Færeyingar íhuga að kaupa raforku frá vatnsaflsvirkjunum á Íslandi til að hita og lýsa híbýli sín og knýja atvinnulífið, í stað þess að nota olíu til þess. Þetta segir Bjarni Djurholm, sem fer með orkumál færeyinga, í viðtali við Jyllands Posten.
Hann segir að Íslendingar og Færeyingar séu þegar byrjaðir hagkvæmniathuganir. Tæknilega sé orðið mögulegt að leggja rafstreng í sjó á milli landanna og nú sé verði að kanna hagkvæmni þess.