti, en maður verður að taka ofan fyrir Arenas - þetta var ótrúlegt skot," sagði Redd. Það vakti athygli að Arenas sneri sér strax við og gekk til búningsherbergja þegar hann sleppti skotinu - rétt eins og hann vissi að það myndi hitta. "Ég þurfti ekki að kalla neitt í þetta sinn - ég vissi að það færi niður," sagði Arenas, sem er að undirbúa 25 ára afmælisveislu sína þar sem sjálfur P. Diddy verður veislustjóri og allir helstu rapparar heimsins verða viðstaddir.Arenas var stigahæstur í liði Washington með 32 stig en hirti auk þess 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Caron Butler var líka frábær og skoraði 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 24 stig. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Gilbert Arenas lét ekki axlarmeiðsli hafa áhrif á sig í nótt þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu Washington Wizards í 108-105 sigri liðsins á Milwaukee. Arenas fékk boltann þegar sex sekúndur lifðu leiks og skoraði sigurkörfuna nokkrum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Arenas er sannarlega einn skrautlegasti leikmaður deildarinnar og á það til að hrópa ýmis slagorð um leið og hann sleppir boltanum í skotum sínum. Hann þurfti ekki á neinu slíku að halda í nótt þegar hann skaut Milwaukee í kaf. "Þeir segja að Gilbert Arenas sé samviskulaus skytta og þetta undirstrikaði það svo sannarlega," sagði Charlie Bell hjá Milwaukee sem reyndi sitt besta til að verjast ótrúlegu skoti Arenas um leið og leiktíminn rann út í Washington. "Mér datt ekki annað í hug en að hann færi einu eða tveimur skrefum nær körfunni áður en hann tæki skotið." Arenas gengur hér vígalegur af velli eftir sigurkörfuna og til hægri á myndinni má sjá Michael Redd hjá Milwaukee glottaf af öllu samanNordicPhotos/GettyImages Michael Redd hjá Milwaukee, sem sjálfur er frábær skytta, gat ekki annað en glott eftir að Arenas gerði út um leikinn. "Auðvitað er maður svekktur að tapa á svona skoti, en maður verður að taka ofan fyrir Arenas - þetta var ótrúlegt skot," sagði Redd. Það vakti athygli að Arenas sneri sér strax við og gekk til búningsherbergja þegar hann sleppti skotinu - rétt eins og hann vissi að það myndi hitta. "Ég þurfti ekki að kalla neitt í þetta sinn - ég vissi að það færi niður," sagði Arenas, sem er að undirbúa 25 ára afmælisveislu sína þar sem sjálfur P. Diddy verður veislustjóri og allir helstu rapparar heimsins verða viðstaddir.Arenas var stigahæstur í liði Washington með 32 stig en hirti auk þess 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Caron Butler var líka frábær og skoraði 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 24 stig.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn