Skilorðsbundið fangelsi fyrir hnífsstungu við Select 17. janúar 2007 13:40 MYND/Hörður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. Maðurinn var þar ásamt félaga sínum aðfaranótt sunnudagsins 10. september og kom til átaka milli hans og annars manns á bensínstöðinni. Þegar öryggisvörðurinn hafði afskipti af þeim dró ákærði upp lítinn hníf og stakk hann og kýldi hann í andlitið. Félagi mannsins kom honum einnig til aðstoðar og kýldi öryggisvörðinn þannig að hann hlaut sár í andlitið.Árásarmennirnir flýðu af vettvangi en gáfu sig fram eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél við bensínssstöðina í fjölmiðlum.Fyrir dómi viðurkenndi unglingurinn að hafa stungið öryggisvörðinn en bar meðal annars við minnisleysi sökum ölvunar. Sagðist hann ekki hafa áttað sig á að maðurinn sem hann stakk væri öryggisvörður.Við ákvörðun refsingar var horft til þess að unglingurinn hefði ekki gerst áður brotlegur við lög og að hann hefði gefið sig fram við lögreglu, játað á sig verknaðinn og greitt öryggisverðinum bætur. Þá er litið til þess í dómnum að ákærði brá ekki hnífnum á loft fyrr en öryggisvörðurinn hafði fellt hann til jarðar og hvíldi þar ofan á honum af talsverðum þunga og þess að myndupptaka bar ekki með sér að ákærði hefði haft styrkan og einbeittan vilja til að stinga manninn með hnífnum.Þótti því þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára hæfileg refsing. Auk þess ber honum að greiða ríflega 300 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. Maðurinn var þar ásamt félaga sínum aðfaranótt sunnudagsins 10. september og kom til átaka milli hans og annars manns á bensínstöðinni. Þegar öryggisvörðurinn hafði afskipti af þeim dró ákærði upp lítinn hníf og stakk hann og kýldi hann í andlitið. Félagi mannsins kom honum einnig til aðstoðar og kýldi öryggisvörðinn þannig að hann hlaut sár í andlitið.Árásarmennirnir flýðu af vettvangi en gáfu sig fram eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél við bensínssstöðina í fjölmiðlum.Fyrir dómi viðurkenndi unglingurinn að hafa stungið öryggisvörðinn en bar meðal annars við minnisleysi sökum ölvunar. Sagðist hann ekki hafa áttað sig á að maðurinn sem hann stakk væri öryggisvörður.Við ákvörðun refsingar var horft til þess að unglingurinn hefði ekki gerst áður brotlegur við lög og að hann hefði gefið sig fram við lögreglu, játað á sig verknaðinn og greitt öryggisverðinum bætur. Þá er litið til þess í dómnum að ákærði brá ekki hnífnum á loft fyrr en öryggisvörðurinn hafði fellt hann til jarðar og hvíldi þar ofan á honum af talsverðum þunga og þess að myndupptaka bar ekki með sér að ákærði hefði haft styrkan og einbeittan vilja til að stinga manninn með hnífnum.Þótti því þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára hæfileg refsing. Auk þess ber honum að greiða ríflega 300 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira