Ekkert lát hefur orðið á kuldakastinu sem hefur orðið alls 21 að bana í Bandaríkjunum að undanförnu. Björgunarsveitir reyndu í gær að koma á rafmagni til þeirra hundruð þúsunda sem urðu rafmagnslaus en rafmagn fór af um þrjú hundruð þúsund heimilum í Missouri fylki.
Mikil hálka var einnig á vegum og mikið var um umferðarslys. Mörg þeirra voru banaslys.
Veður varð einnig kalt í Kaliforníu og varð met-kuldi þar aðra nóttina í röð. Ávaxtabændur hafa miklar áhyggjur af uppskeru sinni vegna veðursins og reyna að hafa varðelda og að vökva tréin með heitu vatni til þess að koma í veg fyrir skemmdir á ávöxtunum.