Þingkosningar fara fram í Serbíu í dag, þær fyrstu frá því að leiðir skildu með Serbum og Svartfellingum á síðasta ári. Sex og hálf milljón manna er á kjörskrá og stendur slagurinn á milli flokka sem aðhyllast nánari samband við nágrannalöndin í Evrópu og flokka þjóðernissinna. Skoðanakannanir benda til að enginn flokkur fái hreinan meirihluta og því sé samsteypustjórn líklegust eftir kosningarnar.
Baráttan hefur að mestu snúist um efnahags- og Evrópummál en búist er við að erfiðasta málið sem ný ríkisstjórn þarf að taka á er staða Kosovo því búist er við að Sameinuðu þjóðirnar ákveði framtíðarstöðu héraðsins síðar á þessu ári.
Samsteypustjórn líklegust
Mest lesið


Þrír í vikulangt gæsluvarðhald
Innlent

Lögregla lýsir eftir manni
Innlent







Stúlkan er fundin
Innlent