Útilokar sakfellingu í helmingi ákæruliða Baugsmáls hins síðara 26. janúar 2007 18:46 Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. Sýknun Hæstaréttar í gær hefur í meginatriðum ekki áhrif á sakarefnin í Baugsmálinu hinu síðara, það er, ákæruliðina átján sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi þann tólfta febrúar, sagði settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon í samtali við fréttastofu í dag. Þetta er þveröfugt við niðurstöðu verjanda Jóns Ásgeirs eftir lestur hæstaréttardómsins. "Ég held að skýring Hæstaréttar á lánshugtakinu leiði til þess að ákæruliðir 2-9, það sé útilokað að það geti orðið sakfelling í þeim þætti málsins," segir Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs. Sigurður Tómas segir í Blaðinu í dag að fullsannað sé að ólöglega hafi verið staðið að innflutningi bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs og honum hafi verið kunnugt um það. Með öðrum orðum að hann sé sekur þrátt fyrir sýknun. Gestur segir það grundvallarreglu að þegar dómur hafi gengið í máli um að maður sé sýkn saka þá beri ákæruvaldinu að sætta sig við þá niðurstöðu. "Og láta það alveg ógert að gefa það í skyn að maður sem hefur verið sýknaður sé ekki saklaus."En málinu er ekki lokið. Eftir eru átján nýir ákæruliðir og skattalagabrotin sem verða rannsökuð undir stjórn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í Reykjavík. Hann var í dag settur ríkislögreglustjóri í þessu máli eftir að Haraldur Johannessen var dæmdur vanhæfur til þess af Hæstarétti.Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að tjá sig ekki um sýknudóminn. En skemmst er að minnast ummæla Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra frá því í júní 2005 þar sem hann sagði: "Ef að það kemur á daignn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda að þá þarf hann nú ekki að óttast mikil því að þá verður þessu öllu saman hent út í dómstólunum."Og eitthvað hefur þetta kostað. Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað fyrir þessa sex liði sem eftur stóðu af upphaflegu ákærunni. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins og launakostnað ákæruvaldsins. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Sjá meira
Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. Sýknun Hæstaréttar í gær hefur í meginatriðum ekki áhrif á sakarefnin í Baugsmálinu hinu síðara, það er, ákæruliðina átján sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi þann tólfta febrúar, sagði settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon í samtali við fréttastofu í dag. Þetta er þveröfugt við niðurstöðu verjanda Jóns Ásgeirs eftir lestur hæstaréttardómsins. "Ég held að skýring Hæstaréttar á lánshugtakinu leiði til þess að ákæruliðir 2-9, það sé útilokað að það geti orðið sakfelling í þeim þætti málsins," segir Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs. Sigurður Tómas segir í Blaðinu í dag að fullsannað sé að ólöglega hafi verið staðið að innflutningi bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs og honum hafi verið kunnugt um það. Með öðrum orðum að hann sé sekur þrátt fyrir sýknun. Gestur segir það grundvallarreglu að þegar dómur hafi gengið í máli um að maður sé sýkn saka þá beri ákæruvaldinu að sætta sig við þá niðurstöðu. "Og láta það alveg ógert að gefa það í skyn að maður sem hefur verið sýknaður sé ekki saklaus."En málinu er ekki lokið. Eftir eru átján nýir ákæruliðir og skattalagabrotin sem verða rannsökuð undir stjórn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns í Reykjavík. Hann var í dag settur ríkislögreglustjóri í þessu máli eftir að Haraldur Johannessen var dæmdur vanhæfur til þess af Hæstarétti.Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að tjá sig ekki um sýknudóminn. En skemmst er að minnast ummæla Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra frá því í júní 2005 þar sem hann sagði: "Ef að það kemur á daignn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda að þá þarf hann nú ekki að óttast mikil því að þá verður þessu öllu saman hent út í dómstólunum."Og eitthvað hefur þetta kostað. Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað fyrir þessa sex liði sem eftur stóðu af upphaflegu ákærunni. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins og launakostnað ákæruvaldsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Sjá meira