Sport

Evrópukeppni B-liða haldin á Íslandi

Ragna Ingólfsdóttir er í íslenska landsliðinu
Ragna Ingólfsdóttir er í íslenska landsliðinu Mynd/Vilhelm

Stærsta alþjóðlega badmintonmót sem haldið hefur verið á Íslandi frá upphafi , Evrópukeppni B-þjóða, fer fram í Laugardalshöll dagana 17. til 21. janúar næstkomandi.

Íslenska landsliðið keppir ásamt fimmtán öðrum þjóðum um sæti í keppni A-þjóða. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ítölum og Króötum en efsta lið í hverjum riðli tryggir sér þátttökurétt í keppni A-þjóða.

Átta leikmenn hafa verið valdir í landsliðið: Helgi Jóhannesson, Njörður Ludvigsson, Magnús Ingi Helgason, Atli Jóhannesson, Halldóra Elín Jóhannsdóttir, Tinna Helgadóttir, Katrín Atladóttir og Ragna Björg Ingólfsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×