Kawasaki / Pro Circuit "lites" liðið er vel mannað þetta árið. Það sannaðist um helgina þegar liðið skellti sér í þrjú efstu sætin í minni flokknum í Supercross keppninni í Phoenix. Þetta hefur ekki gerst áður fyrir Team Kawasaki og eru menn því mjög sáttir í þeim herbúðum.
"Við höfum tekið fyrsta og annað sætið, en aldrei eignað okkur allan verðlaunapallinn, hvorki í Motocross né í Supercross, svo þessi árangur er mjög glæsilegur hjá þeim" sagði Mitch Payton, liðstjóri liðsins.
Þó svo að þetta sé mikill viðburður fyrir liðið í heild, þá er það ekki síðri viðburður að frakkinn og Evrópumeistarinn í Motocross, Christophe Pourcel , sem er að keppa sitt fyrsta tímabil í Supercross, tók fyrsta sætið. Annar varð undrabarnið Ryan Villopoto og þriðji Chris Gosselaar.